Árdís - 01.01.1933, Síða 40
38
Gjörðabók hins áttunda þings Bandalags
lúterskra kvenna
forseta
Þetta er hið áttunda þing hins sameinaða kvenfélags, og vil eg
því, eins og venja hefir verið í félagi voru, minnast þess með örfáum
orðum.
Framfarirnar hafa ekki verið stórstígar, sem varla er að búast
við, en þeir sem hat'a fylgst með starfi voru hafa veitt því eftirtekt
að félag vort hefir þroskast ár frá ári; áhugi fyrir því vaknað, fundir
þess verið frábærilega vel sóttir, fyrirlestrar lærdómsríkir og upp-
byggilegir verið fluttir. Eins og við vitum, samanstendur þetta
félag af safnaðar kvenfélögum kirkjufélagsins, félögum, sem að
kristilegri starfsemi vinna. Hefir það því tekið ó dagskrá sína þau
mál, sem næst standa þeirra verkahring.
1. Kristileg uppfræðslumál.
2. Uppeldismál.
3. Bindindismál.
4. Friðarmál.
Þótt eg leiði athygli yðar sérstaklega að þessum málum, þá er
ekkert þjóðfélagsmál, sem leiðir að heill einstaklingsins, kristnum
kvenfélögum óviðkomandi.
Enn sem komið er hel'ir kristindóms uppfræösla verið aðal verk
félagsins. í þrjú sumur hefir félagið sent stúlkur til þriggja prest-
lausra safnaða norður við Manitobavatn og eitt sumar til Árnes, í
prestleysi þar, til að halda kristindóms námskeið meðal unglinga.
Félagið hefir verið sérstaklega heppið að fá til þessa starfs mikil-
hæfar mentaðar stúlkur, með mikilli æfingu í sunnudagsskóla
kenslu. Finnur félagið, og allir er að þessu standa, sig i mikilli
þakklætisskuld við þær. Starf þeirra hefir borið frábærlega góðan
árangur. í sambandi við ]>etta starf vil eg vísa til ýtarlegrar skýrslu
sem Mrs. Thjóðbörg Henrickson hefir samið um þetta starf.
Því miður get eg ekki fært þinginu þær gleðifréttir að nú til-
heyri öll kvenfélög kirkjufélagsins þessari sameiningu, því enþá
eru nokkur sem ekki hafa fundið hjá sér köllun til að vera með,
en vonandi líður ekki á löngu að svo verði. Hefir þeim öllum verið
skrifað ]>ví viðvíkjandi nýlega.
Uppeldismál. Það er eitt af vorum aðal mólum, og ó flestum
])ingum höfum vér tekið einhvern lið þess til umræðu. Ættum vér
að leitast við að ræða öll þau áhugamál sem vér eigum, ekki sist