Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 17
Samfélagsmál 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Í samtölum við foreldra ein-hverfra barna má heyraskiptar skoðanir á þeim að-
ferðum sem notaðar eru við
kennslu og þjálfun barnanna,
og þá hvort beitt sé svokallaðri
hagnýtri atferlisþjálfun eða
TEACCH-meðferð (skipulögðum
vinnubrögðum). Hins vegar
virðist það vera upp og ofan
hvaða aðferð þeim stendur
þeim til boða þegar á reynir.
„Þjónusta fyrir börn með
einhverfu var á Barna- og ung-
lingageðdeild áður en hún var
flutt á Greiningarstöð árið
1997,“ útskýrir Evald. „Í þeim
aðdraganda var byggð upp á
BUGL ákveðin þekking á
TEACCH-aðferðinni og áhersla
lögð á hana. Þegar við komum
að málum árið 1997 eru í hópn-
um sérfræðingar í atferl-
isþjálfun (ABA) en við réðum
inn í hópinn fólk með sérþekk-
ingu á TEACCH til að geta boð-
ið upp á báðar aðferðir.“
Hins vegar séu áherslur í
sveitarfélögunum ólíkar hvað
þetta varðar. „Sum sveitarfélög
eru mjög sveigjanleg og taka
óskir foreldra um aðferðir til
greina. Önnur sveitarfélög eru
mjög skeptísk á aðra aðferðina
og velja að veita bara þjónustu
á forsendum þeirrar aðferðar
sem þau aðhyllast. Síðan eru
þau sveitarfélög sem taka
hvorugan pól í hæðina og hafa
litlar áhyggjur af þessu þar til
næsta barn með einhverfu
kemur til sögunnar. Þarna
skiptir stærð sveitarfélagsins
miklu máli.“
Í stærri sveitarfélögum, eins
og Reykjavík, getur það jafnvel
farið eftir hverfum og ein-
stökum leikskólum, hvaða að-
ferð er í boði. „Þetta fer þá
gjarnan eftir því hvora aðferð-
ina viðkomandi leikskóli aðhyll-
ist,“ segir Evald. „Og þar finnst
mér mikil völd vera sett í hend-
ur leikskólastjórum þannig að
óskir foreldra eru oft á tíðum
forsmáðar. Það væri því gíf-
urlega snjallt að vera með mið-
stöðvar, tvo eða fleiri leikskóla,
þar sem aðferðirnar væru þró-
aðar. Þá yrði þekkingin eins
konar „útflutningsvara“, bæði
þegar börnin flytjast úr þess-
um leikskóla í heimaleikskól-
ann eða þegar heimaleikskólinn
þarf öfluga ráðgjöf vegna
barns sem byrjar þar. Þannig
hefði þessi sérhæfði leikskóli
ráðgefandi hlutverk líka.“
Vantar
sérhæfða
leikskóla
Berglind Brynjarsdóttir er sál-fræðingur hjá Hjallastefnunni,sem rekur grunnskóla og leik-
skóla í nokkrum sveitarfélögum
landsins. Í starfi sínu hefur hún kom-
ið að kennslu og þjálfun einhverfra
krakka sem hafa stundað nám við
skólana, m.a. Þorkels Skúla, sem Sól-
skinsdrengurinn fjallar um.
Berglind hefur áralanga reynslu af
atferlismeðferð sem er önnur tveggja
höfuðaðferða sem notaðar eru á Ís-
landi. „Við byrjum á því að kenna
hlutina algerlega frá grunni,“ út-
skýrir hún. „Við brjótum niður í smá-
atriði það sem okkur þykir alla jafna
vera sjálfsagt. Flestum finnst t.d. ein-
falt að klæða sig í peysu eða þvo sér
um hendur en
þetta tekur ein-
hverfa stundum
margar vikur að
læra og við kenn-
um þessar athafnir
í mörgum bútum.“
Kennslan fer
fram með aðstoð,
stýringu og styrk-
ingu. „Þegar ég
kenni barni að
banka tek ég hönd þess og læt það
banka aftur og aftur og smám saman
stýri ég því minna og minna. Í hvert
sinn sem vel gengur verðlauna ég það
og þegar það gerir hlutinn alveg sjálft
kemur stærsta styrkingin, t.d. í formi
hróss eða því sem barninu finnst gam-
an að gera. Í upphafi ganga flest börn
fyrir einhverju ætilegu, s.s. sætindum.
