Árdís - 01.01.1950, Page 15

Árdís - 01.01.1950, Page 15
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 13 með gestrisni og kærleika. Við skoðuðum heimilið og myndir, og TJtskála kirkju — og drukkum svo kaffi. Þegar kaffi drykkju var lokið var farið uppí bílinn og keyrt af stað að skoða Hvalsnes kirkju, sem tilheyrir Útskála prestakalli og er sérstaklega sögurík af því Hallgrímur Pétursson var þar prestur þegar hann var fyrst vígður. Hann mætti töluverðri mótspyrnu þar svo þjónustan var stutt; það var ekki fyr en hann náði meiri þroska og sneri um blaðinu og fór að þjóna Guði af lífi og sál og kröftum, að hann fékk sína viðurkenning hjá þjóðinni. En Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru sameiginleg eign og arfur bæði íslenzku þjóðarinnar og okkar Vestur-Islendinga. Útskála prestakall er á suðurrönd íslands, nokkurskonar „Lands End“ eins og á Englandi, en útsýni er víðáttumikið og fagurt. Landbúnaður mikill í þessari syðstu sveit landsins, og þennan dag var verið að heyja og hirða eftir beztu getu. Alstaðar voru gripir að seðja hungur sitt eða að hvíla sig í ró, eins og nautgripa er vani. En á hinn bógin er hafið, sem er uppspretta þess fiski auðs sem ísland reiðir sig á árlega. Síld hefir brugðist að miklu leyti nú í fimm ár, en senn kemur auðurinn aftur — með Guðs vilja. Landið eyddi miklu af sínu láni, (Marshall aid) í að kaupa togara og útbúnað af nýjasta tægi, því landar vilja ætíð hið bezta — en síldin hefir hulið sig og skuldir eru miklar. En biblían kennir okkur, og náttúran endurtekur — að alt tekur enda og að eftir nokkur mögur ár, kemur góð vertíð og aftur verður fiskað. Þeir sem leita út á mið íslands eru að „auðga sitt land og efna þess hag.“ ☆ ☆ ☆ ☆ Ég átti afmæli 28. ágúst og stóð það til að ég legði á stað þann dag með flugvélinni frá Keflavík áleiðis til New York. En þegar ég kom á skrifstofuna til að leggja inn farmiða minn, var farið fram á við mig að býtta við Vestur-íslending sem gjarna vildi komast burt þennan dag, en hafði sjálfur farmiða fyrir 30. ágúst. Ég var als ekki viljug fyrst að breyta minni fyrirætlan, en spurði samt: „Hver er þessi maður?,, “Það er prestur, séra Sveinbjörn Ólafsson frá Bandaríkjunum“, sagði stúlkan. Þá blíðkaðist ég og sagði ungfrúnni að gera breytinguna. Gat þess að ég hefði þekkt móður hans að öllu góðu. Svona atvikaðist það að ég átti afmælisdag á feðrastorðinni sem mig hafði aldrei dreymt að ég myndi sjá. Ég var gestur á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.