Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 33
31
í þessu lilfelli gæti svo l'arið, að hinn útrekni illi andi sendi sjö
aðra sér verri, sem gerðu síðara ásigkomulagið verra hinu fyrra.
Er þetta spursmál, sérstaklega það livað gefa skyldi i staðinn,
svo yfirgripsmikið, að ekki er mögulegt að fara út í það hér, og verð
eg því að skilja við þá hlið málsins.
Síðan eg gekk i kvenfélagið, hefir það að sækja fundi þess verið
mér uppspretta mikillar og sannrar ánægju. Þar hefi eg orðið að-
njótandi svo mikillar gestrisni, hlýleiks og margskonar velvildar,
sem mest má verða. Sama hefi eg heyrt fjölda félagssystra minna
segja. Hafa því kvenfélagsfundir ómetanlegt gildi fyrir mig og
fleiri.
Þó er nú eitl i sambandi við fundina sem mig langar til að
vekja máls á, ekki til aðfinzlu, heldur til umhugsunar, og það er
þetta: Mér finst að konurnar, senr bjóða fundunum lieim lil sín
leggi vanalega alt of mikið á sig í sambandi við þá. Þær veita svo
ríkulega og rausnarlega að nærri er um of. Enda hefi eg þekt til
þess, að konur sem mjög stórum heimilum hafa að sinna, eða konur
sem farnar eru að eldast og lýast, treysta sér ekki til að bjóða heim
fundunum af því fyrirhöfnin sem þeim fylgir er svo mikil. Ekki
er út á það að setja sem liggur til grundvallar fyrir því að vilja
taka svo stórkostlega vcl móti fundarkonum. Það er ósvikin ís-
lenzk gestrisni. En keyri hún úr hófi kemur hún ekki að tilætluðum
notum.
Eg hefi þegar lítillega tekið það fram, að æskilegt væri, og
mögulegt að spara tíma á sumum sviðum kvenfélagsstarfseminnar,
en nota hann á öðrum sviðum. En hvernig ættum vér ]>á helzt að
nota þann tíma, og aðrar aukastundir sem vér getum gel'ið til
félagsstarfa?
Fyrst það er aðal tilgangur kvenfélaganna að stuðla að kristi-
legum framförum og þroska, og fyrst kristilegt líl'erni er ávöxtur
andlegs lífs, finst mér að við þurfum að einhverju leyti að snúa
okkur heint að andlegum efnum, okkur til uppbyggingar. Auðveld-
asta leiðin til árangurs er sjálfsagt sú að nota blöð og bækur sem
fjalla um kristileg félags- og velferðarmál, sem nú eru uppi á ten-
ingnum. Til þess að afla sér fróðleiks i þeim efnum, þyrfti hver
okkar að taka sér ofurlílinn tíma til lesturs, daglega, vikulega, eða
hvernig sem kringumstæðurnar helzt leyfa, en reglubundinn tíma,
hvað afskamtaður sem hann hlyti að vera. Þó er aðgætandi að
bækur og blöð eru mismunandi að verðleikum, og því nauðsynlegt
að vera vandlátur með valið. í því að velja heppilega gætu lelags-
systur hjálpast að, og eg efast ekki um að prestar vorir, sem eðli-
lega eru mikið kunnugri þessum málum en við erum, myndi vera
lúsir að leiðbeina oklcur.
Fullviss er eg um það, að ef við gerðum verulega tilraun til
þess, gætum við hagað vanalegum fundarstörfum okkar á enn hag-