Morgunblaðið - 18.01.2009, Page 23
Morgunblaðið/Golli
23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Bryndís Ísfold: „Árni var alltaf ofsa-
lega afslappaður og kátur og með
þægilega nærveru. Hann var yngsta
barn og var því ekki jafn mikið beðinn
um að vaska upp! Við systurnar höfð-
um allavega stundum orð á því.
Þó svo að hann sé félagslyndur og
eigi góða vini hefur hann alltaf verið
mikill grúskari. Hann var stundum
tvo, þrjá tíma að rífa hluti í sundur,
tölvur og ýmis tæki.
Tók hljómborðið í sundur
Ég gaf honum einu sinni hljómborð
sem ég hafði fengið í jólagjöf árið áð-
ur. Hann sýndi því svo mikinn áhuga
og mér fannst ég voðalega góð systir.
Síðar um daginn kom ég að honum
kampakátum inni í herbergi, þar sem
hann var búinn að taka hljómborðið í
sundur niður í frumeindir! Hann
skildi ekki af hverju ég var svona
miður mín. Hann var mikið í því að
skrúfa í sundur og setja aftur saman,
reyndar veit ég nú ekki hvort hljóm-
borðið hefur nokkurn tímann ratað
saman aftur. Þetta var þegar Árni
var svona sjö ára gamall.
Hann er mjög fær í allri tækni og
er búinn að búa til allskyns forrit sem
hann notar í tónlistinni í dag. Hann er
bæði fær að forrita og líka fær í þessu
vélræna þó hann sé ekki menntaður í
því. Alveg frá því að hann var lítill var
hann að taka hluti í sundur og setja
þá aftur saman, og þá oft á nýjan
hátt.
Árni hefur aldrei farið þessa hefð-
bundnu leið að hlutunum. Við ólumst
upp í tiltölulega íhaldssömu umhverfi
og allir fóru fremur hefðbundnar leið-
ir en þegar vinir hans fóru í mennta-
skóla stofnaði hann tölvufyrirtæki!
Ég held hann hafi ekki einu sinni ver-
ið orðinn lögráða þegar hann stofnaði
það. Hann var alltaf á þessari braut,
að forrita og búa til heimasíður og
einhver kerfi. Hann var undrabarn á
þessu sviði. Hann vissi alveg hvað
hann var að gera og það dugði honum
alveg þó aðrir væru mikið að spyrja
hann út úr um fyrirætlanir hans.
Ef honum er heitt í hamsi er hann
tilbúinn að vinna fram á nótt eða á
sunnudegi ef því er að skipta. Hann
hefur sýn á það sem hann vill gera og
framkvæmir hana. Hann er skapandi
og einlægur í sköpun sinni. Það er
gaman að vera í kringum þannig fólk.
Jafningjar og traust fjöl-
skyldubönd
Okkar vinasamband varð strax
mjög náið þegar foreldrar okkar
skildu en þá var Árni aðeins 10 ára
gamall. Svo þegar mamma dó upplifði
ég mikla ábyrgðarkennd gagnvart
honum, en hann var þá 17 en ég 22
ára. Eftir þetta hefur setningin: „Þú
ert ekki mamma mín“ komið nokkr-
um sinnum fyrir. En vina- og fjöl-
skylduböndin treystust mjög þarna.
Seinna meir höfum við orðið meiri
jafningjar og miklu meiri stoð og
stytta hvort annars. Hann hefur
reynst mér mjög góður vinur. Við
höfum góðan skilning hvort á öðru.
Ef ég er eitthvað óhress finnst mér
gott að vera í kringum hann.
Ég verð líka að taka fram að ég er
ákaflega ánægð með það að hann hef-
ur valið sér alveg frábæra kærustu.
Mér þykir það tvímælalaust einn af
hans kostum!
Fordómalaus og greiðvikinn
Árni er rólegur og yfirvegaður og
ég hef aldrei orðið vör við að hann líti
niður á neinn. Hann er ekkert í því að
flokka fólk heldur tekur hverjum og
einum eins og hann er. Hann er svo
fordómalaus. Hann er líka greiðvik-
inn og er tilbúinn að leggja sitthvað á
sig fyrir aðra án þess að ætlast til
þess að fá eitthvað í staðinn.
Samskipti okkar eru ekki mjög
formföst. Ég heyri samt í honum
næstum því á hverjum degi. Við för-
um oft á kaffihús eða borðum saman.
Samskiptin eru afslöppuð og það þarf
ekki að vera neitt sérstakt tilefni til
þess að við hittumst. Stundum förum
við í sund saman á morgnana ef við
erum bæði vöknuð snemma. Það er
mjög sterkur þráður á milli okkar.
Fyrir mér er hann líka góður speg-
ill á pólitíkina. Við erum með sömu
grunngildi en erum ekki alltaf sam-
mála. Við ræðum stjórnmál frekar
mikið og þá til dæmis einhverjar
ákvarðanir sem ég stend frammi fyr-
ir.
Ég er stolt af honum. Það er mjög
gaman að heyra lag með honum í út-
varpinu og svo hafði vinur minn í Hol-
landi samband og sagðist hafa heyrt
lag með hljómsveitinni í útvarpi í
Austurríki! Það er gaman að hann
hafi fengið viðurkenningu á því sem
hann er búinn að vera að gera.“
Fordómalaus tækjagaur
‘‘ÁRNI ER RÓLEGUR OGYFIRVEGAÐUR OG ÉGHEF ALDREI ORÐIÐ VÖRVIÐ AÐ HANN LÍTI NIÐ-
UR Á NEINN.
!"
#
% &
'
(
)* +
, $ - , #
! " # $#%&& "
.+
' ///" " " " # '(&&
Finnsk-íslenska viðskiptaráðið
0 - ' 1 2 # 3 1 )
4 3 5 3 6 7 & 5 . 8
) * + , * - . / - (
SK
AP
AR
IN
N
AU
GL
ÝS
IN
GA
ST
OF
A