Árdís - 01.01.1933, Side 27

Árdís - 01.01.1933, Side 27
25 í'innast þeim óviðjafnanlegar. En öllum börnum líka vögguvísur og þulur; sögur fullar af fjarstæðum, og undarlegum hlutum, en bezt alt sem hefur æfintýrablæ. Að segja börnum sögur er bæði viðurhlutamikið og felur í sér áljyrgð. Þetta eru þeirra fyrstu bókmentir, þær skapa dómgreind á því sein er gott eða ilt og mynda löngun, og vekja ást á þvi sem er dýrmætast og bezt í lífinu. Sá er segir börnum sögur af Iist mótar sál þeirra, og býr þau undir lífið. Miss Headly, forstöðukona við ungbarnaskólann við háskóla Minnesotaríkis, segir að hver góður sögusegjari verði að eiga ögn af ómengaðri bókmentadómgreind, dálítið af útlistunarhæfileika og Ijúfu látbragði, talsvert af lifandi anda og áhuga, mikið af orðavali og skýru máli og i ríkum mæli lægni og skilning, alt þetta samknýtt með innileika og samúð til barnsins. Með þetta i huga bið eg ykkur að segja börnum sögur og þið munuð hljóta ánægju og gleði í ríkum mæli Glenboro, 6. Júlí, 1932.

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.