Árdís - 01.01.1933, Síða 37
35
nokkur foreldri geta óskað sér.— Þetta barn hefir mikið verk að
vinna: Annaðhvort eykur það gleði hinna einmana foreldra sinna,
eða veldur þeim óumræðilegs sársauka. Áhrif Jjess verða annaðhvort
til að inýkja og græða eða til að herða og særa.—Þetta litla barn
kallar; það kallar til i'öður eða móður þegar þau finna mest til þess
hve einmana þau eru. Það biður þau að starfa, starfa fyrir einmana
og allslausu börnin, sem þau þekkja til. Það eru svo mörg börn, scm
enga foreldra eiga, og mörg fleiri börn, sem eiga þannig foreldra, að
þau væru ekkert ver stödd þó þau ættu enga. Og litla barnið, sem
aldrei fæddist biður alt einmana í'ólk að hjálþa einmana börnunum.
Þá gleymist einstæðingsskapurinn; munaðarlausu börnin taka á sig
mynd litla barnsins, sem aldrei fæddist.
II.
Næst fór eg í herbergi sem snéri móti vestri. Nal'n þess var
“Endurminning.” Þangað skein kvöldsólin og gullnir geislar hennar
fyltu það með undurfögrum ljóma. Þar svaf “litla barnið sem dú.”
Það er aðdáanlega hrífandi, undur fagurt.—Barn, sem verður alla tið
barn—barn, sem aldrei vex upp.-—Má eg segja ykkur stutta sögu, sem
sunnudagsskóla kennarinn minn sagði einu sinni? Sagan er svona:
Fjárhirðir átli erfitt með að koma hjörðinni yfir mjóa brú, sem lá
yfir tært vatnsfall; hinum megin voru indælir hagar, þangað varð
hjörðin að ná. Loks tók hirðirinn eitt litla lambið, bar það i fangi
sér yfir brúna. Móðir þess kom umsvifalaust á eftir hunbinu sínu og
lienni fylgdi svo öll hjörðin.—Þessi frásaga hefir mér oft komið i hug
þegar eg hugsa um “litla barnið, sem dó.”—Og þetta elskulega, litla
barn hefir mikið verk að vinna.
Við munum frásöguna um Josephine Butler:—Foreldrarnir voru
i skemtiferð um Evrópu og litla dóttirin slcilin eftir heima. Loks
koma þau heim—vagnskrölt heyrist—dyrnar opnast—litla stúlkan
hleypur að stiganum—myrkur—dettur—eitt sárt hljóð og svo—
þögnin. Við inunum hve átakanlega móðirin lýsir þessari heimkomu,
hvernig mörg ár liðu og hún var yfirkomin af sorg og vonleysi. Þar
til loks að litla dána stúlkan hennar kallaði hana til starfs, til að
helga líf sitt öllum vinalausum stúlkum, sem höfðu vilst af leið.
Allir, sem þekkja starf þessarar miklu konu, þakka Guði fyrir “litla
barnið scm dó.”—Gleymum því ekki að þetta litla barn kallar,—um
hvað er það að biðja? Ekki um tár, hcldur um þjónustu.
III.
Næst kom eg í herbergið, sem snéri móti suðri. Þar var yndis-
lega bjart, þar naut hádegissólar. Nafn þess er “Rauuveruleiki.” Þar
sval’ litla barnið, sem lifir. Hvað hann er skemtilegur og aðlaðandi.
Mig furðar ekki þó fólk hafi spurt “hvaða efni er í litlum drengjum?
En öll svörin eru skökk. Það er aðeins þrent, sem þessi litli stúfur
samanstendur af: forvitni, framgirni og ímyndunarafl. Og allir
þessir eiginlegleikar verða honum til blessunar, ef rétt er á haldið.
Það var forvitni, sem leiddi landkönnunarmenn um ókunn höf og