Árdís - 01.01.1951, Page 42
40
ÁRDÍS
Minningarnar streymdu í huga minn, minningar sem hver
um sig mundi vera nóg efni í smásögu. Ég mintist fagurs vor-
morguns — það var sunnudagur. Við hjónin kölluðum á drenginn
okkar og gáfum honum úrið. Við vorum áreiðanlega eins ham-
ingjusöm yfir því að við gátum klofið þessa tiltölulega stóru útborg-
un eins og drengurinn var að fá úrið. Ég sá glaða svipinn, þakklætið
og aðdáunina, sá svo skýi bregða fyrir gleðina í svipnum, augun
næstum hrædd og sorgþrungin horfa á okkur: „Mamma! Pabbi!
JNú hafið þið gert of mikið fyrir mig. Þið hafið ekki efni á þessu?“
Svo sá ég heiðskíruna og sólskinið í augunum þegar við báðum
hann að njóta úrsins með góðri og glaðri meðvitund.
Hnappana fékk ég fyrstu jólin sem ég var heitbundin manni
mínum. Þeir voru jólagjöf frá honum, með gleym-mér-ei á hvít-
um emalínflöt. Fyrir sjö árum hafði ég látið þá í skyrtuermar
sonar míns, þá var hann fangi í þýzkum herbúðum. Ég þráði að
senda honum eitthvað sem hann vissi að væri mér dýrmætt.
Bréf fékk ég aldrei leyfi til að skrifa honum. Ég vissi að litla
blómið talaði sitt mál, mál sem þýzku fangaverðirnir ekki skildu.
Ég lagði úrið að eyra mínu, það gekk hægt og rólega, var
byrjað að mæla tímann aftur. Það lifði, lifði eftir öll þessi ár í
fanga- og herbúðum. Ósjálfrátt varð ég að spyrja sjálfan mig
um hvað úrið gæti sagt mér af ilsku, hatri og hefnd, af vonbrigð-
um, sorg og neyð, af vonum, vilja og sigri, ef það hefði getað
sagt sögu sína.
Ég leit spyrjandi á mann minn: „Það er til þín, þú átt að
bera það á meðan þú lifir“. Hann sagði mér að það hefði komið
með póstinum þá um kvöldið. Hann vildi bara ekki láta mig vita
um það íyr en allir voru komnir í ró. Ég lagði handleggina um
háls hans og þrýsti kossi á sorgmæddu augun. Hugurinn var svo
sár, svo sár — þó var ég hamingjusöm í sorg minni. Ég hafði
íengið táknið sem ég hafði þráð í öll þessi ár og þetta sama kvöld
beðið um að fá.
Ég vildi ekki yfirbugast af tilfinningum mínum í nærveru
manns míns — það gat verið nógu erfitt fyrir hann samt. Ég
þráði að sjá syni mína og gekk inn í herbergi þeirra. Þeir yngstu
sváfu vært og rótt, en um leið og ég hallaði hurðinni að dyra-
stafnum og kveikti lítið ljós opnaði elzti drengurinn augun. Hálf-
sofandi breiddi hann út faðminn á móti mér og hvíslaði jarðar-
innar fegursta nafni: „Móðir mín“. Hér var gott að vera. Hér
gat ég verið eins lítil og veik sem ég hafði þörf á. — „Mamma,
þetta er kveðja frá honum til þín. Það er þakklætisvottur fyrir