Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 35
33
uð á leið.” Þess vegna megum við ekki gera okkur ánægðar með
að hjakka í sama farinu, heldur notfæra okkur það tækifæri til
framfara sem sambandið getur haft í för með sér. Hver sú mann-
eskja sem starfar, hlýtur að liafa persónulega reynslu fyrir því að
“margar hendur vinna létt verk.” Því skyldi ])á ekki samband fél-
aganna hljóta að lyfta undir með starf vort. Annað máltæki segir:
“Enginn má við margnum.” Sá sannleikur gefur góða ástæðu fyrir
því að kvenfélögin öll í sameiningu leggist á eina sveifina með að
koma hugsjónum sínum á framfæri.
Aðal gagnsemi sambandsins myndi þá koma frá þingum þess,
sem ákveðin hafa verið í sambandi við kirkjuþingin. Þau þing
gætu orðið til mestu uppbyggingar, og regluleg uppspretta heilnæmra
andans strauma, sem erindrekar myndu flytja hver heim til sín,
svo framarlega sem við allar vinnum að því af lífs og sálar kröftum.
Eitt verðum við að taka til greina. Það er okkar eigin með-
fæddi og sífylgjandi ófullkomleiki. Margt gott verk hefir verið
byrjað, en orðið til Htils gangs, af því skarpskygni, fyrirhyggju,
dugnað og einbeitni hefir vantað til að leiða það l'arsællega til
lykta. Því er ver, við megum Hklegast búast við að stundum snúist
járnið í hendi okkar, svo að árangur vinnu vorrar verði hvorki eins
glæsilegur né eins mikill og við hefðum óskað. Samt megurn við
ekki undir neinum kringumstæðum reynast hugsjónum vorum ótrú-
ar með því að gefast upp.
Mig langar að segja frá ofurlitlu atviki. Það hefir lengi verið
ein af vonum mínum að drengirnir mínir yrðu söngmenn. En ennþá
hefir ekki borið á sönghæfileikum hjá neinum þeirra. Einn góðan
veðurdag vorum við við messu og þeir drengirnir, sem læsir eru,
höfðu sálmabækur sínar að vanda, og fylgdust með orðunum.
Heyrði eg ])á alt í einu að einn þeirra er farinn að syngja hátt, en
af töluvert meiri áhuga en list. Ekki skal eg ábyrgjast að hann
hafi náð laginu rétt, en þó svo, að vel mátti heyra hvað liann var
að fara. Hve fagurlega þessi tilraun hans, þó hjáróma væri, hljóm-
aði í eyrum mér get eg ekki lýst, né hvað mikið hún gladdi mig.
Datt mér þá í hug: Máske Drottinn sjálfur gleðjist svona, þegar
hann sér einlæga viðleitni barna sinna að gera hans vilja, hversu
ófullkomin sem sú viðleitni lcann að vera. f þvi trausti að svo sé
skulum við, Hin Sameinuðu Kvenfélög, hiklaust taka okkur fyrir
ákveðið verk i víngarði hans, halda okkur að því án sérhlífni, og
íela honum árangurinn með þcssi bænarorð i huga.
Gef mín störf til góðs æ leiði,
gef þau út þitt ríki breiði.
Þökk fyrir góða áheyrn.