Árdís - 01.01.1933, Page 6

Árdís - 01.01.1933, Page 6
4 Inngangsorð. Til lesendanna: Ársriti því er hér birtist i fyrsta sinn, vil eg leyfa mér að fylgja úr lilaði með örfáum orðum. Það er gefið út af Bandalagi lúterskra kvenna i Vesturheimi og vitanlega er ætlun ritsins, að styðja að málefni félagsins sem er fyrst og fremst viðhald og úl- lireiðsla lútersk kristindóms meðal íslendinga í Vesturheimi. En félagið hel'ir einnig sett sér að styðja af fremstu kröftum að upp- eldismálum, mentamálum og ýmsum öðrum þeim málum, sem konan hlýtur æfinlega að hafa mikil afskifti af. íslenzkar konur hér í landi hafa jafnan látið sig kristindóms- málin miklu skifta. Á sviði kirkju- og kristindómsmála hafa þa;r unnið mikið verk og að þeim málum vill bandalag lúterskra kvenna enn vinna miklu meira, en ]nið hefir hingað til gert, og það vonar, að þetta Iitla ársrit geti orðið hjálparmeðal í þá átt. Uin efni ritsins í þetta sinn skal eg vera l'áorð. Hvað það snertir verður ritið að mæla með sér sjálft. En með þeirri reynslu sem íslenzkar konur hafa af þeim efnum, sem hér er um að ræða, sýnist ekki ósennilegt, að þær hefðu eitthvað til þeirra að leggja í opinberu riti sein þess er vert að vera á lofti haldið. Þegar á fjárhagshliðina er litið, geri eg ráð fyrir að mörgum sýnist misráðið, að leggja út i ]ietta fyrirtæki, svo lítið sem það þó er. Alt það litla sem hér er gefið út á íslenzku mun eiga heldur erfill uppdráttar. Eg geri mér beztu vonir um að þetta litla ársrit lendi ekki í fjárþröng, ekki í þetta sinn að minsta kosti. Dálítið af auglýs- ingum helir fengist fyrir ritið, sem borgar töluvert upp í útgáfukostn- aðinn og eg treysti því, að nægilega mikið af ritinu seljist, lil að borga það sem á vantar. Ritið verður selt fyrir mjög litið verð og eg treysti því, að margir verði til að kaupa það, og treysti eg þar sérstaklega á konurnar. Eg vona að þeim þyki sér ekki uin of iþyngt, þó þær séu beðnar að kaupa þetta litla rit fyrir fáein sent. Bandalag lúterskra kvenna sendir frá sér þetta litla ársrit með þeirri eiidægu ósk, að það megi verða lesendunum til gagns og gleði. —Guðríin Jolinson.

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.