Árdís - 01.01.1951, Síða 18

Árdís - 01.01.1951, Síða 18
16 ÁRDÍS notaði vel þau tækifæri sem gáfust, og fór vel með þann litla arð, sem vinnan gaf henni. Að nokkrum tíma liðnum stofnaði hún gistihús og stjórnaði því svo vel, að það gaf henni sæmilegan ár- angur í nokkur ár. Seinna breytti hún nokkuð til; fólk hafði hjá henni heimili lengri tíma, jafnvel fleiri ár, og þetta farnaðist vel. Þrátt fyrir takmarkaðan fjárhag, ferðaðist hún, árið 1910, með Halldóri bróður sínum, til íslands. Hún hafði mikla unun af þessari skemtiferð. Á síðari árunum í Winnipeg, starfaði hún í djáknanefnd Fyrsta lúterska safnaðar, og í því starfi framkvæmdi hún allmikið af heimsóknum. Það verk lét henni einkar vel. Fólki þótti vænt um komu hennar og söfnuðurinn var ánægður með starfið. Árið 1915 hófst nýtt og merkt tímabil í æfi Mrs. Hinriksson, þá var hún kölluð til starfs á elliheimilinu, sem íslenzka Lúterska kirkjufélagið hafði stofnað, síðar nefnt Betel. Miss Eleonora Julius var fyrsta forstöðukona á því heimili, sem þá var í Winnipeg; en frá upphafi starfsins á Gimli, stjórnuðu þær heimilinu báðar, Miss Julius og Mrs. Hinriksson, í bezta samkomulagi. Þær skiptu með sér verkum þannig, að Miss Julius hjúkraði sjúklingunum og leit að miklu leyti eftir vistmönnum; en Mrs. Hinriksson annaðist mat- reiðsluna, sá um innkaup og tók við ráðagjörðum og fyrirmælum st j órnarnef ndarinnar. Mrs. Hinriksson starfaði 18 ár á Betel, og voru þau ár auðug af ávöxtum til góðs. Hún vann af mikilli elju, góðri ráðsmensku og óbrigðulli samvizkusemi. Heill heimilisins var henni fyrir öllu. Hún vissi, að það er öllu fólki til góðs að hafa eitthvað nyt- samt fyrir stafni, eftir því sem heilsan leyfir. Út frá þeirri hugsun kom hún á fót tóvinnu. Þar var kembt, spunnið og prjónað með mikilli ánægju. Það varð góður árangur af sölu þess sem búið var til og var það svo notað til að uppfylla einhverjar þarfir á heim- ilinu. Að daglegum morgunguðsþjónustum unnu þær báðar for- stöðukonurnar: Miss Júlíus las lesturinn, en Mrs. Hinriksson ann- aðist sönginn. Hún hafði góða sönghæfileika og kunni fjölda af sönglögum. Hún valdi sálmana og leiddi sönginn. Hún aðstoðaði einnig við aðrar guðsþjónustur. Eins og hún er söngelsk, er hún einnig ljóðelsk, kann sæg af fögrum íslenzkum ljóðum. Ég er sannfærður um að heimilisfólkið á Betel hefir að einhverju leyti notið þessara andlegu auðæfa hennar. Bæði Mrs. Hinriksson og Miss Júlíus lögðu mikla rækt við gesti, sem bar að garði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.