Árdís - 01.01.1933, Page 28
26
Kvenfélagsstarfsemi frá ýmsum hliðum
Erindi fiutt að Gimli, á fundi “Hins Sameinaða Kvenfélags”
19. júní, 1926
Eftir
Kirstínu H. Olafson
I’að er góður, gildur og margreyndur siður, að byrja ræður með
afsökunum, og ekki vil eg hætta á að eyðileggja erindi mitt þegar
í byrjun, með því að víkja frá svo vel viðtekinni meginreglu; og
það því fremur sem hór er ástæða til að biðja afsökunar. Eg er
komin hér fram á ræðupallinn fremur af vilja til að leggja lið málum
þeiin er þing þetta hefir til meðferðar, en af því eg geri mér von
um að hafa mátt til að afkasta nokkru verulegu. Ekki flyt eg
nein nýmæli. Ekki á eg yfir að ráða mælsku, orðsnild né kunnáttu
í þeirri fögru list að halda ræður, og ekki liel'i eg þá reynslu í starfs-
málum kveníelaganna að eg geti um þau talað af myndugleik. Það
eina sem eg get talið erindi mínu til gildis, er það, að það er fram
borið af einlægum áhuga fyrir vell'erð lcvenfélaganna. Treysti eg
velvild ykkar félagssystra minna ineð að taka viljann fyrir verkið,
að afsaka alla galla, og el' nokkur nýtileg hugmynd kemur fram, að
hirða hana, hhia að henni, og nota hana á sem hagkvæmastan hátt.
Það er alkunnugt, að þegar í fyrstu kristni, tóku konur mikinn
og ákveðinn þátt i kristilegri félagsstarfsemi. Sérstaklega er þess
getið að þær tóku drjúgan þátt i fjárframlögum og í líknarstarf-
semi. Finst mér hér liggja fyrir bein skyldukvöð til kvenna vorra
tíma að taka sér fyrir ákveðið verk á jiessum sviðum sem sönnun
fyrir því að konur vorar af íslenzku bergi brotnar hafi skilið köllun
sína til líknarstarfsins, og rætt hana. Vil eg aðeins benda á eitt
dæmi—gamalmennaheimilið “Betel.” Er það einn af fegurstu
ávöxtunum sem sprottið hafa upp af líknarstörfum kvenfélaganna,
og svo augljós, að ekki þarf að víkja að þeirri grein starfsins aftur.
Fram að þeiin tima er útflutningar frá íslandi hófust til Vestur-
heims, hafði íslenzka kvenþjóðin ekki tekið mikinn þátt í félagslífi
landsins. Þó voru konur vorar ekki lengi að átta sig á því er þær
komu til jiessa lands, að þær ættu að taka ákveðinn jiátt í félags-
lífi bygðanna er þær settust að í. Þcss vegna voru kvenfélögin stofn-
uð. f flestum bygðum islenzkum munu kvenfélögin vera nálega
jafn gömul bygðunum, eða að minsta kosti nærri jafnaldra söfnuð-
unum er þau tilheyra.
Kvenfélag jiað sem eg tilheyri, mun vera eitt af elztu kven-
félögunum islenzku, og þó það væri ekki upphaflega stofnað sem
safnaðarkvenfélag, hefir það jafnan starfað með og fyrir söfnuðinn.
í grundvallarlögum jiess er það tekið fram, að verkefni þess skuli
vera jiað, að bæta hugsunarhátt, hækka siðferðiskröfur, og vinna