Árdís - 01.01.1950, Page 25
Dagur á Betel
Efiir Mrs. ÁGÚSTU TALLMAN
Þetta er fimtudagsmorgun, bjartur og fagur. Við drögum upp
gluggatjöldin. Sólin speglar sig í vatninu og sendir ylríka geisla sína
á elliheimilið á vatnsbakkanum. Hvílík dýrðarsýn fyrir þá sem
sjónina hafa ! — Vökukonan fer nú að hvíla sig, verk hennar á
kvöldin hefst með því að hún færir öllu vistfólki, kalda eða heita
mjólk eftir því sem það óskar. Á nóttunni fer hún hljóðlega frá
einu herbergi til annars að hlúa að þeim sem sjúkir eru; einnig
lýtur hún inn til allra á tveggja kl. tíma fresti ef það skyldi þurfa
einhvers með.
Fólkið er nú að koma á fætur. Skuggabaldri gamla — sóma
kettinum — er hleyft inn. Menn fara að gá til veðurs, það þarf
að athuga frostmælirinn, og „Barometerið“ því margir af vist-
mönnunum hafa verið sjómenn. Svo þeir verða að vita um veður
útlit.
Nú hringir borðbjallan til að kalla á fólk til morgun verðar.
Kærkominn hljómur í eyrum þeirra sem snemma fóru á fætur.
Allar máltíðir og annað er reglubundið og á sama tíma alla daga.
Nokkru síðar er aftur hringt klukku sem kallar til lesturs.
Húslestur er lesinn sálmar sungnir og að endingu lesið sameiginlega
Faðir vor. — Það sem fram fer í setustofunni heyrist nú um alla
bygginguna gegnum há-talaranna sem herra Halldór Sigurðson
gaf heimilinu síðastliðinn vetur. Er það mikil blessun fyrir þá
sem ekki komast ofan í lestrar salinn.
Að lestri afloknum fá allir fyrirmiðdags kaffi: Nú byrjar
athafnalíf dagsins fyrir alvöru, þeir sem hraustari eru hjálpa hinum
lasnari t.d. með að skreppa í búð til að kaupa eitthvað smávegis.
Starfsfólkið fer nú að vinna af kappi hver við sína vinnu.
Frá eldhúsinu leggur angandi matarilm því nú líður að mið-
dagsverðartíma. Klukkan hringir — allir setjast til borðs — borð-
bæn er lesin á íslenzku. Að máltíðinni lokinni leggjast allir til
hvíldar fyrir tveggja tíma bil. Þegar komið er á fætur er drukkið
eftirmiðdags kaffi. Fólk spyr hvert annað hvert presturinn hafi
komið. Já séra Sigurður Ólafsson prestur Selkirksafnaðar, er kom-
inn til að flytja guðsþjónustu og eiga svo tal við fólkið meðan tími