Árdís - 01.01.1950, Page 26
24
ÁRDÍ S
gefst. Hann kemur einusinni í hverri viku síðan prestlaust varð
á Gimli. Komur hans á þetta heimili færa öllum sem hér eiga
heima mikla blessun, og skilja við þá styrkari og öruggari. — Nú
líður síðari hluti dagsins, máske nokkrir gestir séu komnir að
sjá sína, ef til vill eru sumir þeirra komnir langt að. Slíkar heim-
sóknir lifa lengi í endurminningunni.
Mikil eftirvænting er ætíð þegar von er á heimsókn frá Kvenn-
félögum. Konurnar koma þá með kaffi og sælgæti — Svo er sungið
og lesið upp og skemt sér sem best. Oft færa konurnar gjafir
stofnuninni eða einstaklingum.
Nú líður að kvöldmatartíma — enn er sest að borðum. Eftir
máltíðina safnast fólk saman í setustofunni á miðloftinu, og Jónas
Björnsson, vinnumaður heimilisins les sögur upphátt til mikillar
gleði fyrir alla. — Jónas lokar bókinni — hver og einn fer til her-
bergis síns. Allir sem vilja fá heita mjólk undir svefnin.
Við göngum hjá herbergisdyrunum og heyrum tvær elskulegar
konur syngja íslenzkan kvöldsálm — og lesa kvöldbæn segja svo
„Guð gefi þér góða nótt.“
Húsið er hljótt — alt hljóðskraf er hætt og vissulega umvefur
friður Guðs gamalmenna heimilið Betel.
☆ ☆ ☆ ☆
Ef elnhver annar hefði skrifað ofaskráða grein, hefði ekki verið fariS
framhjá því hve mikin þátt að húsmóðurin á Betel á I því að gera hvern dag
gleiðríkann. Má það með sanni segja um Mrs. Tallman, ekki síður en fyrir-
rennara hennar. —Ritst.
„Nú veit ég að ellin er engum köld
sem eygir hugsjónalönd
því þar á æskan og vorið völd
þar verður hver sælustund þúsund föld
og andinn á engin bönd“.