Árdís - 01.01.1933, Síða 19

Árdís - 01.01.1933, Síða 19
17 Það var þessi trú sem siuddi þær í erfiðleikunum,—það var sú sama trú sem huggaði þær þegar sorg og mæða bar að.—Og seinast var það þessi sama trú sem lýsti þeim seinustu spor þeirrá í þessum heiiu. Já, í þessari trú viljum við leiðbeina börnum okkar. Vitanlega kemur sá tími, þegar þau komast til ára og skilningur þeirra vex, að þau velja og bafna, ákveða fyrir sig sjálf. Við getum aðeins beitt þeim áhrifum að erfitt verði fyrir þau að tapa trú. Einn mikill enskur prestur segir svo frá að á tímabili hafi hann mist trú og ekkert viljað hafa með neilt þess háttar, en bænir móður hans, versin úr biblíunni sein hún hafði kent honum létu hann ekki í i'riði, aftur og aftur kom það i huga lians. Honum leið svo illa í trúleysi sínu að loks opnuðust augu hans. Hann fyrirvarð sig fyrir að hafa fylgt þeim sem hæddust að frelsara hans og hann ákvað loks að helga honum líl' sitt. Susanna Wesley átti nitján börn. John Wesley var fimt- ánda barn hennar og Charles Wesley það átjánda. Ekki er sér- lega mikið sagt um hana. Þó er þess getið að uppeldi hennar á börnunum hai'i verið grundvöllur skapgerðar þeirra og kensla hennar hafi komið þeim ótrúlega fljótt áfram. Hér getum við lesið á milli línanna. Áhrif hennar lifa þann dag í dag. Hið sama má segja um Mrs. Booth. Þegar margt bar á móti og maður hennar sýndist vera að yfirbugast kom hún til hans með orðin: “Stattu fastur, vertu stöðugur, þú veizt á hverjum þú stend- ur.” Þó að við konur séum ekki líkamlega sterkar og ekki eins andlega sterkar og við ættum að vera, þá vitum við á hverju við stöndum, og hvert við getum farið til að I'á þann styrk er við þurfum. og getum líka hvíslað orðum frelsárans að mönnum okkar og börn- um: “Sjá, eg er með yður alla daga, all til veraldarinnar enda.” Við getum haldið uppi ljósi trúar á heimilum okkar, við getum kenl börnum okkar meðan þau eru litil og rétt fram stöðvandi hendi síðar, Jiegar þörfin krefst þess. \rið getum með jiessu komið því til leiðar að erfitt verði fyrir unga fólkið að hrinda í burtu því góða og samia, og við getuin treyst jiví að á endanum finni þau hinn eina grundvöll og taki sína stöðu á honum. Þá þurfum við engu að kvíða, jmrfum ekki að óttast framtíðina né neitt sem henni fylgir. Já, saiinarlega er okkur lagt mikið verk í hendur og að vinna jiað með trúfestu og dygð er ásetningur okkar allra. Og jió árang- urinn sjáist ekki æfinlega strax og alt gangi á móti jivi sem við óskum og biðjum, getum við samt haldið áfram með stöðuglyndi og trú, því að við vitum að Guðs blessun er yfir verki okkar, sé liað unnið i Hans nafni.

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.