Árdís - 01.01.1951, Page 58
56
ÁRDÍS
eða stunda nám. Þau hjónin eignuðust tíu börn, sem hér segir:
Ingibjörgu; hún dó árið 1905, sextán ára gömul; Gristínu, sem býr
í Vancouver, BC.; George, einnig í Vancouver, B.C.; William, dó
kornungur; Thorstein, hann féll í fyrra stríðinu; Ólavíu, sem
iieima á 1 Vancouver, B.C.; Björn Lindal í Chicago, U.S.A.; Maríu
í Dafoe í Saskatchewan; Línu í Winnipeg; Ingibjörgu í White
Horse Y. T. Auk barnanna áttu þau 15 barnabörn og 10 barna-
barnabörn.
Áslaug heitin var glaðvær kona, vinsæl og vel látin; hún var
bókhneigð og ljóðelsk; hún ávann sér virðingu og góðhug allra
sem henni kyntust. Hún var félagslynd og starfssöm. Hún var með-
limur Fyrsta lúterska safnaðarins í Winnipeg og tilheyrði kven-
félagi hans. Hún hélt trygð við félagssystur sínar þó hún flyttist í
fjarlægð frá þeim og vestur að Kyrrahafi.
Hún var jörðuð 26. febrúar af séra Kolbeini Sæmundssyni frá
Seattle, Wash. í Frímúrarakirkjugarðinum í Burnaby í Van-
couver, B.C. Sig. Júl. Jóhannesson
Dormatories at Sunrise Lutheran Camp