Árdís - 01.01.1951, Side 56
54
ÁRDÍS
Mrs. Hildur Snjólaug Sigurjónsson
Hún kvaddi þennan heim í
Winnipeg, 21. dag desember-mán-
aðar síðastliðinn. Rétt i'yrir jólin
var hún flutt inn í jól eilífðar-
innar.
Eftir langa viðkynningu við
hana, stendur hún mér fyrir hug-
skotssjónum sem fyrirmyndar-
kona. Þegar ég athuga hina ýmsu
þætti í æfistarfi hennar, get ég
ekki annað en dáðst að því jafn-
vægi, sem Guð hafði geiið henni
og hversu vel hún hafði ávaxtað
það pund, sem hún hafði þegið.
Hún kom frá Húsavík á íslandi
18 ára gömul, og eftir það var
heimili hennar, að lang mestu
leyti, í Winnipeg. Hún kom með
andleg gæði og líkamiegan þrótt
frá föðurlandinu, og þau dugðu
vel í kjörlandinu. Við störf sín
var hún velvirk og vingjarnleg,
enda varð hún fljótt velmetin og vinsæl.
Hún giftist Sigurbirni Sigurjónssyni frá Seyðisfirði á íslandi,
16. jan. 1896. Hjónaband þeirra var einstaklega farsælt. Hann var
velgefinn ágætismaður, og hún frábær eiginkona, honum hin
sannasta meðhjálp.
Fórnfús elskandi móðir var hún. Hið dásamlega hlutverk að
búa börnin undir heilbrigt, nytsamt æfistarf leysti hún prýðilega
af hendi. Guð gaf þeim hina yndislegustu gjöf sem nokkrum
Vijónum getur fallið í skaut: stóran hóp elskulegra barna. Þau
mistu einn ungan svein, en sjö lifa: Lára, Mrs. Brown, í Ottawa;
Sigríður, starfskona hjá Columbia Press; Jóhann Edvald, skóla-
stjóri á Gimli; Jón, (civilengineer), í Vancouver; Elísabet Eggertína.
Mrs. Zivot, í Kindersley, Sask.; Sigtryggur í Vancouver; Andrea,
Mrs. Stevenson, Swan River, Man.
Athvarf hjá Guði hafði hún frá barnæsku, og Frelsara sínum
var hún trú æfina út. Það setti blæ á æfistarfið. í kirkjunni var
liún áhugasöm, einlæg og velviljuð. Hún vann afbragðsvel í kven-
Mrs. Hildur Snjólaun Siourjónsson