Smám saman opna þau sig svo fyrir
því að það geti verið eitthvað annað.“
Berglind efast ekki um árangur
meðferðarinnar. „Ég hef unnið með
fjölda barna sem ég komst miklu
lengra með en ég þorði að vona. Enda
hefur verið sýnt að atferlismeðferðin
ber viðurkenndan árangur.“
Sniðið að þörfum skólans
Atferlismeðferð er meðal þeirra að-
ferða sem eru til umfjöllunar í Sól-
skinsdrengnum en þar eru fleiri að-
ferðir kynntar til sögunnar, sem ekki
hafa verið reyndar hér heima. Berg-
lind segir erfitt að bera lítið land eins
og Ísland saman við Bandaríkin. „Þar
eru miklu fleiri lausnir í boði en sýnd-
ar voru í myndinni, en ekki þar með
sagt að þær séu allar góðar. Í landi
eins og Bandaríkjunum er fullt af
svikahröppum sem reyna að nýta sér
eymd annarra, bæði í þessu fagi sem
og öðru. Það erum við þó laus við hér á
Íslandi því það sem er í boði fyrir
þessa krakka er viðurkennt.“
Hún segir þó vissulega mega gera
betur fyrir einhverf börn á Íslandi.
„Það þýðir ekki að við séum ennþá í
moldarkofunum. Hins vegar vantar
millistig í þjónustuna. T.d. mætti al-
veg vera þjónusta, þar sem barn fær
þá atferlismeðferð sem það þarf yfir
daginn, en fer svo inn í bekkinn sinn
þegar því hentar best. Þessi börn fá
oft á tíðum frábæra þjónustu í leik-
skóla sem byggir á atferlismótun út
frá þeirra þörfum. En þegar þau
byrja í grunnskóla er farið að sníða
hana að þörfum skólans.“
Framtíðardraumar Berglindar
lúta að slíku úrræði fyrir einhverf
börn. „Mig langar að opna atferl-
isþjálfunarleikskóla eða –grunnskóla
sem gengi á sömu framlögum og skól-
ar í landinu almennt. Hann væri þá
val fyrir foreldra sem þyrftu ekki að
borga meira en venjuleg leik-
skólagjöld því það kæmi framlag frá
viðkomandi sveitarfélagi á móti. Slíkt
þarf þó að útfæra vel.“
Erum ekki í moldarkofunum
Berglind
Brynjarsdóttir
© 2009 KPMG hf., íslenski aðilinn að KPMG International, svissnesku samvinnufélagi. Öll réttindi áskilin.
Fimmtudaginn
22. janúar
kl. 8:30
Föstudaginn
23. janúar
kl. 14:00
Skrifstofur KPMG
Borgartúni 27
8. hæð
Á skattadegi KPMG fræðist þú um skattaumhverfið á Íslandi, breytingar á því og áhrif
þess á fyrirtæki og einstaklinga. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Vinsamlegast skráið þátttöku á vef KPMG, www.kpmg.is.
Áætlaður fundartími er 2,5 klst. með kaffihléi og er sama dagskrá báða dagana.
Á fimmtudeginum er gestum velkomið að þiggja morgunverð á milli kl. 8:00 og 8:30.
Skattadagur KPMG
Ráðstefna um skattamál og tengd málefni
Hægt er að nálgast rafræna
útgáfu Skattabæklings KPMG
og Tax Facts á vefsíðunni
www.kpmg.is/skattabaeklingur
Dagskrá
Kynning
Alexander G. Eðvardsson, yfirmaður skattasviðs
Skattalagabreytingar á liðnu ári
Sigurjón Högnason, sérfræðingur á skattasviði
Helstu réttarreglur um greiðslustöðvun og nauðasamninga
Halla Björg Evans, sérfræðingur á skattasviði
Staða og ábyrgð stjórnenda við gjaldþrot fyrirtækja
Símon Þ. Jónsson, forstöðumaður á skattasviði
Skattaleg meðferð tapaðra krafna og fjárfestinga
Guðrún Björg Bragadóttir, sérfræðingur á skattasviði
Leiðréttingaskylda virðisaukaskatts vegna fasteigna við gjaldþrot
Soffía Eydís Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skattasviði
Aðild að ESB – Skattaleg áhrif á íslensk fyrirtæki
Ágúst Karl Guðmundsson, sérfræðingur á skattasviði
Álitamál tengd eftirgjöf skulda og tapi af fjárfestingum einstaklinga
Elín Alma Arthúrsdóttir, deildastjóri hjá ríkisskattstjóra