Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 22
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Árni Rúnar: „Bryndís er fimm árum
eldri, svo eigum við aðra systur sem
er tíu árum eldri. Við systkinin vor-
um góð saman, auðvitað rífast
systkini stundum en við vorum
nokkuð góðir vinir. Við urðum sér-
staklega góðir vinir svona eftir að
ég var ekki lengur unglingur.
Mamma dó árið 1999. Þá var mik-
ill styrkur í að hafa Bryndísi og líka
Kötu systur. Ég var þá 17 ára en
Bryndís 22 ára. Ég held að böndin
hafi styrkst þarna. Unglingurinn í
mér var að minnka á þessum tíma,
ég leitaði inn í fjölskylduna og þá
treystust böndin.
Við ólumst að mestu leyti upp í
Grafarvoginum, fluttum þangað úr
Breiðholtinu þegar ég var fimm ára.
Varðandi tónlist, þá man ég alltaf
eftir því þegar ég rændi af henni
plötu með Guns N’ Roses. Þannig
kynntist ég hljómsveitinni en platan
var Appetite for Destruction.
Kosningasjónvarp í tjaldi
Þegar ég var lítill var ég alltaf að
skrúfa eitthvað í sundur, sem var
mjög skemmtilegt. Hún mun líklega
segja að ég hafi skrúfað eitthvað í
sundur og þannig skemmt það en
ég held ég hafi bara gert það betra.
Bryndís fékk snemma áhuga á
pólitík. Einu sinni tjaldaði hún úti í
garði með einhverjum vinkonum
sínum og ætlaði að vera þar eina
nótt. Hún var með lítið ferða-
sjónvarp með sér sem pabbi hafði
keypt í Ameríku og notaði það til að
fylgjast með kosningasjónvarpinu.
Stelpunum þótti þetta svo leiðinlegt
að þær fóru allar. En ég sat þarna
eftir með henni að horfa á kosninga-
sjónvarp, fimm eða sex ára gamall.
Svo minnir mig að þetta hafi endað
með því að ég varð lasinn eftir að
hafa verið í tjaldinu.
Ég hef fylgst með henni í pólitík-
inni. Hún stendur sig mjög vel. Hún
heldur í sínar skoðanir, sem er mjög
gott. Ég er alltaf stoltur þegar ég sé
hvað hún heldur sínu striki, hennar
skoðanir breytast ekki í einhverri
hendingu. Mér finnst það mjög
flott.
Skíðakona með
sannfæringarkraft
Hún hefur mikinn áhuga á því að
sannfæra fólk um ágæti skoðana
sinna og hún er líka góð í því. Það
er fínt að tala við hana því hún er
heldur ekki feimin við að segja nei-
kvæðar hliðar skoðana sinna líka.
Maður fær góða mynd af hlutunum
eftir að hafa talað við hana. Ég
reyni að sækja upplýsingar til henn-
ar og finnst ég heppin að hafa hana
til að hjálpa við að móta mér skoð-
anir.
Hún var alltaf mikið á skíðum og
æfði lengi. Hún fer ekki lengur eins
mikið á skíði en henni þykir gaman
að fara að veiða. Fara út á báti eða
sitja við einhverja á og veiða. Hún á
líka fína veiðistöng. Það er langt
síðan ég hef farið með henni en við
höfum farið að veiða saman. Við fór-
um líka stundum með pabba að
veiða þegar við vorum lítil. Það var
skemmtilegt og áhuginn sprettur
kannski upp úr því. Henni þykir
mjög gaman að ferðast og er búin
að fara út um allt. Hún kaupir sér
ekki flatskjá heldur kýs frekar
reynsluna og heldur í ferðalög. Hún
og fjölskylda hennar eyddu til dæm-
is þarsíðustu jólum hjá okkur úti í
New York en ég og kærastan mín
vorum þá búsett þar. Við höfum
alltaf eytt jólunum saman þar til
núna síðast, þá vorum við ekki sam-
an í mat á aðfangadagskvöld en ég
kom til hennar seinna um kvöldið.
Nálægð við miðbæinn
Við Bryndís höldum góðu sam-
bandi, hittumst reglulega og tölum
oft saman í síma. Hún býr líka á
miðbæjarsvæðinu eins og ég. Það er
mjög fínt upp á sambandið. Það er
alltaf stutt að fara á milli. Ég borða
oft heima hjá þeim, rölti kannski í
heimsókn en svo endar maður í mat.
