Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 31

Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 31
 Erlendir fjölmiðlar d varð enn og aftur í du sína fulltrúa til að eiminum sem félli í klóruðu sér hins vegar í n vanagang að mestu nægja og hún hefur farið ótmælum og borg- nna hafa tekið þátt. eða hundadaganna eins gu neyðarlaganna fór í kilanefndir voru stofn- ankastjórunum skipt út amanna misstu vinnuna þjóðfélaginu, óvissa sem að er. ðasamfélagsins með að- reiðslu og inngripum Al- kkurt japl, jaml og fuður lán til handa Íslend- auk viðbótarlána frá víþjóð, Rússlandi og Pól- kkar Færeyinga upp á 50 tökur upp á um 640 millj- ssi lán þó ekki verið nýtt nema að litlum hluta frá IMF, eru nokkurs konar yf- irdráttur fyrir ríkissjóð. Deilan milli Íslendinga og Breta um Icesave-innlánsreikninga Landsbankans tafði af- greiðslu IMF en ofan á allt saman höfðu bresk stjórnvöld beitt hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenskra banka í Bretlandi. Um tíma stefndi í nýtt „þorskastríð“ milli þjóðanna þar sem ráðamenn þjóðanna skiptust á föstum skotum. Einkum þóttu ummæli Gordons Brown forsætisráðherra um Íslendinga afar hörð og sættu líka gagnrýni í hans eigin landi. Enn er óljóst hvað olli þessum aðgerðum hjá Bretum. Voru það fjármagnsflutningar íslensku bankanna frá Bretlandi? Var það samtal fjármálaráðherranna Árna M. Mathiesen og Alistair Darling? Ummæli Davíðs Odds- sonar í Kastljósi? Þessum spurningum hefur ekki fyllilega verið svarað en það verkefni bíður væntanlega þeirra rannsakenda sem hafa verið skipaðir til að skoða banka- hrunið, aðdraganda þess og eftirmál. Von á sendinefnd IMF á ný Ennþá er eftir að semja endanlega um þessar Icesave- kröfur og óvíst hvort þær verða 100, 500 eða jafnvel hátt í 700 milljarðar króna. Málaferli eru framundan, þar sem skilanefnd gamla Kaupþings hefur ákveðið að höfða mál á hendur breskum stjórnvöldum. Stríðið heldur áfram. Í tengslum við lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kynntu stjórnvöld margháttaðar aðgerðir sem ætlað var að koma skikki á ríkisfjármálin og efnahag fyrirtækja og heimila í landinu. Einhver þessara atriða eru komin í framkvæmd en mörg verkefni eru óleyst. Gjaldeyrissjóðurinn er með okkur undir ströngu eft- irliti. Sendinefnd kom hingað til lands um miðjan desem- ber sl. í óformlega könnun. Stjórnvöld fengu stimpil um að allt væri samkvæmt áætlun en von er á nefndinni aftur núna í febrúar í sína fyrstu formlegu endurskoðun, sem mun svo fara fram á þriggja mánaða fresti næstu tvö árin eða svo. Viðmælendur blaðsins telja að fáar stórar ákvarð- anir um framhaldið verði teknar fram að næstu heimsókn. Gremja yfir gjaldeyrishöftum Hafi mönnum ekki þótt stýrivextir Seðlabankans nógu háir þá voru þeir hækkaðir enn frekar, úr 12% upp í 18% í lok október og eru enn í þeim hæðum. Gjaldeyrishöftum var komið á og eldri kynslóðin fékk að nokkru leyti að upp- lifa skömmtunarseðlana á ný, þar sem framvísa þurfti far- seðlum til að fá gjaldeyri fyrir utanlandsferðinni og langan tíma tók fyrir innflytjendur að fá gjaldeyri. Þannig er það enn og höftin valda aukinni gremju meðal innflutningsfyr- irtækja. Kominn er á tvöfaldur gjaldeyrismarkaður þar sem útflytjendur hafa stofnað erlenda bankareikninga með myntina á mun hærra gengi en skráð er hér heima. Þannig er talið að gjaldeyririnn hafi ekki skilað sér heim. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2009 hafði legið frammi í fáa daga þegar bankakerfið hrundi fyrir 100 dögum. All- ar forsendur gjörbreyttust á skömmum tíma og frumvarp með um 57 milljarða króna halla breyttist í meðförum fjár- málaráðuneytisins og Alþingis í ríflega 150 milljarða halla. Frumvarpið var samþykkt skömmu fyrir jól og fram- undan er stórfelldur niðurskurður í ríkisútgjöldum. Fyrstu merki hans eru komin fram í boðuðum breytingum heilbrigðisráðherra á rekstri heilbrigðisstofnana, við litla hrifningu heilbrigðisstarfsfólks og sveitarfélaga, en sú megna óánægja er sennilega aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. Hafi árið 2008 verið erfitt þá verður þetta ár sennilega enn