Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 12

Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 12
12 Fangelsismál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is B irgir Páll Marteinsson situr í fangelsinu á Litla-Hrauni. Hann hefur verið þar frá því í júní á síðasta ári, eftir að hafa hlotið sjö ára dóm í Færeyjum fyrir aðild sína að fíkniefnamáli, svokölluðu Pólstjörnumáli. Hann var dæmdur fyrir að hafa 1,7 kíló af amfetamíni og e-pilludufti í fórum sínum, en efnið hafði gamall skólafélagi hans og vinur, Baddi, skilið eftir hjá honum í Færeyjum. Baddi hélt siglingu sinni áfram og var handtekinn þegar hann og félagi hans lögðu að landi á Fáskrúðsfirði. Sama dag var Birgir Páll handtekinn í Færeyjum. Í bíln- um hans voru kílóin tvö. Birgir Páll sat í eingrun í Færeyjum svo mánuðum skipti, lengur en nokkur maður hef- ur áður gert þar í landi. Hann er mjög ósáttur við framgöngu saksóknarans, Lindu Hessel- berg, sem hann segir hafa viljað gera sig að helsta höfuðpaur málsins, þótt hún hafi vitað betur. Þá hafi verjandinn ekki staðið sig sem skyldi. Hann hafi virst óttast saksóknarann og ekki hirt um að benda á hversu skakkur mál- flutningurinn var. Hann hafi fengið mjög þung- an dóm fyrir þau mistök að bregðast vel við beiðni vinar. „Þegar þeir höfðu verið í nokkra daga í Færeyjum áttaði ég mig á hvað þeir væru með í farangrinum. Þá hefði ég auðvitað getað gert eitthvað. Sagt eitthvað. En þetta var eins og að vera í bremsulausum bíl í brekku. Ég hefði auðveldlega getað kastað mér út í upphafi ferðarinnar og sloppið óskaddaður. Og meira að segja þarna um miðbikið hefði ég get- að forðað mér, þótt ég hefði örugglega borið einhvern skaða af. En ég gerði ekkert. Ég beið bara þangað til þeir fóru og var feginn þegar þeir loks gerðu það. Ég var andlega uppgefinn og hefði samþykkt hvað sem er. Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar af að taka við efninu, sem þeir ætluðu að sækja seinna. Auðvitað var það fáránlegt, en ég ímyndaði mér að þessu væri öllu lokið, að ég myndi ekkert dragast inn í þetta meira. Þegar lögreglan tók mig, tveimur dögum eftir að þeir sigldu í burtu, var ég ennþá með pakkann með efnunum í skottinu. Ég var svo vitlaus að ég hafði ekki leitt hugann að efn- unum og ekki losað mig við þau.“ Gamall vinur í heimsókn Birgir Páll á ættir að rekja til Færeyja. Hann fór þangað með Badda vini sínum í sum- arvinnu árið 2000, þegar hann var sautján ára, en sneri aftur heim í Iðnskólann. Sumarið 2007 hafði hann búið í Færeyjum í fimm mánuði, var þar í vinnu og átti kærustu. Í ágúst hringdi gamli bernskufélaginn og spurði hvort Birgir Páll gæti útvegað sér gistingu, ef hann kæmi til eyjanna síðar um sumarið. Þeir höfðu alltaf haldið góðu sambandi og Baddi hafði áður heimsótt hann til Færeyja. Birgir Páll sagði að það væri velkomið, en að hann væri reyndar ekki viss um að hann yrði í eyjunum síðar um sumarið. „Það var ekkert óeðlilegt að hann kæmi í heimsókn. Svo hringdi hann í mig frá Danmörku og sagðist koma eftir nokkra daga. Hann hringdi aftur á sunnudegi og þá voru þeir, hann og félagi hans, lagstir að bryggju í Gömlurætt á skútunni. Ég komst seinna að því á hvaða ferðalagi þeir voru. Sjálfur hef ég aldr- ei notað fíkniefni og ég vildi alls ekki dragast inn í þetta. Ef ég hefði vitað af þessu fyrirfram, þá hefði ég beðið hann um að blanda mér ekki í málið. En þarna var þetta staðreynd. Þetta voru bara örfáir dagar, svo myndi hann hverfa og vandamálið um leið. En þetta tók á, ég var alveg uppgefinn andlega þegar þeir loksins fóru og kærastan mín hafði orð á að ég væri svo lokaður. Ég var óskaplega feginn að sjá þá fara. Stærstu og heimskulegustu mistökin voru auðvitað að fallast á að geyma efni fyrir þá. Ég hefði átt að segja nei. En í staðinn henti ég pakkanum bara í skottið á bílnum og hugsaði ekki um þau meira. Fíkniefni hafa enga þýð- ingu fyrir mig, ég hafði enga tilfinningu fyrir hvað þetta var mikið eða hversu verðmætt það var. Ég fór bara heim til kærustunnar og svo í vinnuna. Mér tókst að sannfæra mig um að þetta væri ekki mitt vandamál.