Árdís - 01.01.1951, Blaðsíða 13

Árdís - 01.01.1951, Blaðsíða 13
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 11 allt sumarið. Ef til vill hefir hann ráfað um skógana, nlustað á kvak fuglanna og dáð fegurð náttúrunnar, máske jafnvel numið lífsspeki af þrælunum. Sagan getur ekki um það. En um haustið kom Ásmundur úr víking með flota af skipum er hann hafði unnið í hernaði. Er hann gekk til stefnu við Áslaugu voru handleggir hans hlaðnir hringum til axla. Hendur hans voru sverðbitnar, og sigg í lófum, en fingurgull á hverjum fingri. Hró- mundur hélt fram sínum höndum, drifhvítum og mjúkum, en Ás- laug sá þær ekki. Hún sá einungis hina glitrandi prýði á höndum Ásmundar er að boði hennar settist við hlið hennar í hásætinu. Hrómundar er ekki getið meir í þeirri sögu, en Ásmundur og Áslaug héldu brúðkaup sitt og lifðu vel og' lengi. Ekki skyggði það hið minnsta á hamingju þeirra hve mörg mannslíf hún hafði kostað. Slíkur var hugsunarhátturinn á víkinga-öldinni. Víkingar fóru ekki að lögum, þeir trúðu á mátt sinn og megin, og tóku" það er þeim leizt, án þess að sýna hina minnstu meðaumkvun með þeim er minnimáttar voru. Er kristna trúin kom til sögunnar breyttist hugsunarháttur- inn, en lengi vel náði sú breyting ekki til hinna undirokuðu lægi'i stétta. Hin fyrsta hreyfing til að bæta kjör alþýðunnar er sögur íara af kemur frá konu er uppi var um 1035. Við könnumst öll við nafn hennar úr sögunni, hún var Lady Godiva og er trúlegt hún hafi verið af norrænu bergi brotiri þar sem nafn bróður hennar var Thorold. Maður hennar var jarl í Coventry, harður í horn að taka og skattaði alþýðuna miskunnarlaust. Godiva komst við af neyð fólksins, og bað jarl oft og innilega að lækka skattana. Er jarlinn þreyttist á þrábeiðni hennar setti hann henni að lokum þann kost er hann bjóst síst við hún mundi ganga að. En meðaumkvun hennar með bændalýðnum var sterkari en vansæmdartilfinningin, og með sinni velkunnu reið í gegn um Coventry, vann Godiva líkn fyrir þegna manns síns. Saga þessi hefir geymst í meir en 900 ár svo stórkostlegt hefir það þótt að göfug kona legði við sóma sinn til að líkna ruddalegum vinnulýð. Síðan hafa margar konur fórnað lííi sínu á ýmsan hátt til að bæta neyð smælingjanna. Ein af þeim var Elizabeth Fry. Hún var af ríkum kvekaraættum og lifði í allsnægtum. Einn morgun á leið til kirkju sá hún hóp af afbrotamönnum hlekkjaða saman á öklunum með sterkri járnkeðju. Voru þeir að mylja grjót með þungum sleggjum. Henni rann til rifja hve eymdarlegt var útlit þeirra, og sú hugsun gagntók hana að einnig þeir væru Guðs börn, engu síður en velbúna fólkið, er streymdi fram hjá þeim í skraut-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.