Árdís - 01.01.1933, Page 9

Árdís - 01.01.1933, Page 9
7 með því að kaupa altarisbúning fyrir kirkju, sem þá var í smíðum í bygð þeirra, og gefa einnig hundrað dali í byggingarsjóð kirltjunn- t ar. Þelta félag starfar enn og mun vera prýði sinnar bygðar. Tveimur árum siðar munu tvö kvenfélög bafa verið mynduð: Árið 1885, 10. júní, var kvenfélag stofnað í Argyle-bygð, nafn þess í byrjun var “Hið íslenzka kvenfélag í Argyle.” Nokkru síðar var nafni þessu breytt og heitir það nú “Kvenfélag Frelsissafnaðar.” Tólf konur gengu í félagið í byrjun, eru nú flcstar þeirra Iagstar til hvíldar og hinar yngri teknar við starfinu. Með miklum dugnaði og góðum árangri, hefir þetta félag starfað í þarfir kristindóms og mannúðar í sínu bygðarlagi. Hitt félagið, er konur mynduðu 1885, var myndað í Garðar- bygð, N. D„ og nefnt “Hið íslenzka kvenfélag á Garðar.” Strax frá byrjun tók félag ])ctta að styðja söfnuð bygðarinnar og mun hal'a gefið flcsta innanhúsmuni í kirkju safnaðarins; sömuleiðis hefir það lagt fé i hina ýmsu sjóði Hins evangeliska lúterska kirkjufélags, og gefið mikið til líknarstarfs. Árið 1910 klofnaði Garðar söfnuður; meirihluti hélt nafninu en ininni hluti nefiidi sig “Lúterssöfnuð.” Um tima urðu kvenfélögin einnig tvö, munu þau hafa borið nöfn > safnaðanna. Um áramótin 1925-2(5 sameinast Garðar- og Lúters- k söfnuðir, og 20. maí, 1920, mættu konur, tilheyrandi háðum félög- unum, sér mót á fundi kvenfélags Garðarsafnaðar og gengu inn í það félag sem heild. Hefir þetta félag haldið áfram starl'i siðan og blessun hvílt yl'ir verki þess. Árið 1880 eru fjögur kvenfélög mynduð. Tíu árum áður (1870) hafði lítill hópur íslendinga tekið sér bólfestu á eyju i Winnipegvatni, er Mikley nefnist. Var þessi hópur afskektur og hel’ir fundið til þess að sérstölc þörf væri á samvinnu. 4. marz, 188(5, koma konur þar saman á fund og mynda félag er þær nefndu “Úndína.” Hver sem heyrt hefir söng aldanna við strendur Mikleyjar finnur til þess að nafnið er vel valið. Líknarstarf var aðalverk þessa lelags hin fyrstu ár og mun vera enn þó það í síð- ari tið hal'i einnig styrkt kristindómsmál. Fjölmenn veizla var hald- in árið 192(5 til að minnast fjörutíu ára afmælis félagsins. Var þá aðeins ein kona af stofnendum þess lifandi á eyjunni: frú Margrét Tómasson á Reynistað. Er liún nú látin. Þar, sem annarsstaðar, hafa hinar yngri konur tekið við starfinu. Síðar á þessu ári (1880) var stofnað félag meðal kvenna við fslendingafljót í Nýja íslandi er nefnt var “Djörfung,” Var það myndað af æði stórum hóp landnámskvenna. Munu nú aðeins tvær þeirra vera á lifi: frú Guðrún Stefánsdóttir Björnson á ósi og frú Guðrún Pálsdóttir Briem á Grund við fslendingafljót. Mun hin < síðarnefnda lengst af hafa verið forseti félagsins og er það enn. Kring um árið 1892 mun þetta félag hafa lagt niður störf um nokk- urn tíma, en svo verið endurreist og lialdið áfram starfi síðar. L

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.