“ Vildi 15 ára fangelsi Birgir Páll gerir sér vel grein fyrir að mörg- um finnst hann eiga skilið að sitja sjö ár í fang- elsi, jafnvel þótt sá dómur sé miklu þyngri en nokkur hafði reiknað með fyrir vörslu fíkni- efna. „Ég játaði allt um leið og lögreglan tók mig og sagði þeim að ég hefði samþykkt að geyma þetta efni. Strákarnir sögðu líka alltaf að þetta hefði verið svona; að þeir hefðu bara fengið að gista hjá mér og svo ákveðið að skilja þennan pakka eftir. Ég átti von á að farið yrði með málið sem játningarmál; að dómarinn myndi dæma mig til refsingar fyrir vörslu fíkni- efna og ég myndi sitja þann dóm af mér. Sak- sóknarinn, Linda Hesselberg, ákvað hins vegar að sýna hörku sína í fíkniefnamálum. Hún ákærði mig fyrir þátttöku í smyglinu sjálfu, auk vörslu á efnunum. Hámarksrefsing við slíku broti er 10 ár, en í alvarlegum málum er heimild til að auka refsinguna um helming. Og þetta vildi Linda gera, setja mig í fangelsi í 15 ár. Þetta var stærsta mál sem hafði komið til henn- ar kasta og hún ætlaði að sækja það af hörku. Ég fékk áfall þegar ég sá að stefndi í löng rétt- arhöld fyrir kviðdómi í Færeyjum. Í stað þess að sjá fram á 2-3 ára dóm, sem mér fannst mikil refsing fyrir heimskuna, var ég allt í einu farinn að berjast fyrir lífinu. Hérna heima hefði ég getað reiknað með 6-18 mánaða fangelsi.“ Dómurinn var harður, 7 ára fangelsisvist, en hann braut vissulega af sér, þótt hann líti ekki á sig sem afbrotamann, enda aldrei tengst slík- um málum áður. Versta refsingin var þó að vera vísað frá Færeyjum fyrir lífstíð. Þar á hann kærustu og marga góða vini. Hann er ósáttur við dóminn, en getur lítið við honum gert úr því sem komið er. Núna snýst barátta hans um að fá að afplána hann á mannsæmandi hátt. „Ég veit vel að margir hafa enga samúð með mér. En hvernig vill fólk hafa fangels- iskerfið? Á þetta bara að vera refsivist, en alls engin betrunarvist? Refsingin er frelsissvipt- ing og eftirlit og enginn, sem ekki hefur reynt það, veit hvað það reynir á mann. En er eðlilegt að svipta okkur föngum samskiptum við annað fólk? Falla mannleg samskipti ekki undir mannréttindi? Einu sinni var föngum bannað að tala í síma, núna er mjög takmarkað hvernig við getum notað netið. Í stað þess að banna net- notkun ætti að stýra henni, ég er fyllilega sátt- ur við það.“ Við komum allir út Netnotkun skiptir Birgi Pál miklu máli. Hann er í fjarnámi í viðskiptafræði við Háskól- ann á Bifröst og aðgangur að tölvu er lyk- ilatriði. „Námið gefur lífinu tilgang. Vill fólk að afbrotamenn séu lokaðir inni að eilífu, í til- gangslausri refsingu? Það er ekki raunhæft, við komum allir út aftur einn góðan veðurdag. Er þá ekki betra að við reynum að bæta okkur, reynum að aðlagast samfélaginu sem við ætlum að búa í eftir fangelsisvistina? Skólinn er mér ótrúlega mikilvægur og ég er viss um að það gæti átt við um marga sem eru hérna. En ef líf- ið hefur engan tilgang, þá leita menn í sama farið. Trúir því einhver að refsingar við glæp- um séu næg ástæða til að menn haldi sig frá þeim? Menn brjóta af sér af því að þeir eru fastir í því farinu. Ég hef aldrei verið í því fari, svo ég veit að ég á greiða leið aftur út í sam- félagið.“ Birgi Páli er mikið niðri fyrir, enda á hann erfitt með að stunda nám sitt frá Litla-Hrauni svo vel sé. Þar starfa tveir menn, einn fanga- vörður og umsjónarmaður náms fanga, sem mega hleypa föngum á netið undir eftirliti. Fangar eru því háðir því að annar hvor þessara manna sé á staðnum. „Eðli málsins samkvæmt byggist fjarnám meira eða minna á tölvunotk- un. Oft er hópur nemenda að leysa verkefni saman og þarf þá að vera í stöðugu sambandi. Ég get skoðað tölvupóstinn minn af og til, en ég get ekki tekið þátt í stöðugum samskiptum á spjallforritum, þar sem menn kasta hug- myndum á milli sín. Fyrir stuttu var hérna annar fangi, sem var í sama námi, og við gátum auðvitað unnið mikið saman. Hann hefur núna verið fluttur á Kvíabryggju.