Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 54

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 54
Einnig má geta þess, að framkvæmdastjóri Norræna hússins hefur góðfúslega léð okkur til afnota það sem við þyrftum á að halda af húsnæði hússins þessa móts- daga, en þar hefur verið ráðgert, í samráði við dental- sýningarnefnd, að lyfja- og dentalsýningin verði. Setningarathöfn tannlæknamótsins mun fara fram í Háskólabíói að viðstöddum forseta Islands, heilbrigðis- málaráðherra, borgarstjóra og ýmsum framámönnum úr tannlæknastétt Norðurlanda, auk fulltrúa ýmissa hér- lendra félagssamtaka. Mun verða reynt að vanda til henn- ar eftir föngum. Reynt verður að sjá mökum og hörnum þátttakenda fyrir nokkurri skemmtan meðan á mótinu stendur, auk þess sem boðið verður upp á mikinn fjölda styttri og lengri ferða fyrir alla þátttakendur, á vegum ferðaskrif- stofunnar „Sunnu“, að mótinu loknu. Fyrirlestrar munu líklega að mestu fara fram í Há- skólanum eða nærliggjandi Háskólabyggingum. Gistirými fyrir þátttakendur, allt að 1000 manns, mun vera fyrir hendi, auk gistimöguleika á einkaheimilum, ef nauðsyn ber til. Hóf Skandinavíska tannlæknafélagsins mun verða haldið á Hótel Loftleiðum og Hótel Sögu, ef þátttaka fer yfir sex hundruð manns. Kongressstjórnin mun þannig reyna að koma til móts við óskir og þarfir mótsgesta á sem fjölbreytilegastan hátt, og stuðla að því, að gex-a þeim nori’ænu tannlækn- um og fjölskyldum þeirra, er þetta mót sækja, dvölina hér sem lærdómsi’íkasta og ánægjulegasta. En til þess að slíkt megi að fullu takast, þarfnast stjói’nin aðstoðar veðurguðanna, yfirvalda og allra is- lenzkra starfsbræðra og systra, svo og maka þeirra, sem með hjálpsemi, glaðværð og gestrisni geta lagt þungt lóð á vogarskálarnar til þess að þetta norræna tann- læknamót Skandinavíska tannlæknafélagsins, sem hér 52

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.