Árdís - 01.01.1950, Page 70
68
ÁRDÍS
MINNING MÆTRAR KONU
Þann 30. júlí síðastliðinn lézt með skömmum fyrirvara frú
Oddný Johnson, Ste 11 Acadia Apts., hér í borginni, á fjórða ári
hins níunda tugar, fædd í Skógum í Axarfirði í Norður-Þingeyjar-
sýslu 6. október 1866. Foreldrar
hennar voru Einar Þórarinsson
og Sigríður Oddsdóttir, mæt
hjón og merk.
Daginn áður en andlát frú
Oddnýjar bar að, var hún alveg
eins og hún átti að sér, ástúðleg
í viðmóti og létt í spori; maður
gleymir ógjarna slíkum kon-
um, sem frú Oddný var; hátt-
prýði var henni auðsjáanlega í
blóð borin og fasmildin jöfn og
ótrufluð hvað, sem að höndum
bar; mér fanst kjörorð hennar
jafnan vera það, að láta gott af
sér leiða, að veita birtu og yl
inn í vitundarlíf samferðamanna
sinna, og þetta lánaðist henni svo afdráttarlaust, að eigi varð um
vilst.
Frú Oddný kom til þessa lands árið 1884, og þann 9. október
1886 giftist hún Guðjóni (William) Johnson frá Hjarðarfelli í Snæ-
fellsnessýslu, er lézt í marz-mánuði 1945; þeim varð margra mann-
vænlegra barna auðið; af þeim dóu fjögur á unga aldri, en hin, sem
lifa eru þessi: Nellie (Mrs. P. Thorlakson) Minnie (Mrs. P. Sveinson)
Lincoln Guðjón, Einar Leo, Helgi Elmer, Gladys Palmer, Eileen
Pridham og Pauline Johnson.
Frú Oddný var jarðsungin frá Fyrstu lútersku kirkju þann 4.
ágúst að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Valdimar J. Eylands
jarðsöng; við útförina söng tengdabróðir hinnar látnu, Alex John-
son, einsöng.
Um minningu frú Oddnýjar mun jafnan bjart verða
E. P. J.