“ Þar nefnir Birgir Páll úrræðið sem hann vill fá að njóta: Að komast á Kvíabryggju, þar sem reglur um netnotkun eru rýmri en á Litla- Hrauni og því miklu auðveldara að stunda nám- ið. Hann sótti um að vera fluttur á Kvíabryggju, en fékk neitun í desember. Birgir Páll getur reiknað með að afplána 2/3 hluta refsingar sinnar, eða 4 ár og 8 mánuði. Reglur gera ráð fyrir að menn afpláni ekki lengri tíma en 2 ár á Kvíabryggju. „Þessar regl- ur eru samt bara til viðmiðunar, enda á auðvit- að að meta hvern fanga fyrir sig. Og þær eru svo sannarlega ekki algildar, um það eru mörg dæmi. Ég er í námi og hegða mér á allan hátt vel. Það myndi breyta öllu fyrir mig að komast á Kvíabryggju. Þá gæti ég stundað námið vel og gæti haft almennileg samskipti við kær- ustuna í Færeyjum og vini mína þar. Svo býr pabbi minn í Danmörku og erfitt að heyra sjaldan í honum.“ Vill uppreisn æru Birgi Pál dreymir um að fá uppreisn æru. „Ég vil sækja um uppreisn æru, þótt ég sjái fram á að vera löngu kominn út úr fangelsi þeg- ar það loks tekst. Mér finnst dómurinn veru- lega ósanngjarn. Auðvitað var ég heimskur að samþykkja að taka við þessum pakka af Badda, en finnst einhverjum eðlilegt að ég dúsi í fang- elsi í sjö ár fyrir þá heimsku? Mér finnst það ekki. Mér finnst eðlilegt að fá dóm fyrir það sem ég gerði, en ekki annað. Þeir sem stóðu að smyglinu fengu sinn dóm og það var engin ástæða til að eyðileggja líf mitt og fjölskyldu minnar til að ýta undir starfsferil saksóknarans í Færeyjum. Þetta voru skelfileg mistök. Ég hef bráðum setið inni í hálft annað ár, sem er líklega sú refsing sem ég hefði fengið, ef ég hefði verið dæmdur fyrir íslenskum dómstól. Og ekki veit ég hvernig Færeyingar ætla að bregðast við, ef þeir grípa einhvern tímann raunverulegan skipuleggjanda stórsmygls, fyrst þeir taka svona hart á mér. Mér finnst að það eigi að leggja mat á mig sem einstakling, en ekki horfa bara á að ég fékk 7 ára dóm fyrir fíkniefnamál. Það er ekki ég. Það er ekki hægt að setja alla fanga undir sama hatt." Þegar hann var handtekinn í Færeyjum var bróðir kærustunnar hans líka tekinn. „Það fannst mér verst, ég hafði mestar áhyggjur af því fólki sem dróst inn í þetta út af hugs- unarleysi mínu. Til allrar hamingju var honum sleppt fljótlega, enda vissi hann ekkert um mál- ið. En ég sat áfram inni, út af eigin hugs- unarleysi og út af hugsunarleysi Badda, sem ætlaði sér aldrei að koma mér í vandræði. Ég get fyrirgefið honum, enda hegðaði ég mér sjálfur heimskulega.“ Morgunblaðið/RAX Birgir Páll á Litla-Hrauni Auðvitað var það fáránlegt, en ég ímyndaði mér að þessu væri öllu lokið, að ég myndi ekkert dragast inn í þetta meira. Á þetta bara að ver Að morgni 20. september 2007 komu tveir menn að landi á Fáskrúðsfirði eftir siglingu á lítilli skútu frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum. Um borð í skútunni fannst ein stærsta fíkniefnasending sem lög- regla hér á landi hefur lagt hald á, 23,5 kg af amfetamíni, tæp 14 kg af e-pilludufti og tæpar 1.800 e-pillur. Sex menn voru dæmdir hér á landi í Pólstjörnumálinu. Skipuleggjand- inn fékk 9½ árs dóm, annar skútu- mannanna 7 ár og 5 mánuði, hinn 7 ár og sá sem átti að taka á móti efnunum fékk 5½ ár. Maður sem sakfelldur var fyrir að hafa búið um efnin fyrir smyglið fékk 18 mánaða fangelsi og annar, sem ætlaði að fela efnin hér á landi fékk eins árs skilorðsbundið fangelsi. Birgir Páll Marteinsson, sem útvegaði skútumönnunum húsaskjól í Færeyjum og tók við 1,7 kílóum af amfetamíni og e-pilludufti til geymslu, fékk 7 ára dóm og á aldrei afturkvæmt til eyjanna. Hann sat í gæsluvarðhaldi í Færeyjum í nær 7 mánuði, þar af í tæpt hálft ár í einangrun. Pólstjörnumálið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.