Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 45
tannlæknisins til sjúklings og aðgerðarinnar sjálfrar. Lit-
il sem stór aðgerð er óframkvæmanleg nema sjúklingur-
inn sýni vilja og getu til þess að viðhalda heilbrigði tann-
holdsins eftir lækningu þess.
Á meðan á „hygienefase“ stendur er sjúklingnum gerð-
ar ljósar helztu staðreyndir um eðli sjúkdómsins (motiv-
ering) og fær liann nákvæmar leiðbeiningar um hreins-
un tanna sinna. Um leið fer fram „konsei’vativ“ meðferð
á stoðvefnum, sem fólgin er m.a. í nákvæmri könnun á
ástandi tanna og stoðvefs. Dýpt poka, lega, stæi’ð og eðli
þeirra og það beinmagn, sem, tennui’nar hafa sér til halds,
er vegið og mælt. 1 lok þessa tímabils, sem oft telur
fjórar til finnn heimsóknii*, á tannlækni að vera Ijósar
batahorfur sjúklingsins. Hafi tekizt samstarf með sjúkl-
ingi og tannlækni, á ekkert að vera því til fyi’ii’stöðu, að
aðgei’ðir hefjist (coi’i-ection fase) á þeim tönnum, sem
hin „konservativa“ meðferð ekki náði að lækna, svo fremi
hi’eingerningai'aðstæður þeirra og beinfesta leyfi.
Aðstæður allar til tannhreinsunar versna eftir þvi, sem
innar dregur í munninn, og af þeim sökum eru róttækar
aðgei’ðir ixmar „sexum“ mjög sjaldgæfar. 4+4 hafa og
séi’stöðu. Deiling rótarinnar á sér oftast stað nokkuð
„neðai’lega“ eða apicalt á rótinni. Tannklofshólga á 4+4
er því ólæknandi, þar sem hreinsun verður ekki viðkom-
ið, enda beinfestan einatt þorrin.
Beinfestan er eitt höfuðatriða, þegar rnetnar ei-u
batahorfur tannar. Margróta, rótargleiðar tennur standa
mun betur að vígi en einróta, þegar eyðing stoðbeins
þeiri’a hefst, og þurfa þær oft l'ui'ðu litið bein sér til festu.
Hins vegar fer oft mikið bein forgörðum við aðgerð,
þegar ógætilega er að fai’ið. Sjálf aðgerðin getur því riðið
tönninni að fullu.
Meðferð á tannklofsbólgu er oftast liður í víðtækai’i
meðferð á tannslíðui’bólgu viðkomandi sjúklings. Meta
verður því og vega ástand hvers tilfellis út af fyrir sig,
43