Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 10
10 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
þekkti ekkert til Íslands og íslenskra aðstæðna.
Það voru afskaplega fáir sem tóku hans svörtu spá
alvarlega, hvað þá að þeir sem réðu ferðinni í við-
skiptalífi og stjórnmálum brygðust við spá hans
með einum eða öðrum hætti. Honum var einfald-
lega svarað fullum hálsi á þann veg, að hann vissi
nú ekki mikið um hvað hann væri að tala.
Kannski við hefðum átt að stilla okkur aðeins í
hrokanum og sjálfbirgingshættinum og leggja við
hlustir, þegar Wade réð okkur heilt. Kannski væri
staða okkar í dag allt önnur og betri ef tekið hefði
verið mark á varnaðarorðum hans fyrir einu og
hálfu ári. Kannski að fulltrúar forsætis- og við-
skiptaráðuneytis hafi lagt við hlustir og jafnvel
fræðst eitthvað af Wade á fundi þeirra með honum
á miðvikudag.
Wade sagði á mánudag, að búast mætti við nýrri
efnahagslegri dýfu í vor, svipaðri og varð í sept-
ember þegar bandaríski seðlabankinn ákvað að
koma ekki í veg fyrir gjaldþrot fjárfestingarbank-
ans Lehman Brothers.
Því miður bendir flest til þess að Wade muni í
þessum efnum einnig reynast sannspár, sem
þýðir fyrir okkur að botninum er hvergi nærri
náð.
Mér þóttu orð Wade í Kastljósinu
um Fjármálaeftirlitið og Seðla-
bankann einkar athygliverð:
„Það er ekki bara regluverkið
sem slíkt sem skiptir máli.
Miklu frekar hvernig regl-
unum er hrint í framkvæmd
eða ekki. Það er alveg ljóst, af því
að dæma sem ég veit um íslenskar að-
Robert Wade, hagfræðingur og prófessor við
London School of Economics, virðist hafa lagt sig
fram um að kynna sér íslenskt efnahags- og banka-
líf á undanförnum árum. Hann hefur blandað sér
með áberandi hætti í þjóðfélagsumræðuna í þessari
viku. Hann var einn frummælenda á borgarafundi í
Háskólabíói sl. mánudagskvöld og sama kvöld var
hann í einkar áhugaverðu viðtali í Kastljósi Sjón-
varpsins við Þóru Arnórsdóttur.
Wade er ekki að tjá sig í fyrsta sinn um íslenskt
efnahagslíf um þessar mundir, síður en svo.
Hann spáði efnahagskreppu hér á landi þegar í
ágúst 2007 og byggði þann spádóm sinn á því sem
hann hafði séð, þegar hann stúderaði ástandið í
Austur-Asíu á árunum 1995-1997, þegar efnahags-
líf þess heimshluta
hrundi í bókstaflegri
merkingu og hann
kveðst hafa talið
sig sjá sláandi
margt líkt með
Íslandi árið 2007
og Austur-Asíu
tíu árum áður.
Wade var af-
skrifaður hér á
landi sem svarta-
gallsspámaður,
sem
stæður, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið,
sama hvað reglum þeirra leið, komu ekki böndum á
fjármálakerfið.
Þvert á móti þá er alveg ljóst að Fjármála-
eftirlitið hegðaði sér á marga vegu eins og það væri
í sama liði og bankamennirnir. Það hjálpaði bönk-
unum að stunda viðskipti, frekar en setja reglur um
þá. Með öðrum orðum: Það virðist hafa verið nær
alltaf svo að Fjármálaeftirlitið hafi verið fangi
stofnana sem það átti að setja reglur um.“
Þetta er vægast sagt áhugaverð kenning hjá pró-
fessornum og mikið hljómar hún nú trúverðug,
svona eftir á að hyggja, ekki satt?
Voru þeir ekki hreint ótrúlega slappir í sínu svo-
kallaða eftirlitshlutverki, Jónas Fr. Jónsson, for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins, og hans starfsmenn all-
ir?
Létu þeir ekki bara reka á reiðanum, þrátt fyrir
ýmis hættumerki og teikn á lofti, undir formerkjum
þess að allt hlyti þetta nú að bjargast einhvern veg-
inn? Svo er nú alltaf skemmtilegra að vera með
sterku köllunum í liði, ekki satt? Miklu skemmti-
legra heldur en að vera embættismaður á lúsar-
launum að berja á ofurlaunagaurunum, eða hvað?
Ég hallast að því, eins og svo oft áður, að glöggt
sé gests augað. Ég held að auga prófessors Wade
sé afar glöggt þótt það sé örugglega ekki óskeikult
og við eigum að færa okkur hans sjón og sýn í nyt, á
þann veg að hans ráð verði okkar vegvísir upp úr
holunni, þannig að við förum að sjá eitthvað annað
en aur og drullu.
Þrátt fyrir þetta álit mitt á Robert Wade, get ég
ekki látið hjá líða að gagnrýna hann fyrir lágkúru á
borgarafundinum í Háskólabíói á mánudagskvöld,
sem ég heyrði ekki fyrr en í sjónvarpinu á mið-
vikudagskvöld. Hann missti sig í gleðinni yfir
undirtektum áheyrenda og lagðist svo lágt að ráð-
leggja íslenskum stjórnvöldum að senda seðla-
bankastjóra sem sendiherra til óþekktrar eyju. Og
Wade varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum,
því „lýðurinn“ trylltist af kæti. Er svona málflutn-
ingur sæmandi prófessor við London School of
Economics? Hafði þessi ómerkilegi popúlismi pró-
fessorsins kannski eitthvað með það að gera, að
kærasta hans, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórn-
sýslufræðingur, annar frummælandi á sama
borgarafundi, á harma að hefna gagnvart stjórn-
völdum og hefur líklega hvíslað í eyra hans af kodd-
anum einni eiturpillu eða svo?! agnes@mbl.is
Agnes segir…
Par Robert Wade
og Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir
Var FME fangi bankanna?
Sofandi? Voru þeir
ekki hreint ótrúlega
slappir í sínu svokall-
aða eftirlitshlutverki,
Jónas Fr. Jónsson,
forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins og hans
starfsmenn allir?
Birgir Ármannsson alþingis-maður skrifar grein á vefinn
amx.is; „Blekkingarleikur ESB-
sinna“.
Birgir segir Evrópusambands-sinna vilja sækja um aðild sem
fyrst. „Ganga eigi til verka á ógnar-
hraða, hefja aðildarviðræður jafn-
vel strax í næsta
mánuði, klára
stjórnarskrár-
breytingar og
löggjöf um þjóð-
aratkvæða-
greiðslur á örfá-
um vikum, rumpa
svo sjálfum aðild-
arviðræðunum af
á sem skemmst-
um tíma og láta þjóðaratkvæða-
greiðslu fara fram sem allra fyrst.
Það megi engan tíma missa. En á
sama tíma segjast sömu menn auð-
vitað vilja vanda til verka og standa
vörð um hagsmuni Íslands. Er þetta
trúverðugur málflutningur?“
Þetta er auðvitað sjónarmið. Þaðskal vanda sem lengi á að
standa. En svo er hitt sjónarmiðið;
að ríki hafa ekki alltaf langan tíma
til ákvarðana í utanríkismálum.
Á þetta benti til dæmis BjörnBjarnason, núverandi dóms-
málaráðherra, í grein sem hann
skrifaði hér í blaðið 3. apríl 1991.
Þá var Ísland í miðjum samninga-
viðræðum um aðild að EES.
