Árdís - 01.01.1951, Side 26
24
ÁRDÍS
„í dag er glatt í döprum hjörtum,
því Drottins ljóma jól“.
Neistinn sem myrkrið og kuldinn voru að kæfa blossar upp á
ný. Við töfraorðið „Jól“ breytist alt. Myrkrið hverfur og dagarnir.
sem áður voru svo langir og leiðinlegir, eru nú ekki orðnir nógu
langir til að koma í verk öllu því sem gjöra þarf fyrir jólin. Nú
gleymast smáleiðindi hversdagslífsins. Menn hætta að hugsa um
sjálfa sig og hugurinn hvarflar til vina fjær og nær. Hvernig get
um við sem bezt glatt þá um jólin?
Hað er sagt að þetta umstang og eyðsla, sem jólaundirbúningi
fylgi sé óþörf og um of. Getur verið að svo sé, því „vandratað er
meðalhófið“. Okkur er líka sagt, að við séum að strekkjast við að
gefa stórar og vandaðar gjafir bara til að fá betra í staðinn. Þetta
álít ég að sé ekki rétt. Við gefum það fallegasta og bezta sem við
getum vegna þess að við viljum sína vinum okkar að við metum
vináttu þeirra, en ekki til að fá betra í staðinn.
Jólakort eru annað sem sumir kalla óþarfa og vitleysu. Er
það óþarfi að láta vini sem fjarlægir eru vita að maður hugsar til
þeirra? Ef þú manst eftir þeim um jólin, þá manst þú líka þær
gleði- eða sorgarstundir sem þú lifðir með þeim og þá eru það
minningar sem þér eru kærar. Þegar þú færð ekki kort um jólin
þá veistu að þeir eru hættir að hugsa til þín og búnir að gleyma
samverunni.
Það er líka sagt, að við séum bara kristin á jólunum. Getur
það verið satt? Getur sá neisti góðvilja og elsku, sem mennirnir
auðsýna hver öðrum á jólunum sloknað svo, að hans gæti aldrei
endranær? Ég held varla. Ég kenni í brjóst um þá sem þannig
hugsa og þakka Guði fyrir að hafa verið svo lánsöm að þekkja
aðeins fólk, sem sýnir kærleika til náunga síns hvenær á árinu
?em er, ef að það veit að hann þarfnast hjálpar á einhvern hátt.
Nei, það eru ekki gjafir, sending jólakorta eða löngunin til að
hjálpa náunga okkar um jólin, sem okkur stafar hætta frá, því
þær hvatir koma frá hjarta hvers einstaklings og eru sprotnar af
löngun til að gleðja og minnast vina og kunningja og auðsýna
öðrum kærleika í nafni hans sem fæddist á jólunum. Hættan stafar
af því, að verið er að reyna að setja Santa Kláus í stað jólaboð-
skaparins. Um jólin verða minningarnar altaf skýrastar. Hvar
sem maðurinn fer hvarflar hugurinn heim um jólin því flestra
endurminningar eru um jólin, sem þeir mundu eftir sem börn.
Davíð Stefánsson yrkir: