Árdís - 01.01.1938, Page 13

Árdís - 01.01.1938, Page 13
•$ll' GÓÐUR JARÐVEGUR (Erindi i'lutt á þingi Bandalags lúterslcra kvenna, 1938) Eftir Louise Gislason. Guðs orð er frækorn furðu smátt, Sem l'elst í hjartans leynum, En aftur getur orðið hátt, Ef að því hlúa reynum. Þegar eg var beðin að tala nokkur orð á j)essu þingi, þá heldur færðisl eg undan því, sagði að eg væri mjög óvön ræðuhöldum, og svo vissi eg ekki hvaða málefni eg gæti mögulega talað uin. Þá sagði vinkona mín við mig: “Það er hezt þú talir eitthvað um sunnudags- skóla málið, því það er næst hjarta þinu.” Eg fann að þetta var satt, og afréð því, að reyna að segja nokkur orð viðvíkjandi því máli. Eg býst ekki við að gela komið með nokkuð nýtt, skemtilegt né fróðlegt, cn eg vona, að þetta erindi mitt mætti verða til þess að vekja ykkur til umhugsunar um það, að einmitt i þeim víngarði er mikið verk að vinna. Mig tangar til að hvetja ykkur ál'ram og áminna ykkur, að sunnudagsskólastarfsemin þarf óskifla krafta okkar og bamir. Við þurfum að standa á verði og hlúa að þeim góða jarðvegi, sem okkur er fenginn upp í hendurnar, þvi það er enginn minsti vali á því, að uppskeran l'er eftir því, hvað mikið við leggjum í sölurnar í starfi voru i kristindómsfræðslu, fyrst á heimilunum og svo á sunnudags- skólunum. Starfseini vor á því sviði er hlekkur, sem bindur þá yngri við þá eldri, og þann hlekk má ekki brjóta. Á vorin sáum við í garðana okkar; við vöndum útsæðið og reyn- um að undirbúa jarðveginn. Svo þegar litlu plönturnar koma upp úr moldinni, þá tínum við illgresið, verjum plönturnar frosti, og gerum alt sem i okkar valdi stendur að hlúa að þeim, svo garðurinn inegi verða seinna okkur til gagns og gleði. Má nú ekki tilfæra þetta upp á sunnudagsskólana? Ekki ríður minna á því að vanda sig i þeim garði, ef uppskeran á að verða góð, og það er eg viss um, er einlæg ósk okkar allra. “Starfa með bæn og biðlund. Blessast þá alt þitt ráð; Vísl mun þeim vel er biður Veitast alt af náð.” Heimilin öll, undantekningarlaust, þurfa að hjálpa þessu máli áfrain. Ef vel á að ganga, þurfa börnin að njóta tilsagnar alla daga vikunnar. Það er ekki nóg að þeim sé sagt til bara á sunnudögum. 11

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.