Það er skemmtilegt að fylgjast
með henni í móðurhlutverkinu og
hún er líka mjög góð í því. Strák-
urinn hennar er alveg eins og
Bryndís þegar hún var lítil, af
myndum að dæma. Ég held að
hann sé jafnvel líka líkur henni í
karakter. Bryndís er opinn karakt-
er, hún lýsir sér allavega þannig
gagnvart mér. Við tölum saman á
mjög hreinskilinn hátt. Ég segi
henni þegar ég er ósammála henni
og hún lætur sömuleiðis vita ef hún
er ósammála mér. Ég hjálpaði til
þegar hún fór í prófkjör fyrir al-
þingiskosningarnar síðustu og
reyndi að gera mitt besta. Við
gerðum saman safnplötu með
ýmissi tónlist. Hún var með ákveð-
ið málefni, sem hana langaði að
vekja athygli á, þannig að við gerð-
um safnplötu sem hún gaf í
tengslum við prófkjörið.
Ég var að gefa henni tvær plötur
sem mig langar að hún hlusti á. Við
erum ekki alltaf sammála um tónlist
en ég reyni oft að fá hana til að
hlusta á einhverjar plötur; ýti að
henni einhverju sem mér líkar við
og dettur í hug að henni lítist á. Ég
reyni að sannfæra hana um tónlist
en hún reynir að sannfæra mig um
pólitísk mál. Ég hefði kannski átt að
gefa henni Chinese Democracy
[nýjustu plötu GN’R]? Hún hefur
stutt vel við bakið á mér í tónlist-
inni. Hún er dugleg að skrifa á
bloggið sitt ef ég geri eitthvað sem
henni þykir markvert. Svo mætir
hún líka á tónleika sem er gott. Það
er mjög mikilvægt að sjá einhverja
sem maður þekkir að dansa.“
Ferðalangur
með opinn huga
Systkinin Árni Rúnar og Bryndís Ísfold Hlöðversbörn eru bæði fram-
takssöm, hann í tónlistinni en hún í stjórnmálunum. Þau eru ekki aðeins
tengd nánum fjölskylduböndum heldur einnig vinaböndum, sem hafa
styrkst í áranna rás.
‘‘HÚN HEFUR MIKINNÁHUGA Á ÞVÍ AÐ SANN-FÆRA FÓLK UM ÁGÆTISKOÐANA SINNA OG
HÚN ER LÍKA GÓÐ Í ÞVÍ.
22 Tengsl
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Árni Rúnar Hlöðversson fæddist 9. febrúar 1982 í Reykjavík. Hann er sonur
Sigríðar Guðrúnar Símonardóttur leikskólakennara, sem nú er látin, og
Hlöðvers Hlöðverssonar, fyrrverandi sendibílstjóra. Árni Rúnar og Bryndís
Ísfold eiga ennfremur hálfsysturina Katrínu Björk Svavarsdóttur, f. 1972.
Árni er í sambandi með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur myndlistarkonu. Hann
hefur lengi starfað sem tónlistarmaður, til dæmis í hjómsveitunum Hair-
doctor og FM Belfast. Síðarnefnda sveitin hefur einmitt vakið mikla at-
hygli fyrir nýjustu plötu sína, How to Make Friends, sem hefur hlotið góða
dóma og prýddi innlenda popplista yfir bestu plötur ársins.
BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fæddist í Reykjavík
7. janúar 1977. Eiginmaður hennar er Torfi Frans
Ólafsson, framleiðslustjóri Eve Online hjá CCP.
Saman eiga þau soninn Konráð Bjart, f. 2006.
Bryndís starfar sem varaborgarfulltrúi fyrir
Samfylkinguna í Reykjavík og er ennfremur nemi
við Háskóla Íslands.
Hún starfaði um tíma í fjölmiðlum og
er nú bloggari á Eyjunni, brynd-
isisfold.eyjan.is. Hún hefur lengi starf-
að að stjórnmálum og var m.a. formað-
ur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og
varaformaður framkvæmdastjórnar
Samfylkingarinnar.
ÁRNI HAUKUR HLÖÐVERSSON