Árdís - 01.01.1933, Síða 38
30
óþektar heimsálfur. Það er forvitni, sem leiðir vísindamenn og upp-
fyndingamenn til frægðar og frama; en vandfarið er með að hún leiði
i rétta átt. Þú mátt hreint ekki fyrirbjóða barninu að lít.a inn í skáp-
inn. Með því ert þú að hvetja það til að grenslast eftir hvað í skápn-
um sé. Þú verður að sannfæra það annaðhvort um það, að skápurinn
sé tómur eða að þar sé ekkert, sem geri honum nokkuð gott. Heim-
urinn á svo marga merkilega skápa. Og eg fullyrði að margir litlir
drengir og stórir drengir líka, hafa liðið skipbrot sökum þess að þeim
var fyrirboðið að líta í eitthvað af þessum skápum. “Líttu ekki á
skápinn!” “Hugsaðu ekki um skápinn” og “lestu ekkert um skáp-
inn,” hrópum við, þar til þeir eru orðnir svo forvitnir að hugurinn er
fullur af uinhugsun um skápinn og þeir hafa ákveðið að kynna sér
alt sem hann hefir að geyma.—Trúið mér, að hin leyndardómsfulla
list að leiðbeina hinum unga, er í því fólgin, að kenna þeim á réttan
hátt það sem þeir þurfa að vita um alla hina merkilegu skápa.
Hið sama mætti segja um framgirni barnsins. Hann þráir að
skara fram úr, litli drengurinn þinn; hann vill vinna sigur. Foreldrar
hans mega ekki liæla niður þá tilfinningu, þurfa heldur að leggja rækt
við hana. Þeir verða að beina huga hans til hæðanna, sem mest er
varið í að klifra. Benda á takmarkíð, sem hann þarf að stefna að,
sýna honum verðlaunin, sem dýrmætust eru.
Legðu rækt við ímyndunaraflið. Það er undursamlegt hvað litill
drengur getur imyndað sér: Hver klettur og hver gjá er full af
undra verum, ekki að óttast alt það hugsanaflug; það er Guð að tala
við barnssálina. Gerðu þitt til að það inegi haldast sem lengst.
Hugsum okkur hve ósegjanlega mikið fullkomnari þessi heimur
væri, ef þar væri ineira ímyndunarafl starfandi. Ef við, sem prédik-
um, ættum meira af þessum eiginlegleika barnsins, þá næðum við
betur til þeirra, sem við tölum við og gætum sagt fleira sem hjálpaði
þeim.
Hér hefi eg þá lýst drengnum þínum, litla barninu, scm lifir.
Gleymdu því ekki að hann samanstendur af þessu þrennu: forvitni,
framgirni, og ímyndunaral'li. Takist þér að eyðileggja forvitni hans
verður hann kaldur og kærulaus og kærir sig ekkert um að auka
þekkingu sína. Iif þú eyðileggur framþrá hans, máttu eiga það víst
að hann eyðir tíma sínum i iðjuleysi, stendur með hendur í vösum á
götuhornum. El' þú eyðileggur imyndunarafl hans hefir ]iú gert
honum ómögulegt að leiða samtíð sina á fegurri og bjartari brautir.
Þið forehlrar, sem því láni eigið að l'agna að þetta litla barn hafi tekið
bústað hjá ykkur, ]>ið eigið mikið að þakka. Þið hafið reynt sælu
himnaríkis, en gleymið ]iví ekki að mikil ábijrgð fylgir þeirri sæln.
IV.
Aðeins eitt herbergi er eftir, það heitir “Von”. Það snýr inóti
austri; morgunsólin skin þar, geislar hennar vefja alt í draumkendri
fegurð.—Þarna sefur fjórða barnið: “litla barnið sem koma á.”
Yndislegt barn er það, þetta litla barn, sem á að koma!