Árdís - 01.01.1950, Qupperneq 9

Árdís - 01.01.1950, Qupperneq 9
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 7 stóðu, unnu óaflátanlega að því að hrinda verkinu í framkvæmd — og 1943 var heitt vatn leitt í þúsundir húsa í Reykjavík; og eru íslendingar maklega stoltir af þessu mannvirki, þjóðin er að „láta sitt land sjá margan hamingjudag“. Meira og meira er verið að læra að notfæra hverina, sérstaklega fyrir gróðrarhúsin sem framleiða nú allskonar grænmeti og máske með tímanum ýmsa ávexti. Vínber (grapes) vaxa í gróðrarhúsun- um, en þau eru afar dýr. Alt grænmeti er líka afar dýrt, og þó eru tómatar, blómkál og karrot á borðum daglega í Reykjavík. En mest undraðist ég yfir fegurð blómanna sem vaxa í gróðrar- húsunum og eru daglega til sölu í blómabúðum Reykjavíkur. Chrys- anthemums, smáar og stórar, carnations, sem þar heita Nellikur, gladiolur og rósir — þetta er íslands nýja skrúð. Alstaðar á götun- um mætir maður fólki með blómvönd í gegnsæum umvefjum sem eiga að færa heimilinu lifandi ilm. Jörðin er ótrúlega rík af gróðrar- efnum og blómin í listigörðum Reykjavíkur og Akureyrar eru frá- munalega falleg. Það fyrsta stórverk sem nú liggur fyrir landinu, er trjárækt. Víða um heim hafa löndin neyðst til að læra þá dýrkeyptu lexíu að ekki má eyðileggja gras og skóg án þess að landið beri síðar rneir ósigur, og hætti að framleiða það sem maðurinn þarf til lífs- viðurværis. Svo að nú er verið að tala og prédika skógarrækt: klæða landið aftur hinum litgræna, hlýja skógi. Síðastliðið sumar var nefnd frá Noregi sem ferðaðist um og rannsakaði möguleika í sam- ráði við íslendinga. Helzt hafa verið notaðar trjátegundir frá Noregi og Alaska og eru þær fluttar til íslands í flugvélum. Mér var það sérstök ánægja að fá tækifæri til að ferðast til Hallormsstaðar og sjá hinn fagra skóg þar. Ríkisstjórn íslands hafði boðið sínum heiðursgestum, Dr. Vilhjálmi Stefánssyni og frú og Guðmundi Grímsson dómara og frú að fara strandferð með „Esju“ og var áformað að koma við í kaupstöðum á suður, austur og r.orðurlandi þar til komið var til Akureyrar og þaðan að keyra til Reykiavíkur. Ferðin var yndisleg, veður yfirleitt gott, og fólk undi sér vnl á skipinu við ágætar máltíðir, ótakmarkað kaffi og skemt- un á kvöldin. Dr. Ófeigur Ófeigsson, sem áður var hér vestra við nám — var „Master of Ceremonies“ á ferðinni. Þegar við komum til Reyðarfjarðar var farið í land og upp í rútur (buses) sem svo lögðu á stað að skoða Hallormsstaðaskóg og gróðrarstöðina þar — þriggja tíma ferð hvora leið. Mér fannst er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.