Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
21. janúar 1979: „Fyrstu fjóra mán-
uði valdatíma núverandi ríkis-
stjórnar biðu sjálfstæðismenn
átekta til þess að sjá hvað verða
mundi um stefnu stjórnarflokk-
anna. Sú afstaða Sjálfstæðisflokks-
ins var eðlileg. Eftir kosningabar-
áttuna, úrslit kosninga og
stjórnarmyndun var nauðsynlegt,
að það kæmi skýrt fram hver kost-
ur vinstri flokkanna væri í efna-
hagsmálum. Eftir fjögurra mánaða
valdaferli lá sú niðurstaða fyrir.
Vinstri flokkarnir sviku kosninga-
loforðin um samningana í gildi. Þeir
beittu sér fyrir stórfelldri skattp-
íningu, sem m.a. hefur dregið svo
máttinn úr atvinnurekstrinum, að
hætta er á atvinnuleysi. Svikin lof-
orð, skattpíning, verðbólga og
hætta á atvinnuleysi er því það sem
við blasir eftir fyrstu mánuði valda-
tíma núverandi ríkisstjórnar.“
. . . . . . . . . .
17. janúar 1988: „Í Morgunblaðinu í
gær birtist stórathyglisverð grein
eftir Margréti Þorvaldsdóttur, sem
skrifar reglulega þætti í blaðið. Í
grein þessari ræður Margrét um
matvælaframleiðslu hér og stöðu
neytandans gagnvart svikinni vöru.
Margrét Þorvaldsdóttir segir m.a.:
„Fyrir nokkru var keypt hakkað
nautakjöt í einni stærstu mat-
vöruverzlun bæjarins. Kjötið stóð í
kæli óinnpakkað í 12 tíma og
breytti ekki um lit, eins og eðlilegt
hefði verið, heldur hélzt það fallega
rautt. Það var síðan geymt í kæli í
fimm daga og breytti ekki lit. Þar
sem þessi litur gat þýtt, að hakkið
væri blandað saltpétri, var hringt
til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
og síðan til Hollustuverndar með
rannsókn og vísaði hvor á annan.
Þar sem engar slíkar rannsóknir
voru fyrirhugaðar, en saltpét-
ursrannsóknir eru dýrar, fékkst
kjötið rannsakað með öðru í Rann-
sóknarstofu landbúnaðarins. Kjötið
reyndist innihalda saltpétur en
ekki yfir hættumörkum. Sam-
kvæmt reglugerð má ekki setja
saltpétur í kjöt, hakkað kjöt, eða
kjötfars eða annað slíkt kjötmeti,
sem haft er á boðstólum sem
nýtt.““
Úr gömlum l e iðurum
Miklar um-ræðurum stöðu
jafnréttismála á
Íslandi fóru fram á
jafnréttisþingi
sem haldið var á föstudaginn.
Þar kom út af fyrir sig ekkert
nýtt fram um stöðuna eins og
hún er. Það er vitað mál að enn
er mjög langt í land að fullu
jafnrétti kynjanna sé náð.
Það var hins vegar athygl-
isverð nýjung að karlar voru
stór hluti fundargesta og þar á
meðal allmargir karlar í valda-
og áhrifastöðum. Það vekur
vonir um betri árangur í jafn-
réttisbaráttunni. Hann næst
ekki nema karlar og konur
berjist þar hlið við hlið en ekki
kynin hvort gegn öðru.
Algengur útgangspunktur í
máli þeirra, sem kvöddu sér
hljóðs á jafnréttisþinginu, var
að gæta yrði að jafnrétti
kynjanna við þá endurreisn ís-
lenzks efnahagslífs sem nú fer
í hönd.
Þórólfur Árnason, forstjóri
Skýrr, benti á árangur fyrir-
tækja þar sem bæði kyn koma
að stjórnun. Hann sagði að
það væri einfaldlega góður
bisness að gæta að jafnrétti
kynjanna í fyrirtækjarekstri.
Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra talaði á
sama veg. Hún sagði furðulegt
að atvinnulífið skyldi ekki átta
sig á sóunni sem fælist í því að
útiloka helming mannauðsins
frá virkri þátttöku við upp-
byggingu, rekstur og stjórnun
fyrirtækja. Raunar væri það
forkastanlegt og ólíðandi.
Ráðherra vitnaði til rann-
sókna sem sýna fram á að fyr-
irtæki, þar sem konur og karl-
ar stjórna saman,
ná betri árangri en
fyrirtæki þar sem
karlarnir eru einir
við völd. Rann-
sóknir sýna enn-
fremur að konur eru varfærn-
ari í fjármálum en karlar.
„Ég get ekki varist þeirri
hugsun hvort við hefðum farið
eins illa út úr fjármálakrepp-
unni og raun ber vitni ef konur
hefðu verið virkari þátttak-
endur í stjórnun þeirra at-
vinnu- og fjármálafyrirtækja
og eftirlitsstofnana sem mestu
réðu um að svo fór sem fór. Ég
hef sannarlega mínar efa-
semdir í þeim efnum,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir.
