Árdís - 01.01.1951, Page 53
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 51
Jakobína Preece
Hún mun hafa verið f æ d d
Strandasýslu megin í Hrútafirð-
inum, en á hvaða bæ er mér ekki
kunnugt, né heldur af hvaða for-
eldrum. Fæðingardagur hennar
er talinn 14. júlí 1863. Tuttugu og
fjögurra ára gömul fluttist hún
til Winnipeg, og átti heima þar
ávalt síðan, í 63 ár. Á þessum tíma
giftist hún, kom upp stórri fjöl-
skyldu, varð ekkja, amma nítján
barna, og langamma átta. Maður
hennar Leonard Preece dó 1929,
en son höfðu þau mist í fyrra
heimsstríðinu. Hún hafði verið
heilsuveil í allmörg ár, en kallið
kom næsta óvænt og hljóðlega
um morguninn 25. september
1950. Jarðarför hennar 28. s. m.
var afar fjölmenn, og fór hún
fram eins og sjálfsagt var frá
Fyrstu lútersku kirkju, en þeim
söfnuði hafði hún tilheyrt alla sína löngu dvalartíð í Winnipeg.
Hún elskaði kirkju sína, studdi hana með ráðum og dáð, og sótti
þangað guðsþjónustur og aðrar samkomur miklu lengur en heilsan
leyfði. Sex dætur sakna hér ástríkrar móður, þær, Mrs. J. T.
MacPherson, Mrs. D. Quiggan, Mrs. O. Vickers, Mrs. W. F. Nixon,
og Mrs. C. S. Carswell, sem allar eru búsettar í Winnipeg, og enn-
fremur, Mrs. E. G. Pigott búsett í Toronto. Hún lætur einnig eftir
sig fjóra sonu: Harry, Bert, Karl, og Edward.
Við útförina mælti sóknarprestur á þessa leið í upphafi máls
síns: „Vér erum saman komin hér í dag til þess að kveðja konu
sem hefir notið þeirrar gæfu að öðlast kærleika og virðingu sam-
ferðafólks síns flestum öðrum fremur. Ég hefi lesið hér nokkur
orð úr ritningunni sem gefa til kynna hver sé trú kirkjunnar um
það sem hér er fram komið. Ég vil leggja áherzlu á það að þannig
var einnig trú hennar sem við kveðjum hér, eins og hún líka bar
ijósastan vottinn um sjálf með frábærri trúmensku sinni við mál-
stað kirkjunnar, alla sína löngu ævi. Ég vil vekja athygli yðar á
því að í þessum ritningarköflum er ekkert minst á sorg, né sleginn
Jakobína Preece