Árdís - 01.01.1933, Page 11
9
Rosseau og norður til Saskatchewan. Lagðist ])á niður starl' félags-
ins þar til 1903 að það tók upp störf að nýju og hefir starfað síðan.
Kvenfélag St. Páls safnaðar var myndað í marz, 1889 af frú
Eiríkli Thorlaksson. Tíu konur gerðust meðlimir þcss í byrjun;
nú telur það þrjátíu og átta meðlimi og þar að auki tvo heiðurs-
meðlimi. Hefir þetta félag gengist fyrir að mynda tvö önnur félög
innan safnaðar síns; félag ungra stúlkna, er nú telur fjörutíu með-
limi, og starfar í sama anda og móðurfélagið. Líka mynduðu nokkr-
ar konur úr kvenfélaginu “Biblíulestrarfélag kvenna í St. Pálssöfn-
uði.” Mætir það félag tvisvar í mánuði til lestrar og bænahalds.
Þann 17. desember hið sama ár var “Hið íslenzka kvenfélag i
Lincoln County” stofnað að heimili frú Guðrúnar Aradóttir Sig-
valdason. Hefir það félag starl'að af mildum dugnaði; gaf innan-
húsmuni í kirkju safnaðarins, er bygð var sama ár og félagið var
stofnað. Nokkrum árum síðar brann kirkjan og önnur var bygð.
Gaf kvenfélagið þá aftur sæti og fleira. Firnin árum siðar var
kirkjan stórskemd af fellibyl. Lagði kvenfélagið enn á ný ríflega
lil aðgerðar hennar; ennfremur hefir félag þetta lagt til hinna ýmsu
sjóða kirkjufélagsins og unnið að líknarstarfi.
Árið 1892 mynduðu átta konur á Gimli, Man., kvenfélagið
“Framsókn.” Eru aðeins tvær þeirra lifandi nú og báðar meðlimir
félagsins: Þorbjörg Paulson, og Petrina Gottskálkson. i byrjun taldi
félag ])etta sig ekki safnaðarfélag, en gerði þá breytingu síðar. Hefir
það starfað með dæmafáum dugnaði hin siðari ár og lagt fram mikið
lc til styrktar Giinlisöfnuði. i mörgum hygðum íslendinga hefir sú
saga verið endurtekin, að kvenfélög hafa skifst, og varð það tilfellið
hér, nokkru eftir að “Framsókn” hafði verið mynduð. Nokkrar
konur gengu úr og mynduðu félag er “Tilraun” nefndist. Störfuðu
hæði félögin um æði langan tíma. Mun tilgangur heggja hafa verið
sá sami, og mun “Tilraun” ekki hafa látið minna eftir sig liggja
þann tíma sem ba'ði félögin voru við lýði. Eftir nokkur ár lagði
“Tilraun” niður störf en “Framsókn” hélt áfram.—Ekki vildi eg
leggja dóm á af hverju þetta hefir stafað á ýmsum stöðum, hygg
að oftast hafi aðal tilefnið verið einhver litilsháttar misskilningur,
eða ef til vill hefir það sumstaðar átt rót sína að rekja til þess að
of margir af meðlimum sama félagsins hafa verið gæddir sérstök-
um leiðtoga hæfileikum, og því látið betur að stjórna en að látct
stjórnast. Og máske er ekki æfinlega tekið nógu mikið tillit til
þess að einvaldsstjórn er aldrei heppileg í félögum. Víðast hefir
reyndin orðið sú, þar sem tvö brot sama félagsins hafa starfað á
sama grundvelli, að skiftingin hefir varað aðeins stuttan tíma, hafa
svo fylkingar sameinast aftur og borið sameiginlega byrði starfsins.
Fyrir rúmum fjörutíu árum síðan var islenzkt kvenfélag mynd-
að i Selkirk. Hefir það staðið með hlóma og starfað af dæmafáum
dugnaði í þarfir íslenzka safnaðarins þar; nú tilheyra því fjörutíu
og fimm meðlimir. í félaginu eru hæði sjúkranefnd og hjálpar-
nefnd, er hafa komið miklu góðu til leiðar.