Morgunblaðið - 18.01.2009, Page 1
1 8. J A N Ú A R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
16. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
TENGSL:ÁRNI OG
BRYNDÍS ÍSFOLD
LEIKA
TÓNLIST
PÓLITÍK
OG ASHLEYYOUNGBestur
þrisvar á
árinu
ÓLÍKAR
LEIÐIR
UM HEIM
EINHVERFU
TÍSKA
Hvað
verður
heitt
2009?
SUNNUDAGUR
Morgunblaðið/RAX
Innilokun Birgir Páll Marteinsson situr í fangelsinu á Litla-Hrauni. Hann hlaut 7 ára dóm í Færeyjum fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu, en allir sem til málsins þekkja segja hlut hans í því miklu
minni en ráða má af svo þungum dómi. Birgir Páll stundar fjarnám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og vill þess vegna fá að afplána dóminn þar sem hann fær greiðari netaðgang. | 12
100 dagar frá hruninu
Farið yfir atburði síðustu mánaða frá því neyðarlögin voru samþykkt. »30
Betri yfirsýn þegar reykurinn hverfur
Geir H. Haarde forsætisráðherra fer yfir atburðina og framtíðina »32
Skipta út þeim sem sigldu skútunni í strand
Gylfi Magnússon vill að þeir axli ábyrgð sem stýrðu þjóðarskútunni »32
„ÞEGAR þrjár stórar byggingar falla til jarðar gýs upp
mikill reykmökkur, sem menn sjá ekki út úr fyrst í stað.
Þegar rykið sest og reykurinn hverfur fá menn betri yfir-
sýn. Ég tel að við séum fyrir nokkru komin inn í það
ástand. Framundan er þá annar fasi, sem er að byggja
upp og endurreisa,“ segir Geir H. Haarde forsætisráð-
herra í viðtali um bankahrunið í Morgunblaðinu í dag.
Í liðinni viku voru 100 dagar síðan neyðarlögin voru
sett. Á grundvelli þeirra var bankastarfsemi í landinu við-
haldið eftir hrun Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. At-
vinnulíf í landinu varð við hrunið fyrir gríðarlegu höggi
sem ekki er enn ljóst hversu illa leikur íslenskan efnahag.
Ítarlega er fjallað um bankahrunið, aðgerðir stjórn-
valda og stöðuna í efnahagsmálum í úttekt í dag. Farið er
yfir það sem komið er til framkvæmda og hvað er fram-
undan í endurreisnarstarfinu.
Sést brátt í gegnum reykinn
RÍKISSTARFSMENN»6 NÝR FORSETI Í MEÐBYR»8
Barack Obama gaf fyrirheit vonar í kosningabaráttunni og talaði
um breytingar. Hann talaði án þeirrar kaldhæðni, sem oft
býr að baki pólitískri umræðu, og bandarískur almenn-
ingur virðist tilbúinn að taka hann á orðinu. Sá mikli
stuðningur, sem hann nýtur um þessar mundir, helg-
ast áreiðanlega meðal annars af því að stór hluti
Bandaríkjamanna bíður þess að forsetatíð Bush ljúki.
En hann má líka rekja til vonar um endurnýjun í banda-
rískum stjórnmálum á tímum óvissu í efnahagsmálum
og á alþjóðavettvangi.
Vandamálin, sem Obama tekur við, eru hins vegar
meiri en svo að einn maður geti leyst úr þeim og hinn nýi
forseti þarf að gæta þess að vonirnar breytist ekki í von-
brigði láti árangurinn á sér standa.
Obama gefur fyrirheit
vonar og endurnýjunar
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra
segir engar áætlanir liggja fyrir um
fækkun ríkisstarfsmanna. „Ráðu-
neytin þurfa vissulega að draga
saman seglin en þeim er í meg-
inatriðum í sjálfsvald sett hvern-
ig markmiðum um sparnað er
náð.“
„Þegar kreppir að er grund-
vallaratriði að þétta öryggisnetið
í samfélaginu. Það gerum við
ekki með því að fækka opinber-
um starfsmönnum,“ segir Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB.
Fækkar í vinnu
hjá ríkinu?
„ÞAÐ á ekki að bæta tjónið með
því að sækja það til þeirra sem
ollu því heldur á að velta því yfir á
okkur, á almenning, enn einu
sinni. Þeir sem kveiktu í húsinu
ætla að beina athyglinni að ung-
lingnum sem hrækti á gang-
stéttina. Auðstéttin vill að öll
andstaða sé brotin á bak aftur
með lögreglukylfum og gasi en
neitar sjálf að axla alla ábyrgð.
Um leið og auðstéttin axlar sína
ábyrgð, og ríkisstjórnin og
eftirlitsstofnanir hennar, þá
hætta þessi mótmæli sjálf-
krafa,“ skrifar Einar Már
Guðmundsson rithöfund-
ur í grein sinni, Krydd-
legin Baugshjörtu, í
Morgunblaðinu í
dag. | 24
Þá hætta þessi
mótmæli sjálfkrafa