Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 40
þegar sjá eða finna má með kanna (Cyrette) skállaga
beineyðingu við ræturnar.
Annars stigs (Partiell) kallast bólgan, þegar kanninn
kemst inn á milli rótanna, en gangur eða op hefir ekki
myndazt á milli þeirra.
Þriðja stigs (Total) kallast bólgan, þegar opið hefir
myndazt.
MEÐFERÐ
Sú lækningaraðferð, sem valin er hverju sinni, ákvarð-
ast af samstarfsvilja sjúklingsins, vaxtarlagi tannarinnar,
mikilvægi og stöðu hennar í tannsettinu og stærð og
lögun beinpokans.
Markmið meðferðarinnar er þi'íþætt;
1. eyða bólgunni,
2. stuðla að myndun tannliolds, sem aðgengilegt er að
halda hreinu,
3. styrkja festu tannarinnar.
Meðferð er fólgin í;
1. lækningu tannarinnar:
a. algjörri útrýmingu beinpokans,
b. eyðingu beinpokans að hluta til,
c. brottnámi einar eða tveggja róta.
2. Tanndrætti.
Fyrsta stigs tannklofsbólga.
Þær aðgerðir, sem koma til greina, eru: tannhreinsun
(depuration), skurðaðgerðir cins og gingivectomi, muco-
gingival aðgerðir, osteoplastic, osteoectomi, sulcusplastic,
odontoplastic.
Tannhálsar eru skafnir upp og svæðið hreinsað. Sýkt
tannhold er fjarlægt og beinbrúnir jafnaðar. Ávallt ber
að hafa í huga, að beinvefur er afar viðkvæmur fyrir
ertingu. Sé hreyft við beinhimnunni (periosteum), hefir
það í för með sér yfirborðseyðingu (resorption) beins-
38