erfiðara og jafnvel einnig 2010. Enda hefur sjálfur fjármálaráðherra sagt óbeinum orðum að við förum ekki að sjá til sólar fyrr en árið 2013, þegar von er á einhverjum afgangi á fjárlögum. Framundan er aukið atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot fyrirtækja. Yfir 11 þúsund Íslendingar eru nú án atvinnu og þær tölur eiga því miður eftir að hækka. Fram hafa komið spár um gjaldþrot um 3.500 fyrirtækja á þessu ári. Skuldirnar hrannast upp, talið er að þjóðin sé með á bakinu yfir 2.000 milljarða króna skuldabagga, sem gerir um sjö milljónir króna á haus. Guð blessi Ísland. Fjármála- og viðskiptaráðherra koma þeim skilaboðum til bankastjórna og -ráða að auglýsa beri stöður bankastjóra í nýju bönkunum. 14. janúar Innan bankanna er einblínt á að hrinda í fram- kvæmd þeim úr- ræðum sem snúa að því að hjálpa fyrirtækjum í vandræðum. 1. des. til 17. jan. Nýjar stjórnir bankanna taka við störfum af bráðabirgðastjórn- um nýju bankanna. Áfram er stefnt að því að bankarnir verði tímabundið að öllu leyti í eigu ríkisins. Vilji er til þess hjá ríkisstjórninni að erlendir aðilar, jafnvel kröfuhafar gömlu bank- anna, eignist hluta í nýju bönkunum. 8. nóvember Peninga- markaðssjóðir gömlu bankanna urðu fyrir miklu höggi vegna hruns bankanna. Eftir að vinnu við mat á eignum sjóðanna er lokið er tilkynnt um rýrnun þeirra. 68 prósent eigna sjóða Landsbankans stóðu eftir. 85 prósent sjóða Glitnis og Kaupþings, að meðaltali, hélst eftir. 1.-15. nóvember Nýir bankastjórar taka tímabundið við störfum, og nýir framkvæmdastjórar einstakra sviða einnig. Margir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn gömlu bankanna. Elín Sigfús- dóttir, fyrrverandi starfsmaður Lands- bankans, tekur við starfi bankastjóra Nýja Landsbankans. Birna Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, tekur við starfi bankastjóra Nýja Glitnis. Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi ráðgjafi Geirs H. Haarde og forstjóri Icebank, tekur við sem bankastjóri Nýja Kaupþings. 10.-15. október Bresk stjórnvöld beita hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi. Óljóst er í fyrstu hvers vegna lögunum er beitt. Deilur um ábyrgð á Icesave-innlánsreikningum Landsbankans virðast í fyrstu vera kveikjan að því að eignirnar eru frystar. 9. október Fjármálaeftir- litið grípur inn í rekstur Kaupþings. Nýr banki, Nýja Kaupþing, er stofnaður utan um innlenda starfsemi. Skilanefnd tekur yfir gamla bankann. 8. október Fjármálaeftir- litið grípur inn í rekstur Landsbanka Íslands hf. á grundvelli nýsettra neyðarlaga. Eftirlitið grípur einn- ig inn í rekstur Glitnis seinna sama dag. Innlendri starfsemi Landsbankans og Glitnis er haldið gangandi. En skilanefndir taka yfir starfsemi gömlu bankanna. Almennri fjármálaþjónustu fyrir viðskipta- vini er haldið gangandi. Nýir bankar, Nýi Landsbankinn hf. og Nýi Glitnir hf., eru stofnaðir utan um innlenda starfsemi bankanna. 7. október Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpar jóðina í sjónvarpi og útvarpi. Neyðarlög sem færa Fjármála- eftirlitinu víðtækar heimildir til þess að taka yfir starfsemi ankanna á innlendum vettvangi u samþykkt. Allar innstæður og séreignarsparnaður er tryggður í bönkum hér á landi. éð á að fara endurfjármagna kakerfi, ná stöðug- aldeyrismarkaði og kilyrði á fjármála- ði fyrir endurreisn nahagslífsins. Fyrstu stig áætlunarinnar, sem unnið er að nú, miðast við að ná stöðugleika á gjaldeyrismarkaði svo krónan geti orðið virkur gjaldmiðill að nýju. Gripið var til þess að setja gjaldeyrishöft til þess að koma frekari stoðum undir krónuna til styrktar. Öðru fremur eiga gjaldeyrishöftin að koma í veg fyrir hraðan fjármagnsflótta úr landinu. Gjaldeyrishöftin fela í sér að frjálst flæði fjármagns milli landa er ekki fyrir hendi. Þetta gerir það að verkum að gengi krónunnar er tvöfalt. Eitt gengi, með gjaldeyrishöftunum, er á markaði á Íslandi, en annað hjá evrópska seðlabankanum. Hjá honum kostar evran 290 krónur, en 168 krónur hér á landi. Þetta markmið hefur því ekki náðst enn. Lengri tíma hefur tekið að styrkja krónuna en reiknað var með