Ráðherrann er ekki ein um
að hafa slíkar efasemdir.
Það er algjört lykilatriði við
uppbyggingu atvinnu- og fjár-
málalífsins að bæði karlar og
konur stýri þeirri endurreisn.
Ráðherra sagðist íhuga lög-
gjöf um kynjakvóta. Slík lög-
gjöf ætti að vera óþörf. Þetta
mál snýst ekki eingöngu um
réttlæti og sanngirni, heldur
líka um góðan rekstur og hag-
sæld þjóðarinnar. Félags-
málaráðherra sagði réttilega
að Ísland hefði einfaldlega
ekki efni á því að mismuna
kynjunum.
Það ber að hafa í huga að
konum fjölgar ekki í stjórn-
unar- og áhrifastöðum nema
karlar víki til hliðar. En gera
má ráð fyrir að á næstunni
verði fleiri slíkar stöður lausar
en oft áður. Og jafnrétti í at-
vinnulífinu og pólitíkinni næst
ekki heldur nema jafnrétti ná-
ist inni á heimilunum. Þar
þurfa karlarnir að koma sterk-
ari inn.
Ísland hefur ekki
efni á að mismuna
kynjunum}
Uppbygging
á forsendum jafnréttis
N
ú þegar fréttir berast af því að
Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra muni senn víkja
af hinu pólitíska sviði er ekki
laust við að maður hugsi hlý-
lega til hans. Björn tilheyrir harðlínuarmi
Sjálfstæðisflokksins og er því umdeildur eins
og sú klíka öll. Mönnum þar innanborðs er þó
ekki alveg alls varnað, eins og sannast á
Birni. Hann er vinnusamur, alltaf sjálfum sér
samkvæmur og berst stöðugt til þrautar. En
hann er kannski líka óhóflega mikill bardaga-
maður. Nú er hann í stríði ásamt harðlínu-
félögum sínum innan Sjálfstæðisflokksins
gegn hugmyndum um aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu. Vinni Björn og félagar það
stríð munu þeir telja það sigur fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. En það kann að verða dýrkeyptur sigur
sem mun leiða til einangrunar Sjálfstæðisflokksins með
tilheyrandi fylgishruni. Örugglega ekki það sem Björn
og félagar ætla sér. Þeir kunna því að eiga eftir að sitja
með mikla sektarkennd í sálarlífinu af því þeir drápu
óvart yndi sitt: Sjálfstæðisflokkinn.
Það verður ekki horft framhjá því að Björn og fé-
lagar eru óhræddir við umræðuna. Þeir vaða fram með
ósveigjanlegar skoðanir sínar gegn Evrópusambandinu
og hika ekki við að taka slaginn. Það sem vekur hins
vegar athygli er hversu lítilli andstöðu þeir mæta. Inn-
an Sjálfstæðisflokksins er eins og fáir þori eða vilji
svara þessum hópi fullum hálsi. Ætti að taka mið af því
mun litla klíkan í Sjálfstæðisflokknum hafa
dýrkeyptan sigur á landsfundinum seinna í
þessum mánuði.
Björn Bjarnason, sem er óþreytandi á rit-
vellinum, hefur nú sent frá sér bók um
tengsl Íslands og Evrópusambandsins: Hvað
er Íslandi fyrir bestu? Bókin geymir gamlar
greinar Björns en það er svosem enginn
galli á bókinni því Björn skiptir aldrei um
skoðun og getur því ætíð staðið við allt sem
hann hefur sagt.
Það er ekki einungis þögn Evrópusinn-
anna innan Sjálfstæðisflokksins sem vekur
athygli heldur einnig hversu lítið Evrópu-
sambandssinnar innan Samfylkingar hafa
sig í frammi. Frá þeim kemur engin bók og
ef þeir senda frá sér blaðagrein um Evr-
ópustefnu flokksins eða nauðsyn Evrópusambands-
aðildar þá telst það til tíðinda. Það var því tekið eftir því
þegar þingmaður Samfylkingar, Lúðvík Bergvinsson,
vék að nauðsyn Evrópusambandsaðildar í Morgun-
blaðsgrein fyrr í þessari viku.
Af hverju eru Evrópusambandssinnar ekki í áróð-
ursferð fyrir aðild að Evrópusambandinu á sama hátt
og hópur innan Sjálfstæðisflokksins hamast gegn hug-
myndum um aðild? Finnst þeim nóg að þjóðin lesi sér
til um ESB í ítarlegum greinaflokkum í Morgun-
blaðinu? Ekki skal dregið úr upplýsingagildinu sem þar
er á ferð en ESB-sinnar þurfa að láta í sér heyra.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Björn í baráttu
Þjóðin fái vald til að
knýja fram þingrof
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
F
orseti Lettlands, Valdis
Zatlers, hefur hótað að
leysa upp þing landsins
innan þriggja mánaða
ef það samþykkir ekki
lög sem gera kjósendum kleift að
knýja fram þingrof og kosningar.
