Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
ÞITT FÓLK Á HEIMAVELLI
Í níu sendiráðum Íslands víðsvegar um heim starfa viðskiptafulltrúar,
en hlutverk þeirra er að aðstoða íslensk fyrirtæki við markaðssetningu
erlendis og styðja við þau í alþjóðlegum viðskiptum, m.a. með ráðgjöf,
markaðsrannsóknum, leit að samstarfsaðilum og þróun viðskiptasambanda.
Útflutningsráð annast tengsl viðskiptafulltrúanna við íslenskt
atvinnulíf og vikuna 19.-23. janúar verða viðskiptafulltrúarnir
hér á landi til viðtals fyrir fyrirtæki sem leita markaðsráðgjafar á
umdæmissvæðum sendiráðanna. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu
Útflutningsráðs, Borgartúni 35.
Notaðu tækifærið og bókaðu fund í síma 511 4000 eða með tölvupósti,
utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is,
og Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is.
Heimsókn viðskiptafulltrúa
til Íslands 19. – 23. janúar
IP
A
R
P
IP
A
R
IP
A
PPP
S
Í
SS
•
9999
•••••••
AAAAAAAAA
7477704
7
04
7400000000
00000
Bandaríkin
Bretland
Danmörk
Frakkland
Indland
Japan
Kína
Rússland
Þýskaland
www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is
Viðskiptafulltrúar
Íslands erlendis:
síðustu missera, þegar blaðamenn
Baugsmiðlanna, ungir sem aldnir,
reyndir sem óreyndir, hafa byrjað
að flauta eða syngja, sem sé að
segja frá reynslu sinni af ritskoðun
í þágu eigendanna. Fyrir nokkrum
árum, á sjálfu söguskeiði frjáls-
hyggjunnar, benti rithöfundurinn
Milan Kundera á þetta en í dálítið
öðru samhengi. Hann sagði: „Litlu
varðar þótt í hinum ýmsu mál-
gögnum gæti mismunandi hags-
muna. Að baki þeim yfirborðsmun
ríkir sami andi. Það nægir að fletta
amerískum og evrópskum viku-
blöðum, til vinstri jafnt sem hægri,
frá Time til Spiegel. Öll boða þau
sömu lífssýn sem speglast í sama
efnisyfirliti, sömu dálkum, sama
blaðamennskusniði, sama orða-
forða, stíl, smekk og gildismati.
Þetta samlyndi fjölmiðla, falið á
bak við pólitíska fjölbreytni, er
andi okkar tíma.“ Milan Kundera
sagði skáldsöguna andhverfa þess-
um anda. Hún tjáir önnur viðhorf
en handhafar sannleikans, hvort
heldur er um að ræða fréttastofur
fjölmiðla eða stjórnmálamenn.
Verksvið skáldsögunnar er leitin,
samskipti mannanna á bak við ví-
gorðin og tuggurnar, gleðin sem
rúmast ekki í fréttayfirlitinu og
sorgin handan fyrirsagnarinnar.
Það sem Milan Kundera er líka að
segja er að sjálf ritskoðunin þarf
ekki að fara fram með beinni skip-
an eigendanna, ekki í boðhætti,
heldur er hún hluti af gildismatinu,
andrúmslotinu, anda okkar tíma.
Kryddsíldarþátturinn var ein-
mitt gott dæmi þetta, um þennan
anda, að allt sé eins og áður, með
dúklögðum borðum, bjór, síld og
þjónustustúlkum, yfirborðs-
kenndum spurningum og ut-
anaðbókarlærðum svörum. Það á
bara að velta kreppunni yfir á fólk-
ið í landinu og halda partíinu
áfram eins og ekkert hafi ískorist.
