Árdís - 01.01.1951, Síða 44
42
ÁRDÍS
hún íslandi til stuðnings íslenzkum námsmönnum í Noregi. í
sjóðina gaf hún lífsábyrgð eftir son sinn og svo fé sem hún aflaði
með því að halda fyrirlestra og sýna myndir bæði á íslandi og í
Noregi. Starf hennar hefir því tvöfalt markmið, að halda lifandi
minningu sonar síns og að kynna betur hvert öðru löndin, Island
og Noreg. Á íslandi ferðast hún og flytur fyrirlestra um Noreg
og sýnir myndir af landinu og iðnaði þess. Sömuleiðis kynnir
hún ísland Noregi. Þrátt fyrir veila heilsu hefir hún oft ferðast
um í Noregi og seinast í vetur ferðaðist hún um vesturlandið.
Hún hefir einnig í hyggju að stofna til sýningar á íslenzkum
munum í Osló. Sjálf hefir hún alla reiðu heklað ótal teppi úr
íslenzkum lopa til þess að setja á sýninguna.
í bréfi til íslands þar sem Guðrún Brunborg biður um hjálp
við sýninguna kemst hún svona að orði: —
„Hjálpið mér að byggja sterka brú á milli landanna, menn-
ingarbrúna á milli hinn beztu ungu mentamanna vorra, þá brú,
sem verður sterkari með hverju ári og öld sem líður. Það er
aðeins hornsteinninn sem nú er verið að leggja og guð veit að
ég finn sárt til ófullkomleika míns að stjórna framkvæmdum
byrjunarstarfsins. Ekkert hefði getað gefið mér þrek til þess
að leggja út í þetta starf annað en sú fórn, er ég varð að færa
Noregi. Við mæður fórnuðum svo miklu, að við teljum okkur
hafa rétt til þess að óska þess og vona að dauði drengjanna okk-
ar verði mannkyninu til góðs. Aðeins það að hugsjónir þeirra
nái fram að ganga og lifi í orðum og verkum komandi kynslóða,
sættir okkur við þær hörmungar sem þeir þurftu að líða áður
en dauðinn kom sem hinn bezti vinur í þraut“.
í sambandi við þetta tilfelli er markvert að athuga hversu
græðandi er, háleitt markmið og þróttmikið starf við sálarmein-
um. Guðrún Brunborg sökti sér ekki niður í sorg sína sem hæg-
iega hefði getað veikt hana andlega sem líkamlega — nei, hún
tók sér mikið starf fyrir hendur, þarft starf í þágu tveggja landa,
en í því starfi er hún að vinna í minningu sonarins. Hugsunin
um hann og trúin á kærleikann gefa henni mátt til þess að halda
áfram þrátt fyrir vanheilsu og ýmsa aðra erfiðleika.
Guðrún Brunborg bauð mér til sín einn sunnudag og hjá
þeim hjónum naut ég gestrisni og skemtunar. Hún sýndi mér
myndir af syni sínum og grein sem hún hafði skrifað í sambandi
við hann. Mér fanst þessi grein vera merkileg og gefa góða skýr-
ingu á móðurtilfinningum hennar og hvernig hún sætti sig við
sonarmissirinn, læt ég hana því fylgja hér með. L. M. G.