Árdís - 01.01.1951, Síða 46

Árdís - 01.01.1951, Síða 46
44 ÁRDÍS árunum var það mér ómetanlegur styrkur að njóta vináttu og leiðbeiningar frú Ingiríðar, en hvorutveggja lét hún örlátlega í té. Margoft lagði ég leið mína heim til hennar til að ræða ýmis mál, enda voru hæg heimatökin þar eð við vorum næstu nágrannar öll árin sem hún átti ólifuð. Eðliðlegt hefði það verið, frá mannlegu sjónarmiði, ef henni hefði sárnað að sjá annan mann taka við embætti manns hennar, sjá meðlimi safnaðarins leggja leið sína í næstu dyr en ekki að hennar dyrum eins og fyrr; og sjá aðra konu skipa prestskonu- stöðuna sem hún hafði notið og staðið í með mikilli prýði í nær aldarfjórðung. Ef til vill voru það henni vonbrigði að sjá, þegar á reyndi, að eftirmaðurinn var ekki nógu stór til að fylla sæti fyrirrennarans, og taldi sér auk þess skylt, vegna upplags síns, reynslu sinnar og samvizku, að fara aðrar leiðir en hann hafði vísað til í nokkrum málum. En ef slíkar hugrenningar ásóttu hana nokkru sinni lét hún aldrei á því bera, en taldi hins vegar sjálf- sagt að hver maður væri sjálfstæður í hugsun og sjálfum sér trúr. Ávalt var hún jafn glöð, vingjarnleg og hjálpsöm. Sál hennar var stór og göfug, og bar vott um mikinn andlegan þroska. Ég á margar myndir af frú Ingiríði í huga mínum, dreifðum víir langt árabil, og ýmsar þeirra firnast ekki. Ég sé þau hjón á skemtiferð vestur á Kyrrahafsströnd. Þau eru, einkum hann, nokkuð við aldur. En þau leika á alls oddi, þau eru vingjarnleg, en einlcum þó virðuleg. Það er auðséð að þar íara merkishjón, höfðingjar í andans heimi, hjón sem ávinningur er í að kynnast. Ég sé hana í sæti sínu í kirkjunni, sunnudag eftir sunnudag, ár eftir ár. Það sem dróg hana þangað var ekki lengur maðurinn hennar, eða skyldurækni hennar gagnvart honum. Hún vissi það oíur vel að málstaðurinn er manninum meiri, hver sem hann er, og það er boðskapur kirkjunnar sem styrkja ber, sem og veitir mönnum þrótt í baráttu lífsins, fremur en persóna mannsins sem i stólnum stendur. Kristindómurinn var henni ekki fyrst og fremst hagsmunaatriði, eða atvinnuspursmál, heldur lifandi hjartans mál. Þessu bar hún glöggt vitni í persónulegum hörmum við fráfall manns síns og bræðra, og með stöðugri árvekni, trúmennsku og verðugu fordæmi. Ég sé hana mörgum sinnum á heimili sínu í hópi vina sinna, barna og barnabarna. Hún var ávalt glaðvær, veitandi andlega og líkamlega, fróð og fræðandi. Hún ræðir hvert mál skemmtilega, hefir glöggt auga fyrir mönnum og málum, en er ávalt mild í dómum sínum, og færir hvers manns málstað til betri vegar. Ég sé hana nú í seinni tíð, særða til ólíiis, lamaða á líkamanum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.