Allt sem ríkisstjórnin gerir lýsir
svo vel hverjir hafa haldið um
valdataumana, hverjir halda um
valdataumana og hverjir ætla sér
að halda um valdataumana. Ís-
lenskur almenningur á að hreinsa
upp eftir þetta lið í margar kyn-
slóðir og það ætlar að halda áfram
að stjórna okkur. Það er búið að
skuldsetja okkur út á kaldan klaka,
veðsetja okkur inn í framtíðina og
þegar við mótmælum fáum við á
okkur skrílsstimpil og jafnvel fabú-
leringar um klæðaburð frá utan-
ríkisráðherranum við dúklagt borð
Kryddsíldarinnar. Það á ekki að
bæta tjónið með því að sækja það
til þeirra sem ollu því heldur á að
velta því yfir á okkur, á almenning,
enn einu sinni. Þeir sem kveiktu í
húsinu ætla að beina athyglinni að
unglingnum sem hrækti á gang-
stéttina. Auðstéttin vill að öll and-
staða sé brotin á bak aftur með
lögreglukylfum og gasi en neitar
sjálf að axla alla ábyrgð. Um leið
og auðstéttin axlar sína ábyrgð, og
ríkisstjórnin og eftirlitsstofnanir
hennar, þá hætta þessi mótmæli
sjálfkrafa. Ef Ari Edwald og Sig-
mundur Ernir segja yfirboðurum
sínum að axla ábyrgð þá geta þeir
hámað í sig eins mikla síld og þeir
geta í sig látið. Lögreglan ætti
frekar að taka upp kylfurnar og
flengja ríkisstjórnina, auðstéttina
og handlangara hennar á fjölmiðl-
unum. Ég held að lögregluþjón-
arnir eigi meiri samleið með okkur
sem mótmælum en auðstéttinni
sem líka hefur veðsett börnin
þeirra.
Í skáldsögu sinni Óbærilegur
léttleiki tilverunnar nefnir Milan
Kundera eina af ástæðunum fyrir
grímubúningum stjórnleysingja, en
hún er sú að vorið í Prag flykktust
vestrænir ljósmyndarar á staðinn.
Flestir þökkuðu ljósmyndurunum
fyrir að miðla upplýsingum og
myndum af því sem var að gerast
en þegar allt var um garð gengið
notaði leynilögregla tékkneska
kommúnistaflokksins þessar sömu
ljósmyndir til að handtaka þá sem
á myndunum voru. Mótmælendur
hafa því ýmsar ástæður til að vilja
ekki þekkjast og þótt ekki þekkj-
um við fjöldahandtökur á Íslandi
er það kunnara en frá þurfi að
segja að margir hafa þurft að
gjalda fyrir skoðanir sínar, verið
útilokaðir frá störfum og fleira í
þeim dúr. Klíkuráðningar, ónýt
stjórnsýsla, það eru málefni dags-
ins. En við mótmælendur erum
líka að rísa upp gegn þessum veru-
leika óttans. Við erum að mótmæla
og við erum að tjá okkur og gerum
það flest grímulaus. Ég get hins
vegar ekki annað en borið fulla
virðingu fyrir þeim sem bera grím-
ur og vilja ekki þekkjast. Þeir eru
ófáir sem hafa komið að máli við
mig og sagt: Ég er alveg sammála
því sem þú ert að skrifa, og langar
til að segja það sama, en ég get
bara ekki komið fram og sagt mína
skoðun stöðu minnar vegna. Hvað
segir þetta um okkar samfélag?
Það er því miður gömul saga að
fólk hefur þurft að fara í launkofa
með skoðanir sínar, en tími frjáls-
hyggjunnar hefur líka verið tími
útsmoginnar þöggunar. Mönnum
hefur ekki beinlínis verið bannað
að hafa skoðanir en menn hafa al-
veg vitað hvað það getur þýtt að
hafa skoðanir.
Fyrir fjórum árum gengu öflug-
ar flóðbylgjur á land í Asíu. Marg-
ir dóu. Samfélög lögðust í eyði.
Fjölskyldur leystust upp. Þessu
lýsti Condoleezza Rice, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sem
„dásamlegu tækifæri til þess að
hefja uppbyggingu og opna nýja
markaði“. Nú er efnahagshruni Ís-
lands oft líkt við náttúruhamfarir,
þó að þar sé um að ræða hamfarir
af mannavöldum. Samt minna orð
Condoleezzu Rice óþægilega á orð
Þorgerðar Katrínar mennta-
málaráðherra um að framundan
séu „skemmtilegir og spennandi
tímar fyrir Sjálfstæðisflokkinn“.
