Árdís - 01.01.1950, Síða 59
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
57
hjóna hvarf heim á æskuheimili sitt aftur eftir að hún hafði mist
mann sinn og dvaldi þar ávalt síðan. Vóru þær mæðgur sérstaklega
samrímdar alla æfi og með aðdáanlegum kærleik og nákvæmni
hjúkraði dóttirin móður sinni hina síðustu mánuði þegar kraftar
tóku að dvína.
Með þessum fáu minningar orðum vilja félagssystur og vin-
konur Sigríðar Tergesen vefa lítin minningarsveig og leggja á gröf
hennar sem þakklætis og virðingar vott. Þær þakka guði fyrir
áhrif hennar og starf.
Hvíl í Guði — góða nótt.
—INGIBJÖRG J. ÓLAFSSON
Ég sé þig, Guð, í sólargeisla ljóma,
ég sé þig, Guð, er stjörnubirtan skín,
ég sé þig, Guð, í bikar vorsins blóma,
í bládögg hverri lýsir dýrðin þín.
Ég sé þig, Guð, í silfurskærum bárum,
ég sé þig, Guð, í kristalstærri lind,
ég sé þig, Guð, í sorgardjúpum tárum,
og sál mín geymir ljós frá þinni mynd.
Og rödd þín, Guð, sem bergmálsómur blíður
mér berst að eyrum, friðarmild og skær,
er himinblærinn hlýtt um vanga líður
og hafsins bylgja létt við ströndu hlær,
er ómar fuglinn út um geiminn bjarta,
og ungbarn hjalar vögguljóðin sín.
En innst og dýpst í helgri kyrrð míns hjarta
ég heyri ljúfust kærleiksorðin þín.
H. J.