Árdís - 01.01.1950, Page 27
Heimsókn ó Borg
Efiir LAUGU GEIR
Það var einn virkan dag að ég heimsótti elliheimilið Borg á
Mountain. Þegar ég hafði komist inn úr stóru dyrunum stanzaði
ég snöggt. Hvar mátti ég stíga? Alt var svo hreint og fágað eins
og aldrei hefði neinn stígið á gólfið. Datt mér í hug að alt heimilis-
fólkið hefði flutt í burtu. Nei ekki hann Helgi með hamarinn. Hann
er ætíð að finna á fyrsta gólfi með hamar eða sög í hendi. Hann
gerir við alt sem aflaga fer, og honum er það að þakka að altaf
er hlítt á Borg „Þó vetrar geisi stormur stríður“. Hann er maður
sem hjálpar til með rúllupylsur. Það veit ég því um jólin heyrði
ég matreiðslukonuna skipa honum að sitja á einhverju fargi sem
hún hafði sett á pylsu sem honum var ættluð, en fargið var of
létt sagði hún. Hann þver neitaði að gera þetta, sagði að sér
væri ekki til setu boðið ! — Þannig var það nú, því hann og
Sveinn vóru í mestu önnum við að smíða hillur.
Ég hafði mig inn í skirfstofu þar sem forstöðukonan sat við
skriftir og gerði reinkingsskap yfir ráðsmensku sinni. — „Hvernig
gengur það nú Gunna mín“ segji ég „Ó bærilega, nokkrir eru með
kvef svo ég þarf að gæta þeira á nóttunni“. „Þarft þú aldrei að
sofa?“ spurði ég. „Ó jú“, segir hún „við Ólína reynum að vitja
um alla að minsta kosti einusinni að nóttunni.“ Ólína Pálson er
aðstoðar forstöðukona, þessar konur, í hvítu búningunum sínum
minna mig á vermdar-engla sem vaka yfir velferð annara.