Þar skrifaði Björn: „Ef við getumekki sætt okkur við niðurstöð-
una í samningum um evrópskt efna-
hagssvæði verðum við að finna aðra
leið til að laga okkur að samruna-
þróuninni í Evrópu. Tíminn sem
ríki hafa til stefnu er ekki ávallt
langur. Hinar örlagaríku ákvarð-
anir um stofnaðild að Atlantshafs-
bandalaginu voru teknar á um það
bil þremur mánuðum á árinu 1949.“
Hefur ekki NATO-aðildin reynztbærilega þótt unnið væri hratt?
Birgir Ármannsson
Tíminn er ekki ávallt langur
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!"#
"
"
!
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
$#%
&$
$&
&$
$&
%
'((
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
*$BCD
! " # $
%
*!
$$
B *!
) * +"
*
" # !", !
<2
<! <2
<! <2
)#"+
$& -$(./ &!$0
CE2 F
87 &
%$ $
6
2
'
#()" *
+
! " , B
-
#().
*/
0
+ ! " 1
$
0
%
1'&& !22
$&!" 3! !-$(4
$
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
STAKSTEINAR
VEÐUR
„Hættu“-legasti maður Ís-
lands!
Bloggarinn FrizziFretnagli
(Yngvi Páll Þorfinnsson)
segir Björn Inga Hrafnsson
hættan hér, hættan þar og
hættan alls staðar.
Það gefur augaleið að verði fleiri í hverj-
um bekk fá börnin ekki sömu þjónustuna
og það kemur niður á námsárangri
þeirra og líðan.
Björk Einisdóttir, framkvæmdastjóri Heim-
ilis og skóla.
Samskipti foreldra við börnin sín og kyn-
hlutverkin og þá sérstaklega hlutverkin
gagnvart börnum eru svo sannarlega í
mikilli þróun. Þetta er nokkuð sem lög-
gjafinn þarf að bregðast við.
Hrefna Friðriksdóttir, lektor í sifja- og erfða-
rétti við Háskóla Íslands og formaður nýrrar
nefndar um endurskoðun barnalaga.
Því er til að svara að af systkinum og for-
eldrum hefur enginn starfað í bönkum
eða fyrirtækjum tengdum þeim. Ég
hef ekki sjálfur staðið í hlutabréfa-
kaupum eða setið í stjórnum
þessara fyrirtækja.
Ólafur Þór Hauksson, skipaður sér-
stakur saksóknari til að rannsaka
grun um refsiverða háttsemi í kring-
um bankahrunið.
Mér finnst ég skynja
að fólk hyggist gera
minna úr öllu um-
stanginu og um-
gjörðinni. Og ég
sakna þess ekkert.
Þetta þýðir að það
verður meira innihald og minni umbúðir.
Séra Hjálmar Jónsson, um brúðkaup.
Keppnin er ágæt en mér finnst að það
megi breyta pínulítið til, við þurfum ekki
alltaf að fara eftir þessari Evróvisjón-
formúlu.
Erla Gígja Þorvaldsdóttir, sjötugur lagahöf-
undur í undankeppni Evróvisjón.
Ég held að fólk hafi oft misskilið þetta og
haldið að það að vera umhverfisvænn sé
lúxus. Ég held að umhverfisvænt og
kreppa fari mjög vel saman.
Gunnar Sigvaldason, sem þýddi bókina
Uppeldi fyrir umhverfið ásamt eiginkon-
unni, Katrínu Jakobsdóttur.
Íslenskar stúlkur voru með hæst algengi
kynfæravörtusmits og hér var hröðust
aukning á smiti og fjölda rekkjunauta.
Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá
Krabbameinsfélagi Íslands.
Ég var kölluð ljótum nöfnum, það var
sparkað í mig og frussað á mig svo
fátt eitt sé nefnt.
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir, 15
ára bloggari, um einelti sem hún
varð fyrir í skóla.
Ummæli
’
Tvöfaldur sigur Kate Wins-
let var valin besta leik-
konan í bæði aðal- og
aukahlutverki í
myndunum Revolu-
tionary Road og The
Reader á Golden
Globe-verðlauna-
hátíðinni.
Reuters