í fyrstu, þar sem erfiðlega hefur gengið að fá útflutningstekjur inn í landið. Vonast er til þess að krónan geti styrkst verulega, gengis- vísitala hennar verði jafnvel komin niður í 150 til 160, fyrir lok apríl. Erlend endur- skoðunarfyrirtæki, sem fengin hafa verið til þess að meta eignir bæði nýju og gömlu bankanna, munu skila af sér niðurstöðu sinni eigi síðar en 15. febrúar samkvæmt áætlunum. Hluti af þeirri endurskoðun er einnig mat á því hvort stjórnendur og helstu hluthafar hafi gerst sekir um afglöp í rekstri eða misnotkun á bönkunum. Eftir að þessu mati er lokið verða nýju bankarnir endurfjármagnaðir með samtals 385 milljörðum króna. Hlutafjárframlagið verður í formi ríkisskuldabréfa sem gefin verða út á markaðskjörum og verður það lagt fram fyrir lok febrúar. Að hálfu áru liðnu standa vonir til þess að verðbólga hafi lækkað mikið frá því sem nú er. Samkvæmt áætlunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir því að verðbólga verði komin í 4,5 prósent í lok ársins. Stýrivextir, sem nú eru 18 prósent, munu lækka hratt samhliða lækkandi verðbólgu. eð anka þar á verður ris- um Ríkisstjórnin hvetur til þess að fjárfestingarsjóðurinn taki tillit til sjónarmiða er lúta að góðum stjórnunarháttum og samfélags- legri ábyrgð fyrirtækja, þar á meðal áherslu fyrirtækja á að viðhalda eða fjölga störfum. 6 Ríkisstjórnin lýsir yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum, m.a. í því skyni að tryggja endurfjármögnun bankanna, fjölbreyttara bankaumhverfi og greiða fyrir eðlilegum lánavið- skiptum innlendra aðila og erlendra banka. 7 Fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði laga gert kleift að gera upp ársreikninga í er- lendri mynt. 8 Stjórn greiði fyrir því með lagasetningu að lífeyrissjóðirnir geti eignast fasteignir til lengri tíma sem þeir hafa lánað fyrir. Þannig er hægt að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum sem missa fasteignir sínar að búa eða starfa áfram í fasteigninni með því að leigja hana af lífeyris- sjóðnum. 9 Lögð verði sérstök áhersla á mann- aflsfrekar atvinnuskap- andi aðgerðir á vegum ríkisins. Leitað verði eftir samstarfi við sveitarfélög um tímasetningu framkvæmda með það fyrir augum að standa vörð um atvinnu. 10 Stjórnvöld beiti sér fyrir endurskoðun á ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og annarra laga í því skyni að auðvelda stjórn- endum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika. 11 Ríkisstjórnin mun í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins fara yfir reglur um gjaldeyrishöft, sem ætlað er að styrkja krónuna. 12 a i l- da Fella úr gildi tímabundið heimild til að skuldajafna barnabótum á móti opinberum gjöldum. 5 Fella úr gildi heimild til að skuldajafna vaxtabótum á móti afborgunum lána hjá Íbúðalána- sjóði. 6 Barnabætur verði greiddar út mánaðarlega en ekki á þriggja mánaða fresti eins og nú er. 7 Opinberum innheimtuaðilum verði tímabundið veittar frekari heimildir til sveigjanleika í samningum um gjaldfallnar kröfur er taki mið af mismunandi aðstæðum einstaklinga. 8 Tímabundnar heimildir til innheimtu- manna ríkissjóðs um mögulega niðurfellingu dráttarvaxta, kostnaðar og gjalda í sérstökum skýrt afmörkuðum tilfellum. 9 Bera fram tilmæli til allra ráðuneyta og stofnana ríkisins um að milda sem kostur er innheimtuaðgerðir gagnvart einstaklingum, þar með talið að takmarkað verði sem kostur er það hlutfall launa sem ríkið getur nýtt til skuldajöfnunar. 10 Dráttar- vextir lækkaðir. 11 Reglugerð sett um hámarksfjárhæð innheimtu- kostnaðar. 12 Lagt til að endur- greiða skuli vörugjöld og VSK af notuðum ökutækjum sem varanlega eru flutt úr landi. Endur- greiðslan byggist á þeim gjöldum sem greidd voru við innflutning viðkomandi ökutækis. Þau gjöld eru síðan fyrnd eftir ákveðnum fyrningarreglum, með tilliti til aldurs ökutækisins og sú upphæð endurgreidd eiganda viðkomandi öku- tækis. 13 Lokið/komið til framkvæmda Ólokið R FRÁ HRUNI 31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 Gr af ík : M or gu nb la ði ð/ El ín E st he r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.