Árdís - 01.01.1950, Qupperneq 48

Árdís - 01.01.1950, Qupperneq 48
Brot Það var aðfangadagur jóla — hinna fyrstu jóla sem Gloria lifði í þessu landi. Hún var ein í hópi þeirra kvenna sem giftust Canadískum hermönnum á Englandi og hafði komið til þessa lands fyrir nokkrum mánuðum og var nú farin að venjast umhverfinu og horfði örugg til framtíðarinnar. En þó var einhver órói í sál hennar þennan dag. Nú voru jólin að koma, rökkrið var að færast nær. Hún var ein heima og stóð við gluggann og horfði út og virti fyrir sér snjókomuna. Hægt og hljóðlega féll snjórinn; ábreiðan hvíta sem huldi svörð jarðar var nú orðin voðfeldari og hýrri en áður. Alt var að verða svo hvítt og hreint fryir jólin — alt sem snjórinn var megnugur að hylja og breiða yfir hina hvítu blæju. Hugur Gloriu hvarlaði heim til ættlandsins. Hún mintist atviks fyrir tveimur árum stuttu fyrir jólin: Hún var í heimsókn hjá frænku sinni á írlandi, á höfninni lágu nokkur Canadísk skip. Hópur sjóliða voru í landi; þeir voru að virða fyrir sér útsnýnið og dáðst að veðrinu. Alt var fagurgrænt veðrið milt og stilt. Þeim barst til eyrna söngur, nokkur írsk börn voru að syngja eins og venja þeirra var, fengu svo fáeina skildinga fyrir. Piltarnir Cana- dísku staðnæmdust og hlustuðu, börnin sungu: „I’m dreaming of a white Christmas“ engin börn syngja betur en börnin á írlandi, þau sungu sönginn til enda. — Það snart Gloriu einkennilega að sjá fleiri en einn hinna ungu manna þurka tár sem læddist niður kinnar þeirra. Þeir gerðu það þannig að láta síst á því bera því æskumönnum er ekki gjarnt að bera tilfinningar sínar á erminni.— Svo sá hún þá halda leiðar sinnar og hverfa út í rökkrið. Þessi jól voru þá hennar fyrstu „hvítu jól“. Nú mintist hún með hrifningu hve henni fanst hinn græni grassvörður heima hafa angað, hve mikla hlýju hafði lagt úr jarðveginum á liðnum jólum. Henni fanst það mundi taka sig langan tíma að venjast þessari snjóbreiðu — það var svo ervitt að samrýma kuldann og jólin. Hún hrökk upp frá þessum hugsunum, þvílík heimska að hugsa um slíkt hvaða mismun ætti umhverfið að gera, alt ætti að vera komið undir hinu innra hugarástandi. Sjálf hafði hún kosið þessa breytingu hún hafði verið fús að fylgja elskhuga sínum til endimarka heims. Bráðabyrðar heimili hennar var á heimili
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.