Árdís - 01.01.1950, Page 45

Árdís - 01.01.1950, Page 45
Kærkomnir gestir „Aldrei hefi ég þekkt konu, sem er eins mikill höfðingi í lund eins og frú Bentína Hallgrímsson“, sagði ein fornvinkona hennar frá Argyle við mig. Þau hjón voru annáluð fyrir gestrisni og höfðings- skap. Byggðarfólk laðaðist að heimili þeirra, það stóð þeim jafnan opið; það þótti og sjálf- sagt að utanbyggðar gestir dveldu á prestsetrinu. Börnin voru fimm og annríki mikið, en gestir voru samt ávalt hjartan- lega velkomnir, og hversu ó- hentugur sem tíminn var, er þá bar að garði, var húsmóðirin jafn ljúf og broshýr í viðmóti. Á heimilinu var svo mikil gleði og þar ríkti svo yndislegt sam- ræmi, að öllum þótti gott að koma þangað, og þaðan fóru þeir endurnærðir á líkama og sál. Ég gat heldur ekki annað en dáðst að því, hve henni fórst alt heimilishaldið myndarlega úr hendi. Frú Bentína er gædd næmri fegurðartilfinningu; það var ekki einungis að máltíðirnar væru ljúffengar, heldur framreiddi hún þær svo fallega og smekk- lega að til fyrirmyndar var. Hún er gefin fyrir blóm og prýddi heimili sitt, bæði inni og úti, með fögrum blómum. Ég minnist hennar þegar ég sé trjágróður undir veggjum íslenzku kirknanna í Argyle; hún beitti sér fyrir ræktun hans. Frú Bentína má ekkert aumt sjá án þess að vilja líkna; það var eins og manni létti við hlýja handtakið hennar og við að finna ríka samúð hennar umlykja sig. Hún var önnur hönd mannsins síns, eins og hann sagði svo oft sjálfur. Hún kendi sunnudagaskóla, starfaði með ungmennafélög- unum, kendi ungum stúlkum hannyrðir og var forseti kvenfélags- ins um langt skeið. Hún átti stóran þátt í því, að skipuleggja mót-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.