Árdís - 01.01.1951, Page 14
12
ÁRDÍS
legum kerrum á leið til Guðs húss; og hún einsetti sér að minnsta
kosti að grennslast eftir aðbúnaði þeirra í fangelsinu.
Hið fyrsta fangelsi er hún heimsótti var hið illræmda Newgate
fangelsi í miðri London. Það var bygt á almannafæri til viðvör-
unar almenningi, og var girt járngrindum líkt og búr villidýra,
enda var fólkið inni fyrir meira líkt dýrum en menskum verum.
Spillingin og eymdin keyrðu úr öllu hófi. Mrs. Fry fékk leyfi
fangastjóra til að reyna að bæta kjör fanganna. Gerði hann það
mest til að losna við hana og bjóst eigi við miklum árangri. En
eigi leið á löngu áður en Mrs. Fry hafði komið á reglu þar sem
áður ríkti hin mesta óregla; og hið ógæfusama fólk naut fljótt
betri aðbúnaðar sökum tilrauna hennar. Fangastjórinn og bæjar-
ráðið gátu varla trúað sínum eigin augum er þeir sáu hve miklu
hún hafði til vegar komið á stuttum tíma, með áhrifum sínum á
fangana. Frægð hennar fór víða um lönd, og ekki einungis um
England heldur öll hin stærri ríki Evrópu, bættu fyrirkomulag í
fangelsum sínum samkvæmt ráðleggingum hennar.
Einn af hinum svörtustu blettum á sögu hvítu þjóðanna er
þrælasalan. Varla nokkurntíma hefir mannvonzkan sýnt sig í
hryllilegri mynd. Livingstone kallaði hana: „Hið opna sár heims-
ins“. Það liðu nærri tvö hundruð ár af stöðugri baráttu áður hægt
var að sannfæra hina hvítu kynslóð um að Svertingjar voru einnig
mannlegar verur með mannlegum tiltinningum og réttindum, og
þó ekki fyrr en frændur og vinir höfðu barist á banaspjótum í
þrælastríðinu í Bandaríkjunum. Ein kona, að minnsta kosti, tók
verulegan þátt í þeirri baráttu, Harriet Beecher Stowe, er með bók
sinni, „Uncle Tom’s Cabin“ og öðrum ritum átti drjúgan þátt í að
snúa almenningsálitinu Svertingjunum í vil.
Allir kannast við Florence Nightingale, kvenhetjuna miklu.
Það er óþaríi að endurtaka hér hið mikla og þarfa verk er hún
vann til að bæta hjúkrunaraðierðir og líkna hinum særðu.
Það eru ótal margar aðrar konur er hafa helgað líf sitt einu
og öðru góðu málefni jafnvel oft og tíðum lagt líf sitt í sölurnar
fyrir það máleíni. Franskar og rússneskar konur tóku mikinn þátt
í stjórnarbyltingum þessara landa er stefndu í þá átt að bæta kjör
hinnar undirokuðu alþýðu. Við dáum hugrekki þeirra og fórnfýsi,
en stundum ekki aðíerðir þeirra, sem hafa máske verið óhjákvæmi-
legar, þar sem við rótgróna harðstjórn og dæmalausa grimd var
að etja. Indverskar konur sýndu sama hugrekki í baráttu sinni
fyrir auknu frelsi í Indlandi, en aðferðir þeirra voru byggðar á
lífsskoðun Ghandi, er var náskyld kenningum Krists.
Það mætti vel einnig minnast hér á konur þær er fórnuðu
lífi sínu og kröftum á altari jafnréttinda fyrir konur, baráttu sem