Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
M
bl
.is
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Samkvæmt könnun MMR um
traust fólks á aldrinum 18–67
ára til fjölmiðla, dagana
19.–23. des.
Íslendingar
treysta Mbl.is og
Morgunblaðinu
64,3%
mikið traust lítið traust
11,4%
64,0%
8,9%
Við erum að búa okkur undir endurbyggingu íslensks efnahagslífs og laga okkur að breyttum aðstæðum.
Þann 20. febrúar munum við taka upp nafnið Íslandsbanki.
www.glitnir.is/nyrbankiverdurtil
Nýr banki verður til # 2
Komdu í Fjármálaviðtal
Við veitum þér persónulega þjónustu með vandaðri
heildarráðgjöf um fjárhagslega stöðu heimilisins.
Í Fjármálaviðtali förum við saman yfir eignir og skuldir,
tekjur og útgjöld og gerum greiðsluáætlun fyrir þín lán.
Einfalt stöðumat á netinu
Stöðumat er einföld reiknivél á glitnir.is sem gerir þér kleift
að fá yfirsýn yfir helstu tekju- og útgjaldaliði heimilisins.
Stöðumatið er gott fyrsta skref til að átta sig á stöðunni
og þú sérð á augabragði:
• Útgjöld heimilisins
• Hversu mikið þarf að draga saman útgjöldin
til ná endum saman
• Hvort afgangur sé til að leggja fyrir í sparnað
Heimilisbókhaldið í tölvunni heima
Heimilisbókhald Glitnis er einfalt skjal sem þú sækir
á glitnir.is og notar til að auka yfirsýn og koma betra
skipulagi á fjármálin. Með því að halda heimilisbókhald:
• Færðu skýra yfirsýn yfir fjármálin
• Gerir þú tekju- og kostnaðaráætlun fyrir árið
• Setur þú markmið og berð saman við rauntölur jafnóðum
• Skráir þú raunverulegt inn- og útstreymi peninga
• Byrjar þú skipulega uppbyggingu á sparnaði
Markmiðasetning í Netbanka
Nú er mögulegt að setja sér sparnaðarmarkmið fyrir allar
tegundir reikninga og sjá árangurinn jafnóðum í Netbanka
Glitnis. Settu þér markmið í sparnaði í Netbanka Glitnis og
sjáðu árangurinn í myndrænni útfærslu á „Minni síðu“ í Net-
bankanum. Einföld leið til að setja sér markmið og ná árangri.
3
2
1
4
Eitt mikilvægasta hlutverk okkar er að auðvelda viðskiptavinum að taka réttar
ákvarðanir með hag heimilisins að leiðarljósi. Þörfin fyrir gott skipulag og skýra
yfirsýn yfir fjármál heimilanna er mikil. Nú kynnum við, fyrstir banka, fjórar leiðir
til að mæta þessari þörf. Á glitnir.is og í útibúinu þínu getur þú nálgast einfaldar
og öflugar lausnir til að setja heimilinu fjárhagsleg markmið.
Fjórar leiðir til að fá betri yfirsýn yfir fjármálin
Látum verkin tala
Okkar verkefni er að miðla þekkingu og veita góða
þjónustu. Þannig vinnum við með fyrirtækjum og
heimilum í landinu til að takast á við þau krefjandi
verkefni sem framundan eru.
Komdu á glitnir.is/markmid og byrjaðu árið af skynsemi.
Skynsamleg markmið
fyrir heimilið
Heimilið
Bifreiðar / samgöngur
Matur / neysla
Heilsa / tómstundir
Frístundir
Sparnaður
48%
6%
12%
17%
5%
12%
Heimilið Bifreiðar
og samgöngur
Matur
og neysla
Heilsa og
tómstundir
150.000
125.000
100.000
75.000
50.000
25.000
0
Áætlun Markmið Raunveruleg útgjöld
VAXTARÞREP
SPARILEIÐ 36
65%
11%
Ellefu ár eru í dag liðin frá þvíað fyrstu fréttir bárust afkynlífshneyksli í Hvíta hús-
inu, sambandi Monicu Lewinsky við
þáverandi forseta, Bill Clinton. Það
var Matt Drudge sem er með vef-
síðuna The Drudge Report sem var
fyrstur með fréttina en hún rataði
þó ekki í helstu fjölmiðla fyrr en ör-
fáum dögum síðar.
Monica Lewinsky var þá 22 ára
starfsnemi í Hvíta húsinu og eftir
að hún greindi frá samskiptum sín-
um og forsetans kom til rannsóknar
sem hefði getað leitt til þess að
Clinton yrði settur af. Málið kom
þó ekki upp fyrr en Lewinsky
treysti samstarfskonu sinni í Varn-
armálaráðuneytinu, Lindu Tripp,
fyrir sögunni. Tripp tók samtöl
þeirra upp og afhenti upptökurnar
Kenneth Starr, sérstökum saksókn-
ara er var að rannsaka Clinton
vegna annarra mála. Alls greindi
Lewinsky frá níu skiptum sem hún
hefði átt í kynlífssambandi við for-
setann, á tæplega tveggja ára tíma-
bili.
Clinton játaði við yfirheyrslu að
samband hans og Lewinsky hefði
verið „óviðeigandi“. Hjónaband
hans og Hillary lifði hins vegar
storminn af eins og allir þekkja.
Málsóknin á hendur Bandaríkja-
forseta minnkaði ekki vinsældir
hans meðal þjóðarinnar miðað við
skoðanakannanir. Niðurstöður
þeirra sýndu að jafnvel þótt al-
menningur hefði skömm á fram-
komu og blekkingum Clintons var
meirihluti Bandaríkjamanna
ánægður með frammistöðu forset-
ans í embætti.
Bandaríkjamenn eru almennt
glaðir með þann tíma sem Clinton
var við völd. Þeir eru þó ekki búnir
að gleyma Lewinsky-hneykslinu,
sem hent er gaman að í mörgum af
helstu spjallþáttum, þó svo að
meira en áratugur sé liðinn frá því
að málið komst fyrst í hámæli.
Á þessum degi …
Reuters
Bill Clinton Skyldi hann stundum líta til fortíðar og minnast Lewinsky? Það gera allavega spjallþáttastjórnendur á
borð við Jay Leno, sem gera enn grín að forsetanum og kynlífshneykslinu.
18. JANÚAR 1998
HNEYKSLI Í HVÍTA HÚSINU
@
Fréttir
á SMS