Árdís - 01.01.1950, Síða 63
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
61
hendi, var þar ætíð unaðslegt inn að koma, þó húsið væri ekki
í nýtísku formi.
í kvenfélagsmálum byggðarinnar, tók Vilborg mikinn þátt,
og var að vanda liðtæk í bezta lagi. — Gestkvæmt var oft í
Framnesi, því Jón bróðir hennar var póstafgreiðslumaður, frá
því Framnespósthús var stofnað 1904, til 1922.—
Ég sem þessar línur skrifa, var ásamt konu minni og barni,
hjá þessari fjölskyldu, fyrsta veturinn minn í þessu landi (1902—
1903). Var það, sem við hjónin værum í foreldra húsum, ekkert
var of gott til okkar, frá þeirra hendi. — Geymum við hjartkærar
minningar allrar fjölskyldunnar til æfiloka.
Nú öllu er lokið ! — Ævi þín er liðin, þig alfaðirinn kallaði til
sín. í hópinn þinna, himneska 1 friðinn, þar hef ég von að sjá þig
vina mín.
—B. J. HORNFJÖRÐ
Margs er að minnast,
margt er að þakka;
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna;
Guð þerri trega-tárin stríð.