Árdís - 01.01.1933, Side 32
30
væri. En sumt af því sem fyrir augun bar var þetta: morð, tilraun
að sjálfsmorði, áflog, hórdómur, tilraun til að ræna (kidnap) ung-
lingsstúlku, misþyrming á ungbarni, og andlit svo afskræmd af
heift og ástríðum, að viðurstygð var á að horfa. Áhorfendur dærndu
misjafnlega um mynd þessa. Nokkrum þótti hún ljót. Aðrir kváðu
hana áhrifamikla, og ekki ljótari en hreyfimyndir gerðust. Ekki
skal eg dæma um hversu miklu ljótari eða ekki ljótari þessi mynd
var, en þær, sem stöðugt er haldið uppi fyrir augum almennings.
En um áhrif slíkra mynda gætu máske dómararnir í barna og ung-
linga réttinum gefið nákvæmastar upplýsingar. Og fyrir mitt leyti
heitstrengi eg, að spyrna við þeim, og áhrifum þeirra, eftir þvi
sem eg hef bezt vit og krafta til, hvort sem svo nokkur sýnilegur
árangur verður að, eða ekki. Og eg heiti á yður, félagssystur mín-
ar, að ihuga þetta vel og samvizkusamlega, en leggja ekki svona
lagaðri skemtun lið í blindni eða hugsunarleysi. Og því síður að
standa hjá, með opin augu, en aðgerðalausar, meðan slíkur óþverri
sljófgar sóma—og velsæmis tilfinningar unglinga vorra og máske
blindar þá svo að þeir sjá ekki að hið ljóta sé nokkuð varhuga-
vert.
Nú er það ekki svo að eg hafi á móti hreyfimyndum undir
öllum kringumstæðum. Sem sagt var á þessari áminstu samkomu
sýnd önnur hreifimynd, sem hafði verulegt mentalegt gildi, og var
þar að auki skemtileg og falleg. úr því nú slíkar myndir eru til,
virðist ekki ókleift að velja þær góðu, en hafna þeim ljótu. Satt
er það, orð liggur á því að þeir, sem myndir sýna, hafi ekki vel
frjálsar hendur með valið, heldur verði þeir að taka myndirnar i
flokkum, sem þeir er myndirnar eiga skamta sjálfir. Ekki er mér
kunnugt hvert þetta er sannleikur eða ekki. En hitt er satt, að ef
almenningsálitið setli sig á móti siðspillandi myndum og almenn-
ingur hafnaði þeim ineð því að sneiða hjá þeim í stað þess að
sækja þær hvað bezt, þá og þá aðeins, myndu aðrar betri verða á
boðstólum.
En hver á að skapa almenningsálitið? Það gjörir þú tilheyrandi
minn, og það gjöri ég, hver í sínu umhverfi. Og hjálpi Guð til að
vér berum lán til, að hver og einn okkar hafi aðeins holl áhrif í
þessum efnum.
Það er ekki af sérstökum illvilja til hreyfimynda að ég hefi
tekið þær til dæmis. Það hefði alveg eins vel mátt nefna stjórnlaust
ferðaflakk, danssamkomúr, eða hverja aðra skemtun sem er gálaus
og gáskafull. Og í öllum tilfellunum er það fremur misbrúkunin
en tegund skemtunarinnar sem er varhugaverð. En ef tilraun er
gjörð að ráða bót á því sem að er, má ekki gleyma því, að ekki þarf
siður að beita nærgætni og lipurð, en einbeitni. Ekki er heldur víst
að nóg sé að ráðast á einhverja siðspillandi tegund skemtana, og
vísa henni á bug, án þess þó að gefa aðra betri í staðinn, því einnig