Zatlers hótaði þessu eftir að alvar-
leg efnahagskreppa leiddi til mestu
óeirða í landinu frá því að það fékk
sjálfstæði árið 1991. Um 10.000
manns tóku þátt í mótmælum gegn
stjórn Lettlands á þriðjudaginn var
og til átaka kom við lögreglu þegar
tugir mótmælenda reyndu að ráðast
inn í þinghúsið í Riga. Lögreglan
beitti táragasi og kylfum gegn mót-
mælendum, sem köstuðu grjóti og
brutu rúður í opinberum bygging-
um. Yfir 40 manns slösuðust, flestir
þeirra mótmælendur, en einnig sex
lögreglumenn og átta herlögreglu-
menn. Nær 130 mótmælendur voru
handteknir.
Mótmælin og óeirðirnar vöktu
efasemdir um að ríkisstjórn mið- og
hægriflokkanna væri fær um að
knýja fram erfiðar sparnaðar-
aðgerðir sem hún samþykkti í við-
ræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
í desember til að verja gengi gjald-
miðils landsins, latsins, sem er
tengdur við evruna. Takist Lettum
ekki að leysa efnahagsvandann og
neyðist þeir til að fella gengi latsins
er óttast að það valdi titringi í öðrum
löndum í austanverðri Evrópu sem
hafa fest gengi gjaldmiðla sinna við
evruna.
Aðeins 16% trúa valdhöfunum
Zatlers forseti sagði að mótmælin
sýndu að stjórnin og þingið þyrftu að
endurheimta traust almennings. Ný-
leg viðhorfskönnun bendir til þess að
aðeins 16% landsmanna trúi því sem
ráðamennirnir segja um efnahags-
og stjórnmálaástandið í landinu.
Zatlers veitti þinginu frest til 31.
mars til að samþykkja stjórnar-
skrárbreytingu sem gerði almenn-
ingi kleift að knýja fram þjóðar-
atkvæðagreiðslu um þingrof.
Samkvæmt stjórnarskránni getur
aðeins forseti landsins boðað til
slíkrar atkvæðagreiðslu, en hann
hefur aldrei beitt því valdi. Tillaga
um stjórnarskrárbreytingu náði
ekki fram að ganga í þjóðaratkvæða-
greiðslu í ágúst vegna lítillar kjör-
sóknar en þingið samþykkti þó að
semja drög að stjórnarskrárbreyt-
ingu til að gera almenningi kleift að
safna undirskriftum og knýja fram
atkvæðagreiðslu um þingrof. Síðan
hefur lítið gerst í málinu.
Lettland gekk í Evrópusambandið
árið 2004 og mikill hagvöxtur var í
landinu þar til um mitt árið 2007.
Hagvöxturinn var um tíma meiri en í
nokkru öðru ESB-landi og var að
miklu leyti rakinn til mikillar lán-
töku og launahækkana. Bólan
sprakk þegar erlendir bankar
hægðu á lánveitingum sínum og
stjórnin neyddist til að þjóðnýta
næststærsta banka landsins, Parex.
Stjórnin spáir því að lands-
framleiðslan minnki um 5% á árinu
en nokkrir hagfræðingar telja að
samdrátturinn verði enn meiri, eða
8%. Atvinnuleysið er nú 7% og gert
er ráð fyrir því að það verði 10% á
árinu.
Verðbólgan var 17,9% þegar hún
náði hámarki í maí á liðnu ári en
lækkaði í 10,5% í desember.
Þingið hefur samþykkt sparn-
araðgerðir sem fela m.a. í sér að
heildarlaunagreiðslur ríkisins eiga
að lækka um 15%.
Reuters
Óeirðir Lögreglumenn verja þinghúsið í Riga. Tugir stjórnarandstæðinga
reyndu að ráðast inn í þinghúsið á þriðjudag til að krefjast kosninga.
LETTLAND tengdi gjaldmiðil sinn,
lat, við evruna þegar það gekk í
Evrópusambandið árið 2004 og
stjórn landsins stefnir að því að
taka upp evruna á árunum 2011-
2012. Það markmið virðist nú vera
eintómir draumórar vegna efna-
hagskreppu sem valdið hefur mikl-
um fjárlagahalla og verðbólgu.
Ólíklegt þykir að landinu takist að
uppfylla skilyrðin sem sett eru fyrir
upptöku evrunnar.
Stjórnin hefur lagt áherslu á að
verja gengi latsins eftir að Lettland
náði samkomulagi í desember um
lán að andvirði 7,5 milljarðar evra
frá Evrópusambandinu, Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum, Svíþjóð, Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi, Tékk-
landi, Póllandi og Eistlandi.
Norrænir bankar hafa fjárfest
mikið í Lettlandi og tapa því miklu
fé ef ekki verður hægt að reisa
efnahag landsins við.
FJARLÆGIST
EVRAN?
››
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/