Árdís - 01.01.1951, Síða 44

Árdís - 01.01.1951, Síða 44
42 ÁRDÍS hún íslandi til stuðnings íslenzkum námsmönnum í Noregi. í sjóðina gaf hún lífsábyrgð eftir son sinn og svo fé sem hún aflaði með því að halda fyrirlestra og sýna myndir bæði á íslandi og í Noregi. Starf hennar hefir því tvöfalt markmið, að halda lifandi minningu sonar síns og að kynna betur hvert öðru löndin, Island og Noreg. Á íslandi ferðast hún og flytur fyrirlestra um Noreg og sýnir myndir af landinu og iðnaði þess. Sömuleiðis kynnir hún ísland Noregi. Þrátt fyrir veila heilsu hefir hún oft ferðast um í Noregi og seinast í vetur ferðaðist hún um vesturlandið. Hún hefir einnig í hyggju að stofna til sýningar á íslenzkum munum í Osló. Sjálf hefir hún alla reiðu heklað ótal teppi úr íslenzkum lopa til þess að setja á sýninguna. í bréfi til íslands þar sem Guðrún Brunborg biður um hjálp við sýninguna kemst hún svona að orði: — „Hjálpið mér að byggja sterka brú á milli landanna, menn- ingarbrúna á milli hinn beztu ungu mentamanna vorra, þá brú, sem verður sterkari með hverju ári og öld sem líður. Það er aðeins hornsteinninn sem nú er verið að leggja og guð veit að ég finn sárt til ófullkomleika míns að stjórna framkvæmdum byrjunarstarfsins. Ekkert hefði getað gefið mér þrek til þess að leggja út í þetta starf annað en sú fórn, er ég varð að færa Noregi. Við mæður fórnuðum svo miklu, að við teljum okkur hafa rétt til þess að óska þess og vona að dauði drengjanna okk- ar verði mannkyninu til góðs. Aðeins það að hugsjónir þeirra nái fram að ganga og lifi í orðum og verkum komandi kynslóða, sættir okkur við þær hörmungar sem þeir þurftu að líða áður en dauðinn kom sem hinn bezti vinur í þraut“. í sambandi við þetta tilfelli er markvert að athuga hversu græðandi er, háleitt markmið og þróttmikið starf við sálarmein- um. Guðrún Brunborg sökti sér ekki niður í sorg sína sem hæg- iega hefði getað veikt hana andlega sem líkamlega — nei, hún tók sér mikið starf fyrir hendur, þarft starf í þágu tveggja landa, en í því starfi er hún að vinna í minningu sonarins. Hugsunin um hann og trúin á kærleikann gefa henni mátt til þess að halda áfram þrátt fyrir vanheilsu og ýmsa aðra erfiðleika. Guðrún Brunborg bauð mér til sín einn sunnudag og hjá þeim hjónum naut ég gestrisni og skemtunar. Hún sýndi mér myndir af syni sínum og grein sem hún hafði skrifað í sambandi við hann. Mér fanst þessi grein vera merkileg og gefa góða skýr- ingu á móðurtilfinningum hennar og hvernig hún sætti sig við sonarmissirinn, læt ég hana því fylgja hér með. L. M. G.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.