Þessi orð lét hún einmitt falla í
samhengi við uppbygginguna sem
framundan er, efnahagshamfar-
irnar sem orðið hafa. Það kemur
heldur ekki á óvart að heyra að
Þorgerður Katrín hafi sérstakt dá-
læti á Ronald Regan og Margréti
Thatcher, þótt það sé í sjálfu sér
aukaatriði, en það hlýtur að vera
skemmtilegt fyrir Samfylkinguna
að sitja í ríkisstjórn með svona
andríku fólki, gangi maður út frá
því að líkur sæki líkan heim.
Það er augljóst mál: Sjálfstæð-
isflokkurinn ætlar að skemmta sér
í brunarústunum sem sautján ára
veldaseta hans hefur skapað og
einhver af frjálshyggjupáfunum
mun eflaust leika á fiðlu í kjöltu
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á meðan
sjálf brunaútsalan fer fram og ef-
laust verður gott útsýni og góð ör-
yggisgæsla við víggirt hús yf-
irstéttarinnar þegar þessu er öllu
lokið. Svona eins og í Mexíkó og
Rússlandi. Það eru líka margir
farnir að sjá að yfirstéttir þessara
landa og yfirstétt okkar hér á Ís-
landi eiga mun fleira sameiginlegt
en við höfum hingað til trúað.
Hitt stóð líka heima: Þegar íbú-
ar á einu svæðinu í Indónesíu
sneru aftur heim til að endurreisa
líf sitt þá blasti við þeim skrýtinn
veruleiki. Þar sem fábrotin heimili
þeirra stóðu áður voru risin vest-
ræn glæsihótel. Já, uppbygging
var hafin, nýir markaðir höfðu
opnast. Þetta er kallað hamfara-
kapítalismi. Hagfræðingar íslensku
frjálshyggjunnar sjá vonarglætu í
því að brátt munu hinir fjársterku
auðmenn flytja fé sitt heim og
kaupa eigur almennings fyrir lítinn
pening. Þegar fólk er orðið gjald-
þrota. Það er þetta sem auðmenn-
irnir eru að bíða eftir og þetta á að
framkvæma í skjóli ríkisstjórn-
arinnar. Þetta eru hinir skemmti-
legu og spennandi tímar fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, að færa bruna-
rústir efnahagshamfaranna aftur
til auðkýfinganna. Skuldug fyr-
irtækin renna skuldlaus aftur til
fyrri eigenda sinna. Menn sem
skulda þúsund milljarða leysa
þetta til sín, eins og að drekka
vatn. Það er þetta sem Jón Ásgeir
vill bjóða okkur upp á í umboði
sinna manna. Fjölmiðlarnir eru nú
þegar komnir til hans og forstjóri
365, Baugsmiðlasamsteypunnar,
hótar mótmælendum og hvetur
lögregluna til dáða. Það ber vissu-
lega að harma tilgangslaus eigna-
spjöll við mótmælaaðgerðir, að
ekki sé talað um líkamsmeiðingar,
en það má alveg bjóða þeim Ara
Edwald og Sigmundi Erni Rúnars-
syni að laga fyrir þá tækin ef
Baugsveldið gerir upp skuldir sín-
ar við þjóðina. Ari Edwald situr í
Viðskiptaráði þar sem valdarán
viðskiptalífsins var skipulagt, þeg-
ar það tók öll völd í landinu og bað
löggjafann vinsamlegast um að
láta sig hverfa. Honum væri því
nær að líta í eign barm þegar hann
harmar tekjutap Baugsmiðilsins,
þessa sama miðils og gert hefur
sitt besta til að halda þjóðinni í fá-
fræði, í þágu eigenda sinna, sem í
kyrrþey hafa getað sölsað undir
sig ómæld verðmæti. Slíkt gerist
einmitt með góðan stýrimann eins
og Sigmund Erni Rúnarsson um
borð í skútunni, mann sem setur
upp hryggðarsvip, talar um millj-
ónatjón og reynir ásamt yfirboðara
sínum að ná til sín orðræðunni og
hvetja til valdbeitingar gegn mót-
mælendum og ljúga í fjölmiðli til
að almenningi þyki sú valdbeiting
sjálfsögð. Þetta er ekki bara ljótur
leikur, heldur aumkunarverður
undirlægjuháttur og hefur engan
annan tilgang, þegar öllu er á
botninn hvolft, en að endurheimta
völd auðjöfranna sem fóstrað hafa
snyrtilega yfirborðsmennskuna öll
þessi ár.
Skoðun 25
@
Fréttir
á SMS
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali