Árdís - 01.01.1951, Blaðsíða 17
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 15
Mrs. Ásdís Hinriksson
Eftir SÉRA RÚNÓLF MARTBINSSON, D.D.
Sunnudaginn, 6. maí, 1951, kom
nokkur hópur fólks saman, á
heimili Mr. og Mrs. Sigfús Berg-
mann, er búa nokkrar mílur fyrir
sunnan Gimlibæ. Tilefnið var
það, að þá átti Mrs. Ásdís Hin-
riksson, frá elliheimilinu á Gimli,
móðir Mrs. Bergmann, afmæli.
Þann dag var hún 93 ára. Auk
afmælisbarnsins og heimilisfólks-
ins, voru þar komin: Mrs. Þjóð-
björg Henrickson, tengdadóttir
hennar; Mr. A. S. Bardal bróðir
hennar; tengdabróðir og systir
hennar, Dr. og Mrs. R. Marteins-
son, og nokkur fleiri skyldmenm
ásamt öðrum vinum.
Árdís hefir mætur á þessari
aldurhnignu konu og óskar eftir
nokkurri fræðslu um hana, og vil
ég nú leitast við að segja nokkuð
frá henni.
Hún er fædd að Svartárkoti í Bárðardal á íslandi, 6. maí, 1858.
Foreldrar hennar voru þau hjónin Sigurgeir Pálsson (síðar Bardal)
og Vigdís Halldórsdóttir. Þegar hún var 14 ára fluttist fjölskyldan
vestur í Húnavatnssýslu, og þar átti hún heima það sem eftir var
af veru hennar á íslandi. Árið 1883 giftist hún Gunnlaugi Hinriks-
syni frá Efra-Núpi í Núpsdal. Árið 1886 fluttu þau vestur um haf
og tóku sér bólfestu í Winnipeg. Þau komu með tvo syni, Hinrik
og Sigurgeir. Hinn síðari dó eftir stutta veru í Winnipeg; en L
þeirri borg fæddust þeim tvö börn, Vigdís (Mrs. Bergman) og
Jakob. Manninn sinn misti hún árið 1890.
Hvað var þá framundan fyrir hana og börnin? Jakob var tek-
inn í fóstur af föðurbróður sínum Jakob Hinrikssyni og konu hans.
Hjá þeim var hann í 10 ár, fór þá til móður sinnar, en Hinrik og
Vigdís voru hjá móður sinni til fullorðins ára.
Ekkja, efnalaus, með tvö börn til að annast, og ekki fær í máli
landsins. Ekkja hefir hún verið síðan. En hún átti skýra hugsun,
hugrekki, viljaþrek, ósérhlífni, einlægan kærleika til barnanna
sinna og sterka kristna trú. Hún hikaði sér ekki við harða vinnu,
Mrs. Ásdís Hinriksson