Árdís - 01.01.1933, Page 43
41
þjóða og einstaklinga. Á yfirstandandi tíma sitja nú á þingi í
Lausanne stjórnmálamenn þjóða, og tala um takmörkun herbún-
aðar. Fyrir ári síðan voru sendar út bænaskrár um alt Canada við-
víkjandi takmörkun herbúnaðar. Fékk eg nokkuð af þessum bæna-
skrám frá “The League of Nations Society” í Ottawa. Var þeim svo
útbýtt til hinna ýmsu kvenfélaga. Þúsundir af nöfnum komu til
okkar sem voru svo send til Ottawa. Almenningsálitið er hin inesta
hjálp fyrir alþjóða bandalagið. Ættu því allir að kynna sér starf
þess, hugsjónir og framkvæmdir.
Eg sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta að svo
stöddu. Legg félagsmál vor öll í yðar hendur, kæru systur, og er
þess fullviss að vér verðurn samtaka að gera samverustundirnar
ánægjulegar og uppbyggilegar. Eg óska þess að vér víkjum aldrei
frá þeirri hugsjón að leggja fram það bezta sem vér eigum, og gætum
þess að gefa aldrei óæðri hugsurium rúm í huga vorum, svo ekkert
geti skygt á anda Krists í hjörtum vorum. Þá munum vér meðhöndla
öll áhugamál vor með hógværð og góðvild.
Legg eg svo mál l'élags vors í yðar hendur og bið góðan Guð
að leggja hlessun sína yfir þennan ársfund vorn.
—Guðrún Jolinson.
Ste. 1, Bartella Court, Winnipeg
4. júli, 1932.