Árdís - 01.01.1933, Side 51

Árdís - 01.01.1933, Side 51
Aukalög (1) . Tillag einstakra meðlima skal vera 50c. á ári. (2) . Réttindi: (a) Erindrekar skulu hafa rétt til að greiða atkvæði fyrir 25 meðlimi í hvers umhoði þeir mæta. (b) . Einstaklingar er gjörast meðlimir í'élagsins skulu hafa málfrelsi á fundum, einstaklings atkvæði, og rétt til að taka embætti í félaginu. Var þessi lagabreyting samþykt. Var næst tekið til umræðu hvert heppilegt væri að hreyta nafni félagsins þar sem fyrirkomulagi þess hefði verið hreytt. Nokkur nöfn voru borin upp til athugunar, þar á meðal nafnið, “Bandalag Lúterskra Kvenna.”.. Samþykti þingið í einu hljóði að velja það nafn. Næsl fór fram kosning í embætti. Voru þessar konur kosnar: Forseti—Mrs. Finnur Johnson. Vara-forseti—Mrs. R. Marteinsson. Skrifari—Mrs. B. S. Benson. Vara-skrifari—Mrs. O. Stephensen. Féhirðir—Mrs. H. G. Henrickson. Vara-féhirðir—Mrs. B. Bjarnason, Langruth, Man. Meðráðakonur—Mrs. S. Olafson, Arborg; Mrs. O. Anderson, Baldur; Mrs. E. Fafnis, Glenboro.. Mrs. Pétursson, Baldur, bar fram þakklæti gesta og erindreka fyrir ágætar viðtökur kvenfélags Fyrsta Lúterska safnaðar í Winni- Peg. Þar sem ekkert tilboð kom fyrir næsta þing var framkvæmdar- nefnd falið að ráða tíma og stað næsta þings. Var svo áttunda þingi Bandalags Lúterskra Kvenna slitið. FLORA BENSON, Skrifari.

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.