Árdís - 01.01.1950, Page 66
64
ÁRDÍ S
ODDNÝ GÍSLASON
1881 — 1949
Hún var fædd að „Flatatungu“ í Skagafjarðarsýslu á íslandi
17. sept. 1881. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason og Sæunn Þor-
steinsdóttir.
Árið 1883 fluttist fjölskyldan til Vesturheims og settist að í
grend við Hallson, N. Dakota.
Tíu árum síðar andaðist faðir
hennar, en móðir hennar og eldri
systkini bjuggu þar áfram til
ársins 1899 að þau fluttu til
Morden bygðar, og hér í þessari
sveit hafa spor hennar legið ætíð
síðan.
Systir hennar Anna Ingi-
björg og maður hennar Jón J.
Gillis fluttu hingað árið eftir, og
var Oddný sáluga á þeirra heim-
ili af og til. Hennar yndi var að
hlynna að báðum heimilunum.
Oddný sáluga var framúr-
skarandi vönduð og góð mann-
eskja. Sívinnandi og hress í
anda. Hún trúði á sigur hins
góða og lagði sig alla fram til
þess að styðja og hjálpa öðrum.
Hún elskaði kirkju sína og allan
góðan félagsskap og hafði yndi
af lestri góðra bóka.
Eftir dauða systur sinnar stjórnaði Oddný sáluga heimilinu og
var börnunum sem önnur móðir þar til Jón féll frél944. Eftir lát
hans fluttist hún til systurdóttur sinnar og manns hennar, Mr. og
Mrs. W. E. Ólafson, og á því heimili dó hún snögglega 2. júní, 1949.
Hún var jarðsungin 6. júní af séra E. H. Fáfnis frá Mountain N. Dak.
„Flatatungu“-systkinin voru fimm sem upp komust: Anna,
(Mrs. Jón S. Gillis) andaðist 1927, og Dr. Gísli G. Gíslason 1934